Breiðfirðingur - 01.04.1942, Blaðsíða 42
82
BREIÐFIRÐINGUR
Þorst. Þorsteinnsson:
Bjarni í Ásgarði
Bjarni Jensson.
I.
Þegar litið er yfir sögu liéraða þessa lands, vekur það
athygli vora, að um byggðir Breiðafjarðar bar meira á
bændum þeini, sem miklir voru fyrir sér og höfðinglund-
aðir, en i flestum öðrum, héruðum. Fer það að vonum, þvi
að forfeður þeirra, landnámsmennirnir, voru hinir ætt-
göfugustu og ýmsir þeirra konungbornir; má þar til
nefna Geirmund heljarskinn og Unni hina djúpauðgu.
Gestrisni og önnur rausn virðist Dalamönnum hafa verið
í blóð runnin. Má minnast nokkurra dæma frá fyrri tið.
Gestaboð hið mikla, sem Unnur hélt í Hvammi, er Ólafur
feilan sonarsonur hennar kvæntist, en varð um leið erfi
hennar sjálfrar. Erfidrykkja eftir Höskuld á Höskulds-
stöðum var næst-fjölmennasta hérlend erfiveizla. Geir-
mundur heljarskinn gaf Atla þræli sínum frelsi, vegna þess
að hann liafði tekið skipbrotsinenn (lieila áhöfn) til ó-
keypis vetrarvistar, á bú það, er hann varðveitti fyrir Geir-
mund, án þess að þar til kæmi samþykki hans. Sunnan-
megin Hvammsfjarðar reisti Geirriður skála sinn yfir