Ný Dögun - 01.11.1997, Blaðsíða 25

Ný Dögun - 01.11.1997, Blaðsíða 25
TNYDÖGUNi Ingibjörg Jóhannsdóttir kennari tæpum níu árum eftir fráfall eiginmanns síns: g verð aldrei aftur eins" Ingibjörg Jóhannsdóttir var aðeins 25 ára þegar hún missti eiginmann sinn Eyjólf Pórsson úr krabbameini. Eftir stóð Ingibjörg með eins og hálfs árs gamlan son þeirra og ófrísk að öðru barni þeirra. Ingibjörg deilir reynslu sinni með okkur. „Við vorum bæði ung, þegar við kynntumst árið 1982, ég 19 og hann 21 árs. Við trúlofuðum okkur eftir að hafa verið saman í hálft ár og fórum svo þessa hefðbundnu leið hér á landi. Við bjuggum fyrst hjá foreldrum Eyjólfs en fluttum það- an í leiguhúsnæði. Við höfðum bæði tekið okkur frí frá námi, en tókum upp þráðinn aftur og lukum okkar fögum, hann bifvélavirkjun og ég stúdentsprófi. Við vorum eins og ungt fólk á þessum tíma, reyndum að spara og fengum til dæmis að búa inni á systur minni í heilt ár meðan við vorum að safna peningum til fasteignakaupa. Við réðumst svo í íbúðakaup árið 1985 og giftum okkur ári síðar. í apríl 1987 fæddist svo hann Jóhann okkar. Það má því segja að okkar til- hugalíf hafi verið mjög hefðbund- ið. Tókum þetta svona stig af stigi. Við vorum því búin að koma okk- ur allvel fyrir og framtíðin blasti við okkur, þegar erfiðleikarnir steðjuðu að. Aðeins hálfu ári eftir fæðingu litla drengsins okkar, greindist Eyjólfur með krabbamein í höfði. Þetta átti sér þó nokkurn að- draganda, því nokkru eftir að við 25

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.