Ný Dögun - 01.11.1997, Side 26

Ný Dögun - 01.11.1997, Side 26
r i i II kynntumst bað ég Eyjólf að fara til læknis, þegar hann hafði um skeið kvartað yfir því að blæddi úr fæð- ingarbletti á öxl hans og þetta greri aldrei fullkomlega. Að því kom að hann fór til læknis. í ljós kom að þarna var urn meinvarp að ræða. Eyjólfur var með húðkrabbamein. Bletturinn var fjarlægður í smáað- gerð. Hins vegar var ekki um að var ekki fyrr en ég hafði nauðað í honum, að hann fór til augnlæknis. Þá kom í ljós að bólga var mikil í augnbotnunum, ásamt fleiri ein- kennum, sem augnlækninum leist ekkert á. Hann var því umsvifalaust lagður inn á spítala til frekari rannsókna. Eftir ítarlegar rann- sóknir kom í ljós að mikill bjúgur var í höfði hans, nánast ekkert pláss Eyjólfur Þórsson í góðu skapi, enda í sumarfríi á Spáni sumarið 1987 og allt lék í lyndi. Fyrsta barnið nýfœtt og framtíðin blasti við. Þetta sama haust dró svo ský fyrir sólu; alvarleg veikindi gerðu vart við sig. ræða neina eftirmeðferð, sem nú mun ævinlega viðhöfð, eftir því sem ég best veit. Læknarnir héldu ein- faldlega að búið væri að komast fyrir meinið og málinu væri lokið. Það eru því líkur á því, án þess að ég geti né vilji fullyrða neitt um það, að þetta hafi haft áhrif á það sem síðar varð. VEIKINDI HERJA Á Nokkrum árum síðar, eða síðla árs 1987 fór Eyjólfur að finna til sífelldra höfuðkvala. Sjónin hafði líka breyst. Hann átti erfitt með að sjá til hliðanna og þetta var farið að há honum verulega. Hann missti hins vegar aldrei dag úr vinnu vegna þessa, þótt strangt til tekið hafi hann verið gjörsamlega óvinnu- fær vegna höfuðverkja og sjón- truflana. Eyjólfur vildi eins og fyrri daginn gera lítið úr þessu og það milli höfuðkúpu og heila og þrýst- ingurinn því gífurlegur. Þeir læknar sem ég talaði við sögðu að höfuð- kvalirnar hljóti að hafa verið óskaplegar. Þessu til viðbótar komu síðan í ljós þrjú meinvörp í höfðinu; með öðrum orðum höfuðkrabba- mein. Og læknarnir lögðu ekki í uppskurð, þannig að eini mögu- leikinn var að reyna geislameðferð. Geislameðferðin reyndist um margt mjög erfið. Ég reyndi eftir megni að styðja Eyjólf og styrkja. Sannleikurinn er sá, að þessi með- ferð reynir mjög á, bæði líkamlega og andlega. Hann var í lyfjameð- ferð samtímis og þetta reyndi mjög á þolrifin. Meðan á þessu stóð hafði hann oft á orði að vonlaust væri fyrir fólk að ganga í gegnum slíka meðferð, án þess að hafa maka eða annan trúnaðarmann sér við hlið. í almennu tali ræðir fólk oftast um það að krabbameinssjúklingar missi hárið og líti illa út. Það er að- eins toppurinn á ísjakanum, því mín reynsla er sú að sjúklingnum líður mjög illa á alla lund. Líkam- leg vanlíðan er mikil og eðli máls samkvæmt er sálarlegt ástand mjög viðkvæmt, því enginn veit í raun hvort meðferðin vinnur á sjúk- dómnum eða ekki. Að lokinni meðferðinni í desem- ber árið 1987, urðum við vongóð. Svo virtist sem meinvörpin hefðu ekki dreifst frekar og raunar minnkað að umfangi. Höfuðkval- irnar hurfu og við tók tími, þar sem við gátum lifað lífinu svo til eðli- lega. Innst inni vorum við auðvitað kvíðafull, en samt var vonin sterk- ari um að hættan væri liðin hjá. Við fórum í frí sumarið eftir og áttum góða daga. í september þetta ár, 1988, fóru gömlu einkennin hins vegar að taka sig upp á nýjan leik. Friðurinn var úti eftir níu góða mánuði. Þá kom í ljós eftir rannsóknir að allt var komið af stað á nýjan leik. Meinvörpin höfðu stækkað. Þá var ákveðið að Eyjólfur færi þegar í stað í lyfjameðferð. Sú meðferð fólst í inntöku mjög sterkra lyfja í tvo daga og síðan átti hann að fá næsta skammt að sex vikum liðn- um. Til þess kom þó aldrei. Þann sama dag og næsta lota í lyfja- meðferðinni átti að hefjast, var Eyjólfur jarðsunginn. KVEÐJUSTUNDIN Eyjólfur hafði verið heima og ver- ið með flensu og slappur, enda lík- amleg mótstaða í lágmarki eftir lyfjagjöfina. Og aðfararnótt 3. nóv- ember var hann orðinn svo veikur, að ég hringdi á næturvaktina. Næt- urlæknirinn sem kom vildi leggja Eyjólf inn á Landakotsspítala, þrátt fyrir að ég segði honum að í raun væri hann til meðferðar á Lands- spítalanum. Neyðarmóttakan þetta kvöld var hins vegar á Landakoti og því var hann sendur þangað um nóttina. Ég ákvað að fara heim til foreldra minna, þeirra Jóhanns Eyjólfssonar og Sigríðar Asgeirs- dóttur, eftir að hann hafði verið lagður inn, enda mat enginn það svo að einhver bráð hætta væri á ferðum. Ég bað um að ég yrði látin vita af framgangi mála, en var hins vegar svo utan við mig að ég gaf

x

Ný Dögun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.