Jökull - 01.12.2003, Blaðsíða 70
Magnús T. Guðmundsson
Samhliða kjarnaboruninni á Vatnajökli vann ann-
ar hópur að borun gegnum íshelluna með hitavatnsbor
Raunvísindastofnunar. Tilgangur borunarinnar var að
ná sýnum af vatni undir hellunni og kanna hvort líf-
verur þrífast þar. Borunin og sýnatakan tókst og merki
um líf hefur fundist. Er því ljóst að Grímsvatnahrepp-
ur er bæði lífvænlegur og á sinn hátt vafalaust gróður-
sæll ef vel er að gáð. Forystu fyrir þessum rannsókn-
um hefur Eric Gaidos við háskólann á Hawaii.
Rannsóknir á fornum jökulhlaupum
Rannsóknahópur á vegum háskólanna í Keele og
Staffordshire í Englandi, í samstarfi við Óskar
Knudsen jarðfræðing vann eins og síðustu ár að rann-
sóknum á ummerkjum um forn jökulhlaup við Kverk-
fjöll og annarstaðar við Jökulsá á Fjöllum.
Jökulhlaup
Nokkur jökulhlaup urðu á árinu. Í janúar kom óvænt
smáhlaup í Jökulsá á Fjöllum. Ómar Ragnarsson
fréttamaður fann upptök hlaupsins í Gengissiginu í
Kverkfjöllum og því staðfest að þaðan koma öðru
hvoru jökulhlaup. Lítið hlaup kom í Skeiðará úr
Grímsvötnum í apríl. Einnig komu nokkur lítil hlaup
úr Grænalóni á árinu. Skaftárkatlar hlupu báðir. Sá
vestari í júlí og sá eystri í September. Hlaupin voru
svipuð að stærð. Athygli vekur að nú hefur vest-
ari ketillinn í fullu tré við þann eystri sem áður var
mun öflugri. Lögun og dýpt Skaftárkatla er nú mæld í
vorferðum JÖRFÍ.
Eftirlit með Mýrdalsjökli
Frá 1999 hefur verið í gangi sérstakt eftirlit með Mýr-
dalsjökli vegna aukins óróa þar. Hluti þess verkefnis
eru regluleg eftirlitsflug yfir jökulinn og sniðmælingar
úr flugvél á stærð og dýpt sigkatla í jöklinum. Er þetta
fyrsta reglubundna eftirlitið af þessu tagi með íslensk-
um jöklum. Nýtist þar reynsla af atburðum í Vatna-
jökli, einkum Gjálpargosinu 1996. Eftirlitið bendir
til þess að nú hitni undir Kötlu, eldstöðin þenst út og
jarðhiti undir jöklinum fer vaxandi samfara aukinni
jarðskjálftavirkni. Líkur á gosi fara því vaxandi en
engar spár er þó hægt að setja fram um tímasetningu
slíks goss.
FUNDIR
Aðalfundurinn fór fram 26. febrúar í Norræna Húsinu
og eftir venjuleg aðalfundarstörf flutti Árni Snorra-
son forstöðumaður Vatnamælinga Orkustofnunar er-
indi um samnorrænt verkefni sem ber heitið Veður-
far, vatn og orka. Vorfundurinn var haldinn á sama
stað 23. apríl. Þar flutti Magnús Tumi Guðmunds-
son erindi um móberg á Suðurskautslandinu og Snæv-
arr Guðmundsson sýndi myndir frá fjallaferðum vítt
og breitt um landið. Haustfundurinn var 22. október.
Þar voru teknar fyrir hugmyndir um virkjanir á Ís-
landi. Sveinbjörn Björnsson, verkefnisstjóri ramma-
áætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma og fyrr-
verandi formaður JÖRFÍ kynnti áætlunina, aðferðir og
frumniðurstöður. Að loknu erindi Sveinbjarnar hélt
Oddur Sigurðsson myndasýningu sem hann nefndi
„virkjanasvæði frá ýmsum hliðum.“ Aðsókn á fund-
ina var ágæt, sérstaklega á haustfundinn en þar komu
80–90 manns.
ÚTGÁFA JÖKULS
Ekki náðist að koma út hefti af Jökli á árinu. Þó telst
51. hefti til ársins 2002 en hann kom úr prentsmiðju
fyrir stuttu og eiga allir skilvísir félagar að hafa feng-
ið hann í hendur. Í heftinu eru fimm ritrýndar vís-
indagreinar, um landmótun í Ódáðahrauni, aldur jök-
ulgarða við Fláajökul, kjarnaborun á Hofsjökli 2001,
eftirlit með jarðhitasvæðum með skjálftamælingum
og mælingar á þykkt Skeiðarársands. Þá eru í heftinu
hefðbundnir kaflar um jöklabreytingar og félagsstarfið
auk annars efnis. Fiona Tweed, lektor við Staffords-
hire Háskóla í Bretlandi var gestaritstjóri nokkurra
greina í 51. hefti Jökuls. Undirbúningur 52. heftis er
að hefjast.
FRÉTTABRÉF
Umsjónarmaður fréttabréfsins er Sverrir Elefsen. Á
árinu komu út fjögur fréttabréf. Fréttabréfin eru send í
pósti til félagsmanna en einnig er hægt að finna þau
á netsíðu félagsins www.jorfi.is. Blikur eru á lofti
vegna afnáms sérstaks burðargjalds fyrir prentað efni.
Nú þarf að greiða fullt póstburðargjald og lætur nærri
að við það þrefaldist sendingarkostnaður. Það er ekki
68 JÖKULL No. 53, 2003