Jökull


Jökull - 01.12.2003, Blaðsíða 73

Jökull - 01.12.2003, Blaðsíða 73
Society report Vorferð Jöklarannsóknafélags Íslands, 2003 Magnús Tumi Guðmundsson Raunvísindastofnun Háskólans, Náttúrufræðahúsi, Sturlugötu 7, 107 Reykjavík; mtg@raunvis.hi.is INNGANGUR Í lok júnímánuðar 2003 voru liðin rétt 50 ár frá fyrstu vorferð Jöklarannsóknafélagsins á Vatnajökul. Þetta afmæli var nokkuð í huga okkar sem fórum þessa ferð. Ferðin nú var þó um flest með hefðbundnu sniði: Stóð í rúma viku, farið var um Tungnaaárjökul og hópur- inn hélt mestan hluta tímans til á Grímsfjalli. Tutt- ugu þátttakendur voru með allan tímann. Að auki var tvennt með fyrri helgina og fjórir bættust við á föstudeginum 6. júní. Fararstjóri var Magnús Tumi Guðmundsson og umsjón með matarbirgðumog elda- mennsku hafði Sjöfn Sigsteinsdóttir. Lagt var upp laugardaginn 31.maí. Greiðlega gekk inn í Jökul- heima og inn á jökulrönd þar sem allt var gert klárt fyrir ferðina upp morguninn eftir. Sunnudaginn tók- um við í fyrra lagi og fórum úr Jökulheimum milli kl. 7 og 8 um morguninn. Tungnaárjökull var torfæru- laus. Á Grímsfjalli þurfti lítið að moka frá húsum því hópurinn sem setti upp nýja og öfluga rafstöð JÖRFI mánuði áður, hafði rutt snjó og ís af þeim með stór- virkum vinnuvélum. Farartæki voru snjóbíll, Ford-bíll JÖRFÍ, jepp- ar og vélsleðar. Margir leggja hönd á plóginn til að vorferð geti heppnast vel. Fyrst skal telja sjálf- boðaliða félagsins, en vinna þeirra og ósérhlífni er sá grunnur sem ferðirnar byggjast á. Landsvirkjun lagði að venju til snjóbíl, bíl og vélsleða og Vatnamæling- ar Orkustofnunar lánuðu gúmmíbát. Vegagerðin lagði fram fé til eldsneytiskaupa. Þessum aðilum kunnum við bestu þakkir fyrir stuðninginn. Veðurspá fyrir vikuna var heldur hrakleg: Mis- hvöss norðaustanátt með úrkomu. En þegar til kast- anna kom var veður furðu brúklegt og býsna gott á köflum. Er það óneitanlega skemmtilegra en þegar málin skipast á hinn veginn. Eftir að hópurinn kom á Grímsfjall var strax tekið til við rannsóknir ferðarinn- ar. Allt gekk vel og og á þriðjudagskvöld voru verkin komin vel á veg. Á miðvikudag lentum við í innisetu vegna veðurs en á fimmtudag gerði meirihluti hóps- ins góða ferð í Kverkfjöll en sex manns fóru austur á Hoffells-, Skálafells- og Brúarjökla þennan dag. Á Grímsfjalli var í fyrsta sinn í vorferð notuð hin nýja og fullkomna rafstöð sem komið var upp fyrir styrk frá Alcan á Íslandi (Álverinu í Straumsvík). Er vélin til mikilla þæginda við hleðslu mælitækja og aðra vinnu. Til stóð að bera fúavörn á hús bæði á Grímsfjalli og í Kverkfjöllum en það tókst ekki þar sem aldrei þornaði nægilega til slíks. RANNSÓKNIR Helstu verkefni ferðarinnar og bráðabirgðaniðurstöð- ur eru eftirfarandi: 1.Vatnshæð Grímsvatna mældist 1355 m. Sírennsli virðist vera úr vötnunum eins og oft undanfarin ár. Vatnsmagn í Grímsvötnum er óverulegt við þessa lágu vatnsstöðu og þaðan koma ekki hlaup svo heitið geti meðan þetta ástand varir. 2.Vetrarafkoma var mæld í Grímsvötnum, á Bárðar- bungu, Háubungu, Kverkfjöllum og norðan Gríms- vatna. Í Grímsvötnum var árlagið 7,4 m á þykkt og vatnsgildi um 4000 mm. Er þetta mesta vetrarafkoma semmælst hefur niðri í Grímsvötnumen SigurjónRist mældi 4320 mm í Grímsvatnaskarði í júní 1954. 3.Gígsvæðið frá 1998 var rannsakað eins og undan- farin ár, ekki síst til að kanna hraða móbergsmyndun- ar. Vestasti hluti gígsvæðisins er nú óaðgengilegur þar sem gosefnin hafa fallið sem skriður niður í lónið vest- an þeirra og brött hjarnfönn og hengjur hafa mynd- ast þar sem áður var sléttur pallur gerður af gjósku úr gosinu. Hitamælt var í vesturbarmi megingígsins og í lóninu vestan gosstöðvanna. Enn er verulegur hiti í gígbarminum. JÖKULL No. 53, 2003 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.