Þróttur - 01.12.1921, Side 10
86
Þróttur
allaf með og framkvæmi sjálft kastið.
— Það er mjög vandasamt að kasla
kringlu rétt, enda eru þeir ekki margir
sem geta það. Finnar hafa i því, eins
og í spjótkasti bætt aðferðina talsvert.
Reir hafa leitast við af fremsta megni
að fá kastið til þess að vera hreint
»armkast« þ. e. að þó að búkurinn sé
knúinn fram þá kasti maður altaf með
liandleggnum. En þetta er frábrugðið
»gamla laginu« þar sem handleggurinn
verkaði eins og nokkurskonar slöngva.
— Rað er nú bælt úr þeim ágöllum,
sem voru á »gömlu aðferðinni« með
»Taipales aðferð«, en hún er sú að
handleggurinn, í undirbúningssveiílunum
og atrennunni er sveiílað í boglínum,
en við það fær liann meira svigrúm og
krafturinn verður meiri á handleggnum
við sjálft kastið. En aðalávinningurinn
við þessa aðferð er sá, að allur hand-
leggurinn ásamt öxlinni er eins og í
hvíldarstöðu áður en sjálft kastið byrjar
en af því leiðir að krafturinn kemur
samtímis frá öllum líkamanum.
Aðferð Taipales er viðurkend að vera
sú bezta, sem menn hingað til hafa
notað. — —
Til þess að verða fullkominn kastari
og til þess að geta náð góðum árangri
þarf auðvitað ýmsa meðfædda eigin-
leika.
Aðal eiginleikar, sem »kastarar« þurfa
að hafa, eru, hvað snertir lcúluvarp, að
þeir séu háir á vöxt, sterkir, þungir og
skjótir í hreyfingum. í hamarskasti
er hæðin ekki eins nauðsynleg. Við
þyngdarkast er hæðin nauðsynleg, auk
þess kraftar og þyngd. Til þess að verða
góður kringlukastari þarf hæð og krafta,
en liðleikinn er einnig mikilvægur.-
í spjótkasli reynir mest á liðleikann
og skjótleikann, en þyngdin og hæðin
mega sín aflur minna.
Leikmót.
Mörg merk leikmót hafa verið haldin
á þessu ári, bæði hér í Reykjavík og
eins út um land. Merkast þessara móta
var allsherjarmólið, sem hér var háð a
íþróttavellinum 17., 18. og 20. júní í sam-
bandi við heimsókn Norskra fimleika-
manna, frá Christiania Turnforening,
er vér gátum um í síðasla blaði. Hefir
hér aldrei áður verið háð jafn fjölmenl
leikmót sem þelta. 46 íþróttamenn keptu
á því, frá 10 íþróttafélögum, auk fim*
leikaflokks I. R. Mótið setti fornraður í.
S. í., eftir að keppendur höfðu gengið
í skrúðgöngu inn á leikvöllinn. Þá bélt
Bjarni alþm. Jónsson frá Vogi ræðu:
íslandsminni. Þá liófst fimleikasýning;
14 meyjar úr kvennaflokk í. R., undir
stjórn Björns Jakobssonar. Rólti mönn-
um ílokkurinn liafa tekið miklum fram-
förum frá því í fyrra, og var honum
vel fagnað að sýningunni loknri Þá
liófust kappraunirnar og í þeirri röð og
með þeim árangri sem hér segir:
100 8tiku hlaup. (Tólf keppendur).
I. Tryggvi Gunnarsson á 122/1o sek. II.
Kristján L. Geslsson á 123/io sek. og
III. Þorkell Þorkelsson á 124/io sek.
Spjótkast, með betri hendi. (Sex
keppendur). I. Tryggvi Gunnarsson kast-
aði 39,51 sliku, og er það nýlt met. II-
Guðm. Kr. Guðmundsson, kastaði 36,37l/3
st. og III. Ólafur Sveinsson, kastaði 33 st.
1500 stiku hlniip. (Tólf keppendur).
I. Guðjón Júlíusson á 4 m'n. 286]ío sek.,
(nýtt met). II. Þorgils Guðmundsson á
4 mín. 314/io sek. og III. Konráð Krist-
jánsson á 4 mín. 32 sek.
Kúluvarp. (Fjórir keppendur). I.
Tryggvi Gunnarsson varpaði kúlunni
10,81 x/2 stiku. II. Sigurður Greipsson
10,03 sl. og III. Guðm. Kr. Guðmunds-
son, 9,93 st.
Langstökk, með atrennn. (Sjö kepp-
endur). I. Tryggvi Gunnarsson, slökk