Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.08.2018, Page 40
SUNNUDAGUR 5. ÁGÚST 2018
Í Jemen, einu fátækasta landi heims, þurfa 11 milljónir barna á
hjálp að halda og þar deyr eitt barn á tíu mínútna fresti. Börnin þar
þjást mikið en í landinu geisar stríð og hungursneyð. UNICEF
keppist við að koma nauðsynlegum hjálpargögnum til Jemens, oft
við erfiðar aðstæður. Þeir sem hlaupa fyrir UNICEF í Reykjavík-
urmaraþoni safna fyrir lífsnauðsynlegri neyðaraðstoð fyrir bág-
stadda í Jemen. Margt smátt gerir eitt stórt en til dæmis geta þús-
und krónur borgað vikumeðferð eins barns gegn vannæringu.
María Thelma er ein af þeim sem hlaupa fyrir UNICEF í ár.
„Æfingar ganga ágætlega, en ég hef stundað langhlaup í nokkur ár
og hef mjög gaman af því. Ég hljóp líka heilt maraþon í fyrra og
ákvað að hlaupa núna aftur og styrkja gott málefni. Ég stefni ekki
á neinn sérstakan tíma, bara að klára,“ segir María Thelma. Hægt
er að heita á Maríu Thelmu á rmi.is.
Ungur strákur leikur sér með
dekk meðfram byggingum
sem hafa eyðilagst í átökum í
borginni Saada í Jemen.
María hleypur fyrir Jemen
María Thelma Smáradóttir ætlar að styrkja bág-
stödd börn í Jemen og hlaupa heilt maraþon.
Morgunblaðið/Ásdís
Leikkonan María Thelma Smáradóttir hleypur heilt maraþon fyrir
UNICEF en allur ágóði rennur til Jemens þar sem neyðin ríkir
Í Morgunblaðinu þann 7. ágúst
árið 1988 dregur Friðrik Indr-
iðason upp skondna mynd af
Þjóðhátíð í Eyjum. Þar stendur:
Hið fyrsta sem ég heyri er ég
kem inn á hátíðarsvæðið er:
„Ætlarðu að fá þér sopa eða
ætlarðu að sofna með þetta í
klofinu?“ Þetta kemur úr barka
nokkuð skondins náunga, klædd-
ur rýjateppi og litlu öðru með
skærrauða plasthárkollu á höfð-
inu. Ég heyri ekki svarið þar sem
tveir góðkunningjar mínir úr
borginni koma að og segja farir
sínar ekki sléttar. „Djöfullinn
sjálfur, það er búið að ræna öllu
áfenginu okkar. Öllu, þremur
Jim Beam, tveimur Tequlia og
einni Glenlivet. Það eina sem
eftir er í tjaldinu eru tvö kíló af
sítrónum og saltbaukur. Hvað í
helvítinu eigum við að gera við
tvö kíló af sítrónum?“ spyr ann-
ar þeirra.
Góðkunningjar mínir eru að
snæða hið eina sem eftir er af
nesti þeirra, stórt stykki af
Toblerone-súkkulaði. Það veldur
umtali nær allra er leið eiga um.
„Hva, eruð þið að koma frá út-
löndum?“ spyr ung pysja. Hún er
spurð af hverju hún haldi það.
„Nú þið eruð að éta Toblerone.“
GAMLA FRÉTTIN
Toblerone,
sítrónur og
saltbaukur
Það var stemmning hjá þessum pysjum á Þjóðhátíð í Eyjum árið 1988.
Morgunblaðið/Sigurgeir
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Haukur Örn Birgisson
forseti Golfsambands Íslands
Greipur Gíslason
verkefnastjóri
Colin Firth
leikari
Smáratorgi | Holtagörðum | Akureyri | Ísafirði
Sumarútsala
í fjórumbúðum
Afgreiðslutími Rvk
Mánudaga til föstudaga kl. 10–18
Laugardaga kl. 11–17
Sunnudaga kl. 13–17 (Smáratorgi)
www.dorma.is
Holtagörðum, Reykjavík
Smáratorgi, Kópavogi
Dalsbraut 1, Akureyri
Skeiði 1, Ísafirði
Sumar
útsala
ALLTAÐ
60%
AFSLÁTTUR
www.dorma.is
VEFVERSLUN
ALLTAF
OPIN