Fréttablaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 6
Fáðu blað dagsins í tölvupósti
kl. 5.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista Frétta-
blaðsins á www.frettabladid.is/
nyskraning. Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433
WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
RAM 3500 - HÖRKUTÓL SEM ENDIST
ramisland.is
TRYGGÐU ÞÉR NÝJAN RAM 3500 SLT,
LARAMIE EÐA LIMITED.
RAM 3500 VERÐ FRÁ KR. 6.395.000 ÁN VSK.
KR. 7.929.800 MEÐ VSK. RAM 3500 LIMITED 40” BREYTTUR
ERUM Á STÓRSÝNINGUNNI
VETRARLÍF 2018 UM HELGINA.
FRÍR AÐGANGUR - GEIRSGATA 11.
EFNAHAGSMÁL Samtök iðnaðarins
segja ljóst að hagkerfið sé að breyta
um takt og nú reyni á að því sé mætt
með réttum hætti í hagstjórninni.
Þetta kemur fram í nýrri greiningu
samtakanna.
Þar er dregið fram að víða séu
merki um hægari hagvöxt. Það
sjáist á vinnumarkaði þar sem
dregið hafi úr fjölgun launþega og
atvinnulausum fjölgað. Bent er á að
byggingargeirinn og ferðaþjónustan
hafi skapað 63 prósent þeirra starfa
sem orðið hafi til 2015-2017 en nú
hafi hægt umtalsvert á þeim vexti.
Bent er á að svo virðist sem dregið
hafi hratt úr hagvexti á seinni hluta
þessa árs og að spár geri ráð fyrir 2
prósenta hagvexti á næsta ári. Það
sé minnsti hagvöxtur síðan efna-
hagsuppsveiflan hófst. Samhliða sé
reiknað með auknu atvinnuleysi.
Samtökin hvetja til þess að opin-
ber fjármál og peningamál verði
samstíga í að milda þá niðursveiflu
sem fram undan sé. Þá þurfi aðilar
vinnumarkaðar að taka mið af
breyttu landslagi í hagkerfinu í
komandi kjarasamningum. – sar
Nú reyni á
hagstjórnina
Hægt hefur á vexti í byggingariðnaði.
FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Ár Aðstoð Vopnatilvik Öryggisgæsla Sprengjur
‘17 390 192 53 50
‘16 188 92 28 16
‘15 176 75 38 22
‘14 124 58 31 30
‘13 128 65 59 20
‘12 102 51 27 28
✿ Fjölgun er á verkefnum sérsveitar í flestum flokkum
✿ Sérsveitin fer mun oftar vopnuð í útköll en áður
300
200
250
150
100
50
0 2012 2013 2014 2015 2016 2017
útköLL
Sérsveitin bregst við beiðnum almennrar lögreglu um aðstoð, við útköllum
vegna vopnaburðar, eyðingar á sprengiefnum og sprengjuleitar
Sérsveitarmenn fóru í
þrefalt fleiri útköll vopn-
aðir skotvopnum árið
2017 en árin þar á undan.
296
108104
798372
BREtLAND Munur á ævilíkum
fátækra og efnaðra hefur aukist
verulega í Bretlandi á síðustu árum.
Þetta er meginniðurstaða rann-
sakenda við Imperial-háskólann í
Lundúnum sem könnuðu dauðsföll
rúmlega 7,5 milljóna Breta á árunum
2001 til 2016. Niðurstöðurnar voru
birtar í vísindariti Lancet í gærkvöld.
Niðurstöðurnar gefa til kynna að
munur á ævilíkum kvenna sem lifa
við velmegun og kynsystra þeirra
sem búa við fátækt hafi hækkað
úr 6,1 ári í 7,9 ár á tímabilinu. Hjá
körlum var hækkunin öllu minni,
eða úr 9,0 í 9,7 ár.
Þannig voru heildarævilíkur
fátækra kvenna árið 2016 78,8 ár
en meðal efnaðra kvenna voru þær
86,7 ár. Síðan árið 2011 hafa ævilík-
ur þeirra kvenna sem búa við mikla
fátækt lækkað um 0,24 ár.
„Það að ævilíkur skuli lækka
meðal þeirra allra fátækustu er
bæði ákaflega vafasamur vitnis-
burður um þjóðfélagsástand okkar
og skýr vísbending um að þeir ber-
skjölduðustu í samfélaginu hafi
orðið út undan undanfarið,“ sagði
Majid Ezzati, prófessor og aðalhöf-
undur, í yfirlýsingu frá Imperial-
háskólanum.
Rannsakendur benda á að bana-
mein þeirra fátækustu sé oft sjúk-
dómar sem hægt er að koma í veg
fyrir og meðhöndla.
„Meiri fjárfesting í heilbrigðis-
og félagsþjónustu þeirra fátækustu
getur leiðrétt þessa afturför,“ sagði
Ezzati. – khn
Ævilíkur allra fátækustu nærri 10 árum minni í Bretlandi
Meiri fjárfesting í
heilbrigðis- og
félagsþjónustu þeirra fátæk-
ustu getur leiðrétt þessa
afturför.
Majid Ezzati, prófessor
við Imperial-háskóla
Því er ekki óeðlilegt
að ytra eftirlit sé
starfandi sem veiti henni
aðhald og stuðning þegar við
á og hafi auga með þessari
þróun.
Helgi Gunnlaugsson, prófessor
við Háskóla Íslands
LöGGæSLA Bakgrunnur og þjálfun
erlendra glæpamanna, sem koma
hingað til lands vegna tengsla við
skipulagða glæpahópa hér á landi,
er þess eðlis að hann kallar á aukinn
viðbúnað lögreglu.
Þetta kemur fram í svari frá Emb-
ætti ríkislögreglustjóra við fyrir-
spurn Fréttablaðsins um fjölgun
vopnaðra útkalla og verkefna sér-
sveitarinnar. Í svarinu er vísað til
herþjálfunar „sem líkt og alþekkt
er felur í sér þjálfun í notkun á skot-
vopnum og bardagatækni“.
Í svarinu segir að málum þar sem
vopn koma við sögu hafi fjölgað að
undanförnu en einnig er vísað til
ógnar sem samfélaginu stafi af vax-
andi skipulagðri brotastarfsemi og
erlendum brotamönnum og sam-
tökum.
„Þetta svar ríkislögreglustjóra er
eðlilegt,“ segir Helgi Gunnlaugsson,
prófessor í félagsfræði við Háskóla
Íslands. Greiningardeildin hafi
ítrekað bent á að skipulögð glæpa-
starfsemi færist í vöxt, vopnaburður
af ýmsu tagi sé algengari nú en áður
og brotin alþjóðlegri.
„Þessi aukning á vopnuðum
útköllum sérsveitarinnar er samt
veruleg á stuttum tíma og vekur
upp spurningu um hvort löggæsla
á Íslandi sé að færast frá almennri
löggæslu eins og við þekkjum hana
í átt að sérskipuðum vopnuðum
sveitum, að það sé talið nauðsynlegt
til að hafa vaðið fyrir neðan sig í æ
fleiri tilfellum. Og þá um leið opna
á að lögreglan öll verði búin skot-
vopnum við öll skyldustörf, að það
verði smám saman talið eðlilegt í
ljósi breyttra aðstæðna,“ segir Helgi.
Helgi leggur áherslu á að sér-
sveitin hafi verið farsæl í starfi
þegar á heildina er litið og áunnið
sér traust í samfélaginu sem nauð-
Sérsveit vopnast gegn erlendum
herþjálfuðum glæpamönnum
Erlendir glæpamenn með herþjálfun koma hingað til lands í auknum mæli vegna fjölþjóðlegra tengsla
glæpahópa. Greiningardeild telur skipulagða glæpastarfsemi alvarlegustu samfélagsógnina hér á landi. Sér-
sveitarmenn fara æ oftar vopnaðir í útköll. Prófessor vill auka eftirlit og aðhald með vopnaburði lögreglu.
synlegur aðili í stjórnkerfinu, enda
búi sveitin yfir mjög vel þjálfuðum
lögreglumönnum sem hafa farið í
gegnum mjög ströng inntökuskil-
yrði og próf.
„Spurningin aftur á móti er hvort
ekki væri heppilegt fyrir sérsveitina
og borgarana að hafa óháða nefnd
eða einhvern þriðja aðila sem hefur
yfirsýn yfir málefni sveitarinnar og
þau mál sem koma upp,“ segir Helgi
og bætir við:
„Sér í lagi vegna þess að hér er
nokkuð stíf skotvopnalöggjöf, lög-
reglan hefur einokun á valdbeitingu
og sérsveitin er vopnuð. Því er ekki
óeðlilegt að ytra eftirlit sé starfandi
sem veiti henni aðhald og stuðning
þegar við á og hafi auga með þessari
þróun,“ segir Helgi og vísar til örrar
þróunar í vopnaburði í íslenskri lög-
gæslu.
adalheidur@frettabladid.is
Úr svari ríkislögreglustjóra um aukinn vopnaburð
Í svari Ríkislögreglustjóra til Frétta-
blaðsins segir að samkvæmt
greiningardeild embættisins
hafi á bilinu 70 - 90 einstaklingar
tengist skipulagðri glæpastarfsemi
á Íslandi með beinum hætti. Að
auki séu um 50 einstaklingar laus-
tengdir skipulögðum hópum sem
lögregla hefur kortlagt. Samkvæmt
mati lögreglu hlaupi samanlögð
velta skipulagðrar glæpastarfsemi
á hundruðum milljóna ár hvert.
Þá sjáist þess merki að harka og
ofbeldi færist í vöxt í íslenskum
undirheimum. Ítrekað finnist
skotvopn, hnífar og barefli við
handtökur, húsleitir og afskipti
af fólki. Þá búi lögreglan yfir upp-
lýsingum um einstaklinga sem hafi
bæði löngun og getu til að fremja
voðaverk.
Frá árinu 2008 hafi geiningar-
deildin vakið athygli á þeirri ógn
sem stafi af skipulagðri glæpa-
starfsemi í landinu og lýst því mati
að þessi samfélagsógn sé sú alvar-
legasta sem Íslendingar standi
frammi fyrir.
2 3 . N ó v E M B E R 2 0 1 8 F ö S t U D A G U R4 F R é t t i R ∙ F R é t t A B L A ð i ð
2
3
-1
1
-2
0
1
8
0
4
:5
2
F
B
0
9
6
s
_
P
0
9
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
8
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
7
C
-F
F
E
4
2
1
7
C
-F
E
A
8
2
1
7
C
-F
D
6
C
2
1
7
C
-F
C
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
9
6
s
_
2
2
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K