Jökull


Jökull - 01.12.2003, Blaðsíða 72

Jökull - 01.12.2003, Blaðsíða 72
Magnús T. Guðmundsson endurbæta hann enn frekar á þessu ári. Dodginn var seldur og mun í ellinni sinna fjárflutningum og öðrum bústörfum austur á Jökuldal. Síðasta ferð hans fyr- ir félagið var haustferðin á Vatnajökul þar sem hann gegndi hlutverki sínu með prýði. Bílanefndin sér um viðhald bílanna og hefur til þess aðstöðu í Eldshöfða. Helstu verkefni bílsins á árinu voru ferðir félagsins (Esjufjöll, vorferð, haustferð, þátttaka í borverkefni á Vatnajökli í júní auk ferða á Langjökul vegna afkomu- mælinga og borana). Nokkrar tekjur komu inn vegna sumra verkefna en rekstrarkostnaður er þó mun hærri eins og eðlilegt er því notkunin fellur að mestu til í ferðum félagsins sjálfs. ÁRSHÁTÍÐ Árshátíð var haldin í Haukaheimilinu í Hafnarfirði þann 16. nóvember. Gleðin hófst í nýrri verslun 66◦N í Garðabæ en þar bauð fyrirtækið upp á léttar veigar auk þess sem fólki gafst kostur á að skoða úti- vistarfatnað og annan varning. Hátíðina sóttu um 65 manns og voru allir á einu máli um að hún hefði tekist með afbrigðum vel. STOFNUN ÞJÓÐGARÐS Á VATNAJÖKLI Eins og kunnugt er hefur ríkisstjórnin ákveðið að stofna þjóðgarð sem nái yfir jökulhettu Vatnajökuls. Undirbúningur er í gangi á vegum ríkisvaldsins og nefndir starfandi. Félagið á ekki beina aðkomu að þeirri vinnu en fulltrúar þess voru kallaðir á fund í apríl til að ræða sjónarmið þess um ferðamennsku, skála, aðstöðu og fleira. Þjóðgarðshugmyndin er góðra gjalda verð en fyrir félagið er ekki allur mun- ur á hvort aðstaða þess er innan Vatnajökulsþjóðgarðs eða Skaftafellsþjóðgarðs eins og verið hefur í um 20 ár. Stjórnin mun fylgjast áfram með málinu, leggja verndun Vatnajökuls lið eftir megni og gæta hags- muna rannsókna og félagsins í þessu máli. LOKAORÐ Starfsemi Jöklarannsóknafélagsins er að mörgu leyti í föstum skorðum. Félagið starfar eftir lögum sem það hefur sett sér. Markmið félagsins koma fram í 2. grein laganna en hún hljóðar svo: Markmið félagsins er að stuðla að rannsóknum og ferðalögum á jöklum lands- ins, gefa út tímaritið Jökul ásamt fréttabréfi, og gang- ast fyrir fræðandi fyrirlestrum og myndasýningum. Til að framfylgja þessum markmiðum hefur félagið einkum beitt sér á þremur sviðum: (1) Standa fyrir árlegum rannsóknaferðum á Vatnajökul auk annarra styttri ferða, (2) Koma upp aðstöðu fyrir rannsóknir og ferðalög á jöklum landsins með byggingu skála, og (3) að gefa út tímaritið Jökul sem er hvortveggja í senn alþjóðlegt vísindarit og félagsrit Jöklarannsókna- félagsins. Í fjórða lagi eru svo fræðslufundirnir en þeir hafa verið að jafnaði þrír á ári. Í meginatrið- um hefur félaginu tekist vel að rækja markmið sín. Það hefur verið vettvangur þar sem öflugir einstak- lingar hafa fundið farveg fyrir starfsorku og fram- kvæmdagleði eins og skálaeignin ber vott um, auk þróttmikils framlags sjálfboðaliða í vísindaleiðöngr- um. Félagið mun halda áfram á þeirri braut sem það hefur markað sér. Uppi eru hugmyndir um myndar- lega rafvæðingu Grímsfjalls en handbært fjármagn og styrkir munu ráða hversu langt verður hægt að fara í því efni á þessu ári. Ritstjórar Jökuls hafa metnaðar- fullar áætlanir um að styrkja ritið sem alþjóðlegt vís- indarit og verið er að kanna hvort framkvæmanlegt sé að gera það að einhverju leyti aðgengilegt á netinu. Það gæti aukið mjög hróður þess og útbreiðslu. Þar þarf þó að gæta þess að fjárhag félagsins verði ekki stefnt í hættu því það á mikið undir því að félagsgjöld og áskriftir skili sér. Einnig hefur verið rætt um að efla þátttöku félagsins í ráðstefnuhaldi fyrir fræðimenn og nýta slíkar ráðstefnur til að bjóða upp á áhugavert efni á fundum fyrir hinn almenna félagsmann. Tækifærin eru mörg og félagið á alla möguleika á að láta að sér kveða í framtíðinni. Í lokin vil ég nota tækifærið og þakka Ástvaldi Guðmundssyni fyrir mikil og farsæl störf í stjórn fé- lagsins. Hann hefur nú ákveðið að gefa ekki kost á sér aftur til stjórnarsetu en hann hefur setið í varastjórn og stjórn frá 1981 eða í 22 ár. Valdi hefur beitt sér í skálamálum, verið lykilmaður í ferðum félagsins og hélt utanum útleigu skálanna í mörg ár. Að auki hef- ur hann verið manna lagnastur við að leysa úr deilu- málum. Við sjáum mjög eftir Ástvaldi úr stjórninni en virðum ákvörðun hans. Ljósi punkturinn í málinu er sá að Valdi mun áfram starfa í skálanefnd og við treystum því að við megum áfram leita til hans þegar okkur liggur mikið við. Magnús Tumi Guðmundsson 70 JÖKULL No. 53, 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.