Ný Dögun - 01.11.1997, Side 12

Ný Dögun - 01.11.1997, Side 12
=NÝ DÖGUN = fólks sem tókst á örskömmum tíma. STARFSEMIN í GANG Við vorum tíu sem hittumst reglulega veturinn 1986-1987 heima hjá fyrrnefndri Margréti og unnum með sorg okkar undir handleiðslu Páls Eiríkssonar geð- lœknis. Öll áttum við það sam- eiginlegt að hafa misst náinn ást- vin. Páll hafði um árabil haft mik- inn áhuga á sorgarferlinu og kynnt sér þau frœði heilmikið. Hann vann af miklum áhuga og elju með okkur þennan vetur og í febrúar árið 1987 efndi hópurinn til námstefnu í Templarahöllinni í Reykjavík sem um 250 manns sóttu. Þar töluðu lœrðir og leikir og þótti takast svo vel til að við vorum fengin norður til Akur- eyrar í maí sama ár og héldum þar aðra námstefnu, sem um 40 manns sóttu. Sumrinu og haustinu vörðum við síðan til að undirbúa hina eiginlegu stofnun samtaka syrgjenda. Samtök um sorg og sorgarviðbrögð voru svo stofnuð 8. desember 1987. Að baki lá mikil og óeigingjörn vinna samstillts hóps manna og kvenna. Það má segja að hálfgert spennu- fall hafi gert vart við sig í hópnum í kjölfar stofnunar samtakanna og við urðum eiginlega hálfskelkuð. Ég spurði t.d. sjálfa mig: „Hvað er ég eiginlega búin að koma mér útí?“ Ég og fleiri fórum að velta því fyrir okkur hvort við vœrum ekki búin að fœrast of mikið í fang, hvort við gœtum valdið því að styðja og styrkja alla þá syrgj- endur sem sennilega myndu leita til samtakanna. En við svo búið mátti ekki standa. Við höfðum fengið til liðs við okkur Sigfinn Þorleifsson, sjúkrahúsprest á Borgarspítalanum. Sigfinnur var kosinn fyrsti formaður samtakan- na og vann sitt starf sem slíkur af alúð og einurð. Æ síðan hefur hann verið okkur ákaflega velvilj- aður. I framhaldi af stofnun samtak- anna stóðum við að mánaðarleg- um frœðslufundum í Hallgríms- kirkju. Séra Karl Sigurbjörnsson, sem sat í stjórn samtakanna útveg- aði okkur samastað þar. Símavakt var sett upp með aðstöðu á Borg- arspítalanum. Einu sinni í viku sátu fagmaður og syrgjandi við símann og töluðu við syrgjendur sem hringdu. Þetta var erfitt og ekki síst vegna þess að sjálfboða- liðar voru ekki nógu margir. Það vandamál er reyndar ennþá við- loðandi samtökin okkar. í dag svörum við í síma einu sinni í viku, á þriðjudögum frá kl. 18- 20 í síma 562-4844. Við símann situr fólk með reynslu af ástvinamissi og þangað geta allir þeir hringt sem telja sig eiga erindi. Við fengum einnig góða gesti erlendis frá. Colin Murray Parkes, geðlœknir og þáverandi forseti CRUSE, sorgarsamtakanna í Bret- landi, hélt hér fyrirlestur á okkar vegum í ágúst 1988. Það var eitt og annað að gerast. En okkur vantaði fastan samastað og við vildum gera meira. Hallgrímskirkja hent- aði ekki sem best fyrir frœðslu- fundina. Enn leituðum við á náðir prests, nú séra Jóns Dalbús Hró- bjartssonar í Laugarneskirkju og fengum í framhaldi af því inni í Safnaðarheimili Laugarneskirkju haustið 1988. Aðstaðan þar var mjög góð og ekki var starfsfólk kirkjunnar síðra. Nú loks gátum við byrjað með „opin hús“ sem lengi hafði verið draumur okkar. OPNU HÚSIN „Opnu húsin“ breyttu mikið okkar starfsemi og kröfðust enn meiri vinnu en áður. Fram að þessu hafði starfið aðallega falist í fyrirlestrum um hinar ýmsu hliðar sorgarinnar, svo sem makamissi, barnsmissi og sorg og sorgarvið- brögð. Þessir fyrirlestrar voru eins og áður sagði einu sinni í mánuði. Einnig höfðum við reynt að að- stoða syrgjendur úti á landsbyggð- inni við að koma á fót samskonar samtökum. Nú þurftum við að manna „opin hús“ einu sinni í viku. Og við vorum ekki nema 7 eða 8 til þess að taka þetta að okkur. En Páll Eiríksson og séra Sigfinnur hjálpuðu okkur á þess- um tíma og voru mjög duglegir að mœta og voru okkur um leið góður bakhjarl. Oft sat séra Jón Dalbú með syrgjendum þessi kvöld og það má því segja að þess- ir menn ásamt fleirum hafi veitt okkur ómetanlega aðstoð og það endurgjaldslaust. Við fórum þess á leit við prestana hér á Reykjavík- ursvœðinu að þeir aðstoðuðu okk- ur á þessum „opnu húsum“ og tóku þeirri beiðni okkar vel. 1 tvo vetur skiptu þeir með sér verkum. Ég vildi gjarnan að þessi háttur verði tekinn upp aftur. Ég held að prestarnir hafi fljótt fundið að starf okkar í þágu syrgjenda gœti einnig létt þeim gönguna í eigin starfi. „Opnu húsin“ sönnuðu gildi sitt á stuttum tíma. Við auglýstum þessa fundi vel og komu um 15 syrgjendur á fyrsta „opna húsið“. Við skrifuðum lengi vel hjá okkur hve margir komu og ég minnist þess að eitt árið voru komur um 2000. Það segir meira en mörg orð um þörfina á samtökum fyrir syrgjendur. Margt af þessu fólki sem kom þennan fyrsta vetur (1989) starfar með okkur enn. Oftar er það þó svo að fólk sœkir til okkar í einhverja mánuði eða ár og telur sig ekki þurfa meira á samtökunum að halda og það er gott. Fólk er þá farið að ná tökum á lífi sínu eftir þungbœran missi og fœrt í flestan sjó. Það er enda ekki öllum gefið að starfa í samtökum sem þessum og vilja miðla af reynslu sinni og gefa tíma sinn til þess. En við erum ákaflega þakk- lát öllu því fólki sem starfað hefir með okkur í gegnum tíðina og gert okkur kleift að halda starfinu áfram. Enn eigum við í nokkrum erfið- leikum með að manna „opin hús“. í vetur hafa 5-6 manns séð um þá hlið. Þessi mannekla hefur gert það að verkum að við höfum orð- ið að fœkka „opnum húsum“ og eru þau nú einu sinni í mánuði. Aldrei er hœgt að segja fyrirfram hversu margir syrgjendur koma, en oftast eru þeir 5-10, stundum fleiri. Við höfum boðið uppá námskeið fyrir sjálfboðaliða. Það er nauð- synlegt fyrir fólk sem gefur sig í það að starfa með syrgjendum sem og í öðrum krefjandi störfum að lœra að taka ekki of mikið inn á sig og fleiri þœtti sem lúta að viðlíka sjálfboðaliðastarfi. Einnig er nauðsynlegt fyrir þessa sjálf- 12

x

Ný Dögun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.