Jökull


Jökull - 01.12.2003, Blaðsíða 68

Jökull - 01.12.2003, Blaðsíða 68
Magnús T. Guðmundsson Skráðir félagar 1. febrúar voru 446. Þar af voru heiðursfélagar 14, almennir félagar 381, fjölskyldu- félagar 8, fyrirtæki og stofnanir 43 og námsmenn 4. Einnig eru um 50 bréfafélagar auk þess sem Jökull er sendur 7 fjölmiðlum og erlendir áskrifendur eru rúm- lega 60. Samanlagt eru þetta um 560 aðilar. FJÁRMÁL Fjárhagur félagsins er traustur. Helstu tekjuliðir eru árgjöld og erlendar áskriftir Jökuls, gistigjöld í jökla- húsum og styrkir vegna útgáfu Jökuls. Aðrir liðir eru smærri en skipta þó máli eins og leigutekjur af bíl vegna mælingaverkefna. Helstu gjöld eru útgáfa Jökuls, rekstur jöklahúsa og bíls auk annars rekstrar. Rekstur húsanna kemur óvenjuvel út þetta árið eins og reikningar gjaldkera sýna. Árið er þó langt því frá að teljast dæmigert því að nánast engar framkvæmdir voru við önnur hús en nýja Esjufjallahúsið en kostn- aður við það kemur ekki fram í rekstrarreikningi. Að eiga og reka jöklabíl er mjög dýrt. Stjórnin hefur þó talið þann kostnað nauðsynlegan til að geta sinnt af trúmennsku markmiðum félagsins að stuðla að jökla- rannsóknum og auðvelda ferðir um jökla. Nokkur vinna fer á ári hverju í það að sækja styrki til útgáfu Jökuls. Sem betur fer brást Menntamálaráðuneytið vel við beiðni okkar og hækkaði útgáfustyrk sinn um 50 þús, í 250 þús. kr. Erfiðar gengur með Umhverfisráðu- neytið en styrkur þess hefur farið lækkandi og nam aðeins 50 þús. kr. þetta árið. Vegagerðin hefur jafn- an sýnt skilning á starfi félagsins enda á hún töluvert undir því að glöggar upplýsingar liggi jafnan fyrir um stöðu jökullóna og eldvirkra svæða. Hefur Vegagerð- in brugðist vel við beiðnum um styrki til afmarkaðra verkefna, s.s. eins og flutnings Esjufjallaskála. RANNSÓKNIR Engin leið er að rekja allar jöklarannsóknir sem fram fóru hér á landi á árinu í skýrslunni. Til þess eru þær orðnar of umfangsmiklar en hingað kemur á hverju ári fjöldi erlendra vísindamanna til margvíslegra rann- sókna. Hér eru því eingöngu nefndar rannsóknir sem félagið hefur átt aðkomu að auk nokkurra verkefna sem vitað er um og ástæða þykir að nefna. Vorferð Ferðin stóð dagana 31. maí til 8. júní og var með hefð- bundnu sniði. Farið var í Grímsvötn um Jökulheima og Tungnaárjökul. Þátttakendur allan tímann voru 19. Til viðbótar voru tveir fyrri hluta ferðar og fjórir slóg- ust í hópinn síðustu dagana. Helstu verkefni ferðar- innar voru eftirtalin: 1. Afkomumæling var gerð í Grímsvötnum, á Bárðar- bungu og Háubungu. Í Grímsvötnum var árlagið 4.3 m á þykkt og vatnsgildi 2300 mm. Er það nærri með- allagi. 2. Vatnshæð Grímsvatna var mæld og reyndist 1345 m y.s. Stóðu vötnin því óvenjulágt enda kom smáhlaup í apríl, það fyrsta frá því á árinu 2000. 3. Grímsvatnasvæðið var kortlagt með DGPS eins og undanfarin ár til að fylgjast með breytingum á jarð- hita. 4. Gjálparsvæðið var kortlagt með DGPS til að fylgj- ast með hvernig dældin grynnist og breytist með tíma. Hefur þetta verið gert árlega frá 1997. 5. Mælingar voru gerðar á ísskriði í Grímsvötnum, Gjálp og Skaftárkötlum með uppsetningu og mælingu á um 70 stikum. 6. Athuganir fóru fram á gosstöðvum í Grímsvötn- um. Gígsvæðið var mælt upp og hitamælingar gerðar í gjósku þar sem hita varð vart. Hitamælt var í vatni vestast á gosstöðvunum. Nú sjást fyrstu merki þess að gjóskan sé farin að límast saman, þremur og hálfu ári eftir gosið. 7. Vitjað var um veðurstöðvar LV og RH á Tungnaár- jökli og Brúarjökli. 8. Gerðar voru segulmælingar í Gjálp. Tilgangur þeirra er að kanna hvort breyting hafi orðið á segul- mögnun bergs í fjallinu sem myndaðist í gosinu 1996 sem gæfi vísbendingar um hvort umtalsvert magn bólstrabergs sé að finna í fjallinu. Áður var mælt þarna úr þyrlu í maí 1997. 9. Farin var tveggja daga ferð austur á Fláajökul og Goðahnúka og unnið að íssjármælingum á því svæði. Eru þessar mælingar liður í að ljúka kortlagningu botns Vatnajökuls. 10. Kannaðar voru aðstæður í Kverkfjöllum. Meðal annars var vatnshæð Gengissigs mæld. Vatnshæð var 30–40 m lægri en í fyrra en þá höfðum við skoðað aðstæður á sama tíma. Vatnshæð í júní í fyrra var all- 66 JÖKULL No. 53, 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.