Breiðfirðingur - 01.04.1942, Blaðsíða 82
72
BREIÐFIRÐINGUtt
Jóhann Jónasson:
Framtið æðarvarpsins í Breiðafjarðareyjurn
Breiðafjarðareyjar hafa frá fornu fari verið kunnar
fyrir búsæld og hlunnindi.
Hlunnindin hafa þó á seinni árum gengið nokkuð til
þurrðar og þó sérstaklega dúntekjan, sem hefir rýrnað
til stórra muna frá því sem hún var í gamla daga.
Af þeim skýrslum, sem til eru um dúntekju við Breiða-
fjörð, verður það ljóst, að dúntekjan hefir rýrnað til muna
á seinni árum. Þó er þetta nolckuð mismunandi fyrir
sýslurnar.
Elztu framtalsskýrslur, sem til eru yfir þetta, eru frá
1898. Ég set hér nokkrar tölur, sem sýna glögglega þessa
breytingu.
Hæst hefir dúntekjan koniizt á árunum 1898—1938:
í Snæfellsnessýslu 1898 383 kg., lægst 1935 203 kg.
I Dalasýslu .... 1916 334 — — 1911 202 —
I Barðastrandars. 1928 701 — — 1919 458 —
Um Barðastrandarsýslu er rétt að geta þess, að árið
1898 er þar aðeins 458 kg. af dún, en árið 1938 eru 537
kg\, svo dúntekjan hefir ankizt þar á þessum tíma. En i
Snæfellsnessýslu er þetta öfugt. Árið 1898 eru þar 383
kg., en 1938 224 kg.
Það hefir verið ræ'tt og ritað allmikið um, hver myndi
ástæðan fyrir þessari afturför, og liafa menn ekki verið
á eitt sáttii*. Flestir liafa þó fallizt á að kenna svartbakn-
um um þetta að mestu leyti, þó að fleira hafi eflaust hjálp-
að til.
Það er nú því svo komið, að menn eru skyldaðir til að
eyða svartbak úr varplöndum sínum, og er hann nú þegar
liorfinn að nokkru, vegna þessara ofsókna.
í vor mun lika hafa sézt óvenjulega mikið af ungum á
þessum slóðum, en þá bregður svo undarlega við, að
ungarnir liafa drepizt unnvörpum úr einhverri veiki