Þróttur - 01.12.1921, Page 22

Þróttur - 01.12.1921, Page 22
98 Þ R Ó T T U R í Bolungarvík er ungmennafélag, sem að beitir sér aðallega fyrir sundlaugar- byggingu, er það mjög fagurt áforin, því óvíða mun vera eins mikil þörf á að sjómenn kunni að synda eins og þar. Áður voru íþrótlir töluvert iðkaðar i Bolungarvík, en iítið nú á síðuslu árum. Á ísafirði er mjög dauft íþróttalíf, miðað við fólksfjölda kaupstaðarins, er þelta mjög skaðlegt, þar sem líka þrír eða fjórir leikfimiskennarar eru búsetlir þar. llngmennafélag, seni búið var að starfa þarna í mörg ár, sálaðist i fyrra vor, og er það að eins endurtekning á reynslunni, að slíkur félagsskapur þrífst mjqg illa í slórum kaupstöðum. 1 vetur gekst þó félag, sem »Árvakur« heitir, fyrir því, að piltar, sem voru félagsmenn hans, fengu einn eða tvo leikfimistíma í viku. íslenzk glíina hefir verið í niður- lægingu á ísafirði í mörg ár, og veldur því meslu, að beztu glímumennirnir, sem voru þar, eru fiuttir burtu. Sú í- þrótt, sem er bezt lifandi hjá ísfirðing- um er sundið. í Reykjanesi, inn í ísa- fjarðardjúpi, liefir öðru hvoru verið sundkensla síðan 1890, í volgum laug- um sem þar eru. Ur bæjarsjóði ísa- fjarðarkaupstaðar og sýslusjóði Norður- ísafjarðarsýslu, hefir ávalt verið veittur riflegur styrkur til sundkenslunnar. í vor gekst ungmennafélagið »Huld« í Nauleyrarhreppi fyrir kenslunni, og lærði um 40 manns að synda þar. Aðrar íþróttir mun þelta félag ekki hafa haft með höndum. J. P. Skábþrantin í síðasta blaði hefir því miður breytst í prentun. Staðan er þannig rétt: Hvítt: Rgö, Hbl, Bc4, Bg5 og Rc*2. Svart: Kh8, pa6 og c6. Hvítt leikur og þvingar svait til að máta sig í 13. leik. Munið að senda skáklausnirnar fyrir áramót. jþróttafréttir. Hlð opna bréf stjórnar í. S í- til sambandsfélaganna, sem birt er hér á fremstu síðu í blaðinu, eru fe* lagsstjórnirnar beðnar að taka rækilega til athugunar. Rað hefir því miður viljað hrenna við að ársskýrslur félaganna hafa ekki komið í tæka tíð til Sain- bandsins; og er það þó létt verk og vandalítið að útfylla árskýrslu-eiðublöð- in, sem félögunum eru send árlega. Fe- lagsstjórnirnar verða að gera sér það ljóst að aldrei fæst heildar-yfirlit yfi' íþróttastarfsemi vora, ef þau vanrækja þessar skýrslugerðir. Iþróttalíf á Orænlnndi. Við kennaraskólann í Godthaab er meðal annara námsgreina þar kendur »kajak«-róður. Standa Grænlendingar að þessu leyti framar íslendingum. Þeir kenna þjóðaríþrótt sína við skóla, en það gerum við ekki, og það þólt stjórn í. S. í. hafi fyrir tæpum tveimur áruin skorað á skóla og fræðslunefndir að taka það til athugunar. Skfðafélag Siglufjnrðar hefir gefið vandaðan bikar tii verð- launa bezta skíðamanni á íslandi. Bik- arinn er nefndur skíðabikar íslands og skal keppa um hann árlega. Ölium fé- lögum innan í. S. í. er heimil þátttaka. í snndsambandinu þýska eru nú 535 sundfélög, og er félagatala þeirra 130480. — Ekki er að furða þó þar séu margir snjallir sundmenn. íþróttafélag Roykjavíkur hefir gefið 500 kr. í Ólympíusjóð. Er það raustnarleg gjöf og vonandi að önnur félög fari að dæmi í. R., og heiti á Olympiusjóðinn, þegar vel gengur.

x

Þróttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.