Jökull - 01.12.2003, Blaðsíða 66
ágætum. Alls voru kynnt 40 verkefni ýmist með fyr-
irlestrum eða veggspjöldum sem öll fjölluðu um jarð-
fræði Íslands. Þátttaka var góð og mættu rúmlega 90
félagar á fundinn. Undirbúningur var í höndum stjórn-
ar með sérstakri umönnun Sigurðar Sveins Jónssonar
sem sá um allan undirbúning að ráðstefnuheftinu og
útgáfu þess.
Haustfundur félagsins var að þessu sinni um vökt-
un, náttúruvá og skipulag þessara mála hér á landi.
Fundurinn var haldinn 21. nóvember á Hótel Loftleið-
um. Um var að ræða hálfsdagsfund sem skipulagður
var með völdum fyrirlesurum er fjölluðu um hverja
tegund náttúruváar fyrir sig. Ennfremur var fjall-
að um skipulag Almannavarna og tengsl milli þeirra
og vísindamanna í landinu. Fyrirlesarar voru Sigrún
Karlsdóttir (um stórviðri), Leifur Örn Svavarsson (um
snjóflóð), Esther Hlíðar Jensen (um skriðuföll), Páll
Imsland (um sjávarflóð), Steinunn Jakobsdóttir (um
jarðskjálfta), Páll Einarsson (um eldgos), Sverrir Elef-
sen (um jökulhlaup og flóð), Ágúst G. Gylfason (um
viðbragðsáætlanir). Í lok fundarins voru pallborðsum-
ræður sem Karl Grönvold stjórnaði, en við pallborðið
sátu Árni Snorrason, Bjarni Bessason, Hafþór Jóns-
son, Ragnar Stefánsson og Sigurður Reynir Gíslason.
Fundurinn tókst með ágætum og sóttu hann um það
bil 110 manns innan sem utan félags.
Þremur erlendum fyrirlesurum var boðið að halda
erindi á vegum félagsins. Þann 18. mars fjallaði John
Moore frá háskólanum í Oulu í Finnlandi um rann-
sóknir á ískjörnum á Svalbarða og sögu veðurfars
á þessu svæði. Christian Koeberl frá háskólanum í
Wien, Austurríki flutti fyrirlestur 11. september og
fjallaði þar um gíga af völdum loftsteina á jörðinni og
á öðrum plánetum. Loks bauð félagið Daniel Vielzeuf
frá Blaise Pascal háskólanum í Frakklandi að halda
fyrirlestur í tengslum við veru sína hér í haust en fyr-
irlesturinn féll niður vegna veikinda Daniels.
HAUSTFERÐ
Haustferð félagsins 2002 var að þessu sinni á jarð-
eldasvæði í Grímsnesi og Hengli. Leiðsögumenn
voru jarðfræðingarnir Sveinn Jakobsson, Náttúru-
fræðistofnun og Grétar Ívarsson, Orkuveitu Reykja-
víkur. Í ferðina mættu 17 manns og tókst hún í alla
staði vel.
Haustferð félagsins 2003 var farin laugardaginn
18. október og var ferðinni heitið um Reykjanesskaga.
Leiðsögumenn voru jarðfræðingarnir Freysteinn Sig-
urðsson, Orkustofnun og Kristján Sæmundsson, Ís-
lenskum Orkurannsóknum. Í ferðina komu 29 manns
og þótti hún takast með miklum ágætum, þökk sé
þeim kollegum á Orkugarði.
JÖKULL
Breytingar hafa orðið á ritnefnd Jökuls til að aðlaga
tímaritið að þeim kröfum sem gerðar eru til tíma-
rita í Science Citation Index. Félagið hefur sótt um
rekstrar- og útgáfustyrki til ráðuneyta mennta- og um-
hverfismála, en eins og kunnugt er þá stendur félagið
að útgáfu Jökuls í samvinnu við Jöklarannsóknarfé-
lagið.
NEFNDIR OG RÁÐ
Eftirfarandi nefndir starfa á vegum félagsins.
Samráðsnefnd Jarðvísindastofnanna – Ármann Hösk-
uldsson.
Sigurðarsjóður – Ármann Höskuldsson (form.), Frey-
steinn Sigmundsson og Kristín Vogfjörð.
Sigurðarmedalía – Freysteinn Sigmundsson (form.),
Ármann Höskuldsson og Olgeir Sigmarsson.
Orðanefnd – Haukur Jóhannesson (form.), Freysteinn
Sigurðsson og Sigurður Sveinn Jónsson.
Siðanefnd – Vigdís Harðardóttir (form.), Helgi Torfa-
son, Kristján Ágústsson og Þorvaldur Þórðarson.
EFG (European Federation of Geologists) – Helgi
Torfason og Páll Halldórsson.
IUGS, Alþjóða jarðfræðisambandið – nefnd skipuð af
umhverfisráðherra. Sveinn Jakobsson (form.), Guð-
rún Sverrisdóttir, Haukur Tómasson, Helgi Torfason
(tilnefndur af JFÍ) og Sigurður Steinþórsson.
Ármann Höskuldsson
64 JÖKULL No. 53, 2003