Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.08.2018, Page 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.08.2018, Page 19
sá þriðji var smiður sem kom bara um helg- ar.“ Jarmíla segist hafa notið dvalarinnar á Grjótnesi. Hún hafi vissulega unnið mikið en sér hafi þótt gaman að vinna og vera úti. Enda hafi veðrið verið gott. „Þetta sumar var veðrið dásamlegt allan tímann; bara eins og er búið að vera fyrir norðan núna. Mér fannst svo gaman! Það var aldrei myrkur. Og það var svo dásamlegt að heyra í fuglunum og æðarfugl- inum.“ Jarmíla sneri aftur suður í lok sumars 1955. Gunnlaugur fór með henni til Reykjavíkur, þar sem hann vann við byggingarvinnu en Jarmíla vann ennþá hjá þeim Ingunni og Borgþóri. Þegar ráðningartíma hennar lauk hjá þeim hjónum ætlaði Jarmíla að fara aftur til Þýska- lands og fá leyfi hjá föður sínum til að giftast Gunnlaugi. Til stóð að hún færi ein. En mágur Gunnlaugs sagði honum að fara með henni því annars myndi hún örugglega ekki snúa aftur til Íslands. „Og ég held að þetta hafi verið al- veg rétt hjá honum. Ég hef reyndar ekki hugs- að um þetta fyrr en nú nýlega. En þetta er ábyggilega rétt. Ég hefði örugglega ekki farið aftur til Íslands nema út af því að Gunnlaugur kom með mér út. Mamma hefði hamrað stöð- ugt á mér að vera áfram í Þýskalandi og ég hefði látið undan því,“ segir Jarmíla. Mágur Gunnlaugs var staðfastur í að þetta samband þeirra Jarmílu og Gunnlaugs skyldi endast því hann útvegaði þeim far með togara til Þýskalands og keypti fyrir þau flugmiða til Íslands þremur vikum síðar. Þau giftu sig svo í Hamborg 22. desember 1955. Hjónin nýgiftu voru ákveðin í að flytja aftur heim til Íslands og segir Jarmíla að það hafi aldrei neitt annað komið til greina. Eftir um það bil þriggja vikna dvöl í Þýska- landi héldu Jarmíla og Gunnlaugur aftur til Ís- lands og bjuggu á Grjótnesi næstu fjögur árin. Þaðan fluttu þau til Kópaskers, þar sem þau bjuggu í þrjú ár. Tvö eldri börn Jarmílu og Gunnlaugs, Björn og Herdís, fæddust á Grjót- nesi með tveggja ára millibili, 1956 og 1958, en þriðja barnið, Hermann, fæddist í Reykjavík árið 1966. Jarmíla segir fólk hafa fengið ákveðnum símatíma úthlutað og það var heppi- legt að hún gat hringt í ljósmóður þegar Her- dís fæddist, en þá var Jarmíla orðin veik. „Ljósmóðirin var á næsta bæ að taka á móti svo ég hringdi þangað til að athuga hvort hún væri að fara heim, en ljós- móðirin bjó á Kópa- skeri. Ég sagði að lík- lega þyrfti ég á henni að halda. Hún kom til mín um kvöldið og Herdís fæddist sama kvöld.“ Eftir þrjú ár á Kópaskeri flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Jarmíla var heimavinnandi en Gunnlaugur vann hjá fataverksmiðjunni Úl- tíma. Hann tók svo sveinsstykkið í smíði og vann sem smiður það sem eftir var ævinnar. Tvö sumur fór Jarmíla sem ráðskona austur í sveit. Hún hafði þá unnið í síldarvinnslu en það reyndist erfitt að fá gæslu fyrir börnin svo það hentaði vel að fara í sveit og geta tekið börnin með. „Mig langaði líka að vera í sveit. Ég tók báða strákana með mér fyrsta árið en Herdís fór norður til að vinna við barnapöss- un. Gunnlaugur kom hverja helgi að heim- sækja okkur.“ Seinna sumarið fórum við í Biskupstungurnar en þá voru Herdís og Her- mann með mér en Björn fór á næsta bæ.“ Jarmíla segir að þetta hafi verið mikil vinna en ákaflega skemmtileg. Hún sá um heimilið og bakaði og eldaði og lítill tími var aflögu fyrir félagslíf eða nokkuð annað en vinnuna. „Ég fór aldrei neitt. Við fórum tvisvar út á hesti, ég og maðurinn minn. Svo fór ég einu sinni á næsta bæ, því þar var þýsk kona, Ellinor von Zitze- witz. Hún var aðalskona sem kom hingað árið 1949 og var gift íslenskum manni. Björn var hjá þeim á bænum og hann fór þangað í þó nokkuð mörg sumur eftir það.“ Jarmíla hafði unnið við ræstingar í Ísaks- skóla í tvo vetur þegar frænka Gunnlaugs sagði henni frá vinnu hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins sem Jar- míla sótti um. Þar vann hún í þrjátíu og tvö ár við ýmiss konar rannsóknir en nú er hún sest í helgan stein. Sem fyrr segir var Gunnlaugur, eiginmaður Jarmílu, tuttugu árum eldri en hún. Hún seg- ist þó aldrei hafa fundið fyrir aldursmuninum. „Ekki fyrr en kannski svona tveimur árum áð- ur en hann dó, en hann dó mánuði eftir að hann varð níræður. Hann var svo vel á sig kominn og hraustur alla tíð.“ Þau hjónin voru dugleg að ferðast og fóru mikið á skíði. Jarmíla segist reyndar ekki hafa byrjað að fara á skíði fyrr en hún var orðin fertug, og Gunnlaugur þá sex- tugur. Þau voru líka dugleg að fara í hjóla- ferðir. „Við hjóluðum meðal annars í Lúx- emborg, Tékklandi og auðvitað í Þýskalandi. Svo fórum við í ferð til Rúmeníu með þýskri vinkonu okkar árið áður en Gunnlaugur dó. Við ferðuðumst um landið í um það bil sex vik- ur og gistum oftast í kúlutjaldi.“ Jarmíla hefur haldið áfram að ferðast, jafnvel ein, og hún segir að sér þyki ekkert verra að ferðast ein- sömul. Nýverið fór hún í hjólaferð til Þýska- lands þar sem hún hjólaði um fimm hundruð kílómetra. En hún leigði sér rafmagnshjól, sem hún segir að sé frábær fararskjóti. „Þegar ég var búin að skila rafmagnshjólinu heimsótti ég vinkonu mína sem býr í Ingolstadt en þá fannst mér ég nú verða að hjóla aðeins meira. Svo ég fékk lánað hjól hjá henni, sem var bara svona venjulegt hjól, ekki rafmagnshjól, og hjólaði alla leið til Regensburg einn daginn. Það er um hundrað kílómetra leið og ég við- urkenni að ég var orðin svolítið þreytt í rest- ina. En þetta var alveg æðislegt.“ Jarmíla er greinilega í góðu formi enda er hún dugleg að stunda alls konar hreyfingu; hjólar, syndir, fer í göngutúra og stundar Qi-gong æfingar. Það er komið að því að þakka fyrir kaffið og trakteringarnar. En ein spurning brennur á blaðamanni að lokum. Hefur þig aldrei langað að flytja aftur til Þýskalands? „Nei, nei, nei. Aldrei,“ segir Jarmíla ákveð- in. „Og eftir að Gunnlaugur dó spurðu nú ein- hverjir hvort ég myndi þá ekki flytja til Þýska- lands en það langar mig ekki. Það hefur aldrei hvarflað að mér. Hér á ég heima hjá börnunum mínum og afkomendum. Mér finnst rosalega gaman að ferðast um í Þýskalandi en að setjast þar að langar mig ekki. Mér finnst ég meiri Ís- lendingur en Þjóðverji,“ segir hún og skellir upp úr. „Jafnvel íslenskari en margur Íslend- ingurinn.“ ’Hræðslan var svo mikil oghún vofði alltaf yfir manni.Á hverri einustu nóttu. Maðurfór aldrei í náttföt. Maður var alltaf klæddur og tilbúinn að hlaupa niður í kjallara. Tvisvar fórum við í neðanjarðarbyrgi. 5.8. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is Frábær smurefni sem einangra og verja koma í veg fyrir tæringu eins og verkfæra og rafmagnsvara. Fyrir bílinn – verkfæri – skotvopn – reiðhjól

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.