Breiðfirðingur - 01.04.1942, Blaðsíða 85
HREIÐFIKÐimiUR
75
Einær með ungana. Státnir munaðarleysingjar.
lJað yr'ði fallegur liópur, sem ala mætti upp á ári hverju,
ef vel gengur, og kostnaðurinn ætti að fást með rentum
> aukinni dúntekju.
A þennan hátt yrðu einnig ungir og gamlir, sem við
þetta fengjust, miklu nátengdari fuglinum, nokkurskonar
uppeldisbræður lians og systur, og það leiddi aftur af sér
miklu betri umgengni og hirðingu á varpinu, en henni
er víða ábótavant.
Með þessu yrði dúnframleiðslan einnig að atvinnugrein,
sem, ekki væri lengur rekin sem rányrkja, eins og hún
hefir verið að mestu undanfarið, heldur sem raunveruleg
ræktun, sem grundvallaðist á markvissri uppeldisstarf-
semi og aðhlynningu.
Ég býst við, að margir verði í fyrstu vantrúaðir á þetta,
m. a. meðan ekki er liægt að sanna þeim, að ungarnir
komi aftur til átthaganna, en ég vil benda þeim á t. d.
laxa- og silungaklakið, sem víða er rekið i stórum stíl og
við ærinn tilkostnað, og' virðist mér þó, að heimturnar þar
uiuni \rera ennþá liæpnari.
Ætlun ’pín með línum þessum er fyrst og fremst sú,
að vekja 'máls á þessu efni, til þess að bændur í eyjum
og víðar vildu láta í Ijós skoðanir sínar á þessu máli, og
eru líkur til, að þar komi fram ýmislegt af reynslu eldri
írianna, er síðar mætti að gagni koma.