Jökull


Jökull - 01.12.2003, Side 72

Jökull - 01.12.2003, Side 72
Magnús T. Guðmundsson endurbæta hann enn frekar á þessu ári. Dodginn var seldur og mun í ellinni sinna fjárflutningum og öðrum bústörfum austur á Jökuldal. Síðasta ferð hans fyr- ir félagið var haustferðin á Vatnajökul þar sem hann gegndi hlutverki sínu með prýði. Bílanefndin sér um viðhald bílanna og hefur til þess aðstöðu í Eldshöfða. Helstu verkefni bílsins á árinu voru ferðir félagsins (Esjufjöll, vorferð, haustferð, þátttaka í borverkefni á Vatnajökli í júní auk ferða á Langjökul vegna afkomu- mælinga og borana). Nokkrar tekjur komu inn vegna sumra verkefna en rekstrarkostnaður er þó mun hærri eins og eðlilegt er því notkunin fellur að mestu til í ferðum félagsins sjálfs. ÁRSHÁTÍÐ Árshátíð var haldin í Haukaheimilinu í Hafnarfirði þann 16. nóvember. Gleðin hófst í nýrri verslun 66◦N í Garðabæ en þar bauð fyrirtækið upp á léttar veigar auk þess sem fólki gafst kostur á að skoða úti- vistarfatnað og annan varning. Hátíðina sóttu um 65 manns og voru allir á einu máli um að hún hefði tekist með afbrigðum vel. STOFNUN ÞJÓÐGARÐS Á VATNAJÖKLI Eins og kunnugt er hefur ríkisstjórnin ákveðið að stofna þjóðgarð sem nái yfir jökulhettu Vatnajökuls. Undirbúningur er í gangi á vegum ríkisvaldsins og nefndir starfandi. Félagið á ekki beina aðkomu að þeirri vinnu en fulltrúar þess voru kallaðir á fund í apríl til að ræða sjónarmið þess um ferðamennsku, skála, aðstöðu og fleira. Þjóðgarðshugmyndin er góðra gjalda verð en fyrir félagið er ekki allur mun- ur á hvort aðstaða þess er innan Vatnajökulsþjóðgarðs eða Skaftafellsþjóðgarðs eins og verið hefur í um 20 ár. Stjórnin mun fylgjast áfram með málinu, leggja verndun Vatnajökuls lið eftir megni og gæta hags- muna rannsókna og félagsins í þessu máli. LOKAORÐ Starfsemi Jöklarannsóknafélagsins er að mörgu leyti í föstum skorðum. Félagið starfar eftir lögum sem það hefur sett sér. Markmið félagsins koma fram í 2. grein laganna en hún hljóðar svo: Markmið félagsins er að stuðla að rannsóknum og ferðalögum á jöklum lands- ins, gefa út tímaritið Jökul ásamt fréttabréfi, og gang- ast fyrir fræðandi fyrirlestrum og myndasýningum. Til að framfylgja þessum markmiðum hefur félagið einkum beitt sér á þremur sviðum: (1) Standa fyrir árlegum rannsóknaferðum á Vatnajökul auk annarra styttri ferða, (2) Koma upp aðstöðu fyrir rannsóknir og ferðalög á jöklum landsins með byggingu skála, og (3) að gefa út tímaritið Jökul sem er hvortveggja í senn alþjóðlegt vísindarit og félagsrit Jöklarannsókna- félagsins. Í fjórða lagi eru svo fræðslufundirnir en þeir hafa verið að jafnaði þrír á ári. Í meginatrið- um hefur félaginu tekist vel að rækja markmið sín. Það hefur verið vettvangur þar sem öflugir einstak- lingar hafa fundið farveg fyrir starfsorku og fram- kvæmdagleði eins og skálaeignin ber vott um, auk þróttmikils framlags sjálfboðaliða í vísindaleiðöngr- um. Félagið mun halda áfram á þeirri braut sem það hefur markað sér. Uppi eru hugmyndir um myndar- lega rafvæðingu Grímsfjalls en handbært fjármagn og styrkir munu ráða hversu langt verður hægt að fara í því efni á þessu ári. Ritstjórar Jökuls hafa metnaðar- fullar áætlanir um að styrkja ritið sem alþjóðlegt vís- indarit og verið er að kanna hvort framkvæmanlegt sé að gera það að einhverju leyti aðgengilegt á netinu. Það gæti aukið mjög hróður þess og útbreiðslu. Þar þarf þó að gæta þess að fjárhag félagsins verði ekki stefnt í hættu því það á mikið undir því að félagsgjöld og áskriftir skili sér. Einnig hefur verið rætt um að efla þátttöku félagsins í ráðstefnuhaldi fyrir fræðimenn og nýta slíkar ráðstefnur til að bjóða upp á áhugavert efni á fundum fyrir hinn almenna félagsmann. Tækifærin eru mörg og félagið á alla möguleika á að láta að sér kveða í framtíðinni. Í lokin vil ég nota tækifærið og þakka Ástvaldi Guðmundssyni fyrir mikil og farsæl störf í stjórn fé- lagsins. Hann hefur nú ákveðið að gefa ekki kost á sér aftur til stjórnarsetu en hann hefur setið í varastjórn og stjórn frá 1981 eða í 22 ár. Valdi hefur beitt sér í skálamálum, verið lykilmaður í ferðum félagsins og hélt utanum útleigu skálanna í mörg ár. Að auki hef- ur hann verið manna lagnastur við að leysa úr deilu- málum. Við sjáum mjög eftir Ástvaldi úr stjórninni en virðum ákvörðun hans. Ljósi punkturinn í málinu er sá að Valdi mun áfram starfa í skálanefnd og við treystum því að við megum áfram leita til hans þegar okkur liggur mikið við. Magnús Tumi Guðmundsson 70 JÖKULL No. 53, 2003

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.