Jökull


Jökull - 01.12.2003, Side 60

Jökull - 01.12.2003, Side 60
Oddur Sigurðsson Múlajökull suður – Mæling fyrra árs benti til fram- gangs nú en Leifur segir ekkert benda til þess enda var mælingin í fyrra talin ótrygg og því felld niður. Mæling þessa árs gildir því fyrir tvö ár. Sátujökull á Lambahrauni – Bragi Skúlason segir að komið hafi ný kvísl alveg í mælilínu og rennur með- fram jaðrinum til vesturs. Sátujökull sunnan Eyfirðingahóla – Lítilsháttar brennisteinsfýla var við úthlaup kvíslarinnar sem hef- ur greinilega verið mikil oft í sumar. Kvíslajökull – Bergur Einarsson og Björn Oddsson háskólanemar tóku Kvíslajökul, sem gengur vestur úr Hofsjökli, í fóstur og hyggjast vitja hans á komandi árum. MÝRDALSJÖKULL Sólheimajökull – Í skýrslu feðganna Einars og Gunn- laugs, sem er gerð af vanalegri vandvirkni, segir að stutt sé orðið í að opnist fyrir jökulsporðinn inn í Jök- ulsárgil. Þar er og sagt frá að jökullinn hafi brotn- að mikið í sporðinn og jakaburður var niður að brú þann 25. október. Með þessu fylgja myndir teknar 27. október til sannindamerkis. Það eru án vafa afleið- ingar einhverskonar hlaups eða vatnavaxta. Á mælum Vatnamælinga Orkustofnunar urðu talsverðir vatna- vextir vegna úrkomu í Jökulsá á Sólheimasandi 10. og 11. október en ekki síðar í þeim mánuðinum. Sam- bandið milli jakadreifar og hlaups er því óskýrt enn. Sléttjökull – Jarðfræðingarnir Ingibjörg Kaldal og Skúli Víkingsson fóru nú í aðra vitjun sína að jökl- inum innan við Smáfjöll innst á Emstrum. Með grein- argerð þeirra fylgir jarðfræðikort sem vonandi verður unnt að birta með tíð og tíma. VATNAJÖKULL Síðujökull – Hannes Jónsson segir jökulinn hækka allört upp en væri þó greiðfær á jeppa og göngufæri á jökli ágætt. Skeiðarárjökull vestur – Í skýrslu Hannesar segir að Súla hafi náð sér í nýjan farveg og styttist í að hún fari austur í Gígjukvísl. Næsta sumar gæti smááll náð sér austur í gegn um tjarnirnar niður á sand. Hop jök- ulsins muni ganga ört áfram en Súluparturinn er að mestu dauður. Fyrir miðjum jökli er lækkunin síðustu ár alveg með ólíkindum. Skeiðarárjökull austur – Ragnar þjóðgarðsvörður í Skaftafelli segir hins vegar allt aðra sögu um jökuljað- arinn austanverðan. Á honum hafa orðið litlar breyt- ingar þótt hann virðist lækka nokkuð. Við austurjaðar Morsárjökuls er enn nokkuð stórt lón en aðeins einn ísjaki á því. Jökullinn dregst enn mest saman við vesturjaðarinn og þar hafa stórir klett- ar komið í ljós. Svínafellsjökull – Guðlaugur Gunnarsson frá Svína- felli segir jökla þar rýrna mjög og nýja kletta koma fram þar sem þeir skríða niður fjöllin. Kvíárjökull – Helgi Björnsson á Kvískerjum telur mælinguna ekki segja nógu mikið um ástand jöklanna og sendi því eftirfarandi lýsingu: „Þar sem hægt er að greina sjálfan jaðar jökulsins sýnist hann hafa gengið til baka og lækkað. Þá hefur syðsti hluti hans hald- ið áfram að sökkva í lón, en framan við jaðar hans er töluverð spilda þakin þykku aurlagi. Hún virðist vera kyrrstæð og er skilin frá aðaljökulsporðinum með all- myndarlegum lónpolli. Þetta veldur því að nokkuð erfitt er að mæla hann (sjá 2. mynd).“ Hrútárjökull – „Þó að jaðarinn, sem þakinn er þykku aurlagi eins og áður, mælist vera kyrrstæður hefur jök- ullinn í heild sýnilega gengið saman. Til dæmis næst Múlanum alllangt vestur af mælingarstaðnum kom nú í sumar í ljós myndarlegur klettahamar. Spölkorn fyr- ir ofan útfall Hrútár, sem er nálægt Ærfjallsrönd, hef- ur hún brætt af sér jökulinn og fer eftir opnum far- vegi nokkra tugi metra, en síðan fer hún eftir lokuðum göngum fremsta hlutann. Svo er áberandi breyting við Ærfjall. Þar hefur lækkað til muna og botnurðin kom- ið í ljós. Þá hefur einnig jökulbrúnin á klettinum milli Múla og Ærfjalls minnkað.“ Fjallsjökull – „Stór hluti Fjallsjökuls endar í lónum. Töluverð spilda milli þessara lóna nær þó enn að föstu landi upp af Hrútárbrú þar sem mælingastaður er nú. Frá austanverðri Ærfjallsrönd hefur komið talsverður lækur undanfarin ár, sem runnið hefur í allstórt lón of- an við Gamlasel en þaðan vestur í Hrútá þar til nú í sumar að grunnur Fjallsjökuls hefur lækkað svo mjög þarna, að þetta lón fær afrennsli austur með jöklin- um og rennur nú austur í Fjallsárlón. Frá þessu lóni er verulegur halli austur, enda hefur lækurinn grafið sér djúpan farveg niður í þennan halla. Farvegurinn er með lóðréttum veggjum. Efnið er gróf jökulurð 58 JÖKULL No. 53, 2003

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.