Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1977, Page 76

Breiðfirðingur - 01.04.1977, Page 76
74 BREIÐFIRÐINGUR Þangað var horft með virðingu og aðdáun, svipmikið setur undir grænnni 'hlíð og fagurri fjallshrún, eyjarnar, „stöðin“. fossinn. En samt var það fyrst og síðast presturinn og konan hans, sem setta svip á bæinn í vitund okkar kotakrakkanna. Og við vissum, að presturinn var lærður og kunni latínu, ensku og dönsku og fleiri framandi tungur Hann kunni jafn- vel ljóð og leikrit á framandi málum utan að. Hann söng svo að bergmálaði fjallahrúna milli, ekki sízt í Gufudalskirkju. Hann orti ljóð, sem gerðu jafnvel sjálfan dauðann að brosandi engli, sem gaf honum styrk til að hugga aðra, sem áttu börn, sem voru dáin. Og síðast en ekki sízt hélt hann svo kraftmiklar predik- inir, að allir urðu að hlusta, sumir grétu eða táruðust að minnsta kosti, enginn gleymdi. Hjá prestinum og frúnni í stofunni á Stað bjuggu spek- ingar og stórmenni frá útlöndum og Iþar var fullt af bók- um með gylltum kili og vizku, sem var öllu gulli dýrmætari. Svona var hugsað um prestinn í sveitinni í gamla daga. Svona var hugsað um sr. Jón. Aldxei var hann samt nær sem þáttur af okkar eigin til- veru en þegar hann kom að húsvitja. En það skeði alltaf á hverju einasta ári seinni part vetr- arins. Einmitt þegar vorleysingar bófust, lækir hoppuðu niður hlíðar og áin ruddi ísjökum fram í vaðalinn. Það var kannske verið að lesa í húspostillunni og syngja passíusálm, þagar jafnvel pabbi leit hvað eftir annað út í gluggann, en meðan var verið að „lesa“ mátti enginn hreyfa sig, hvað þá 'heldur horfa út.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.