Fréttablaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 75
Myndlistarkonan María Dalberg er með einkasýningu í sal á efri hæð Listasafns Reykjavíkur í Hafnar- húsi. Sýningin ber heitið Suð og er þriggja rása vídeóinnsetning, ásamt prósa sem María skrifaði eftir ferð sína til Galapagoseyja og las inn á vídeóverkið. „Þetta var í febrúar og það var brjálæðislega mikill snjór daginn sem ég kom heim, eitthvert mesta fannfergi sem hér hefur sést í mörg ár. Snjórinn náði upp í mitti. Og ég sem hafði verið að ganga eftir gylltum ströndum tveimur dögum áður. Svo í listaverkinu fór ég að reyna að endurskapa tilfinninguna fyrir hitanum, sólinni og birtunni,“ segir María og bætir við: „Þess vegna kann fólk svo vel að meta verkið. Ég færi sólina og ylinn inn í íslenskt haustveður!“ María lauk meistaranámi við Listaháskólann 2016 og var tekin inn á Moskvutvíæringinn mánuði eftir útskrift. Í framhaldi af því segir hún Listasafn Reykjavíkur hafa boðið henni að sýna en þess ber að geta að sýningartíminn er brátt á enda. gun@frettabladid.is Færir sólina og ylinn inn í íslenskt haustveður María Dalberg reynir að endurskapa gullnar strendur Galapagoseyja. Sýningin byggist á vídeómyndum og lesnum prósatexta. Þær ánægjulegu fréttir berast frá Miðstöð íslenskra bókmennta að þrisvar sinnum fleiri íslenskar bækur séu þýddar á erlend mál nú en fyrir tíu árum. Þær virðast vera í sókn um allan heim. Góðir þýðendur eru auðvitað lykilfólk þegar kemur að útbreiðslu bóka á önnur tungumál. Eitt af hlutverkum miðstöðvarinnar er að veita þýðingastyrki og á þessu ári var metfjöldi slíkra úthlutana. Alls fengu 106 styrki til þýðinga íslenskra verka á 31 tungumál. Til samanburðar má geta þess að fyrir tíu árum, árið 2008, var veittur 31 styrkur til þýðinga úr íslensku á 14 tungumál. Tungumálin sem íslensku verkin verða þýdd á, með stuðningi Mið- stöðvar íslenskra bókmennta, eru albanska, amharíska, arabíska, armenska, aserska, búlgarska, danska, enska, finnska, franska, færeyska, georgíska, gríska, hebr- eska, hollenska, ítalska, kínverska, króatíska, lettneska, makedónska, norska, portúgalska, pólska, rúss- neska, spænska, sænska, tékkneska, tyrkneska, ungverska, úkraínska og þýska. Skáldsagan Ör, verðlaunaverk Auðar Övu Ólafsdóttur, hefur þegar verið þýdd á dönsku, sænsku, frönsku, ungversku, norsku, ensku og ítölsku, og er væntanleg á tékknesku, spænsku, portúgölsku, kóresku og tyrknesku. Fyrri bækur Auðar hafa verið þýddar á fjölda tungumála og hún hefur eignast tryggan lesenda- hóp um heim allan, líkt og fjöldi ann- arra íslenskra höfunda. – gun Íslenskar bækur í sókn um allan heim Hér má sjá dæmi um nýlegar þýðingar á íslenskum bókum. Góðir þýðendur eru auðvitað lykilfólk þeGar kemur að útbreiðslu bóka á önnur tunGumál. Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–16 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA ÆSISPENNANDI ÆVINTÝRI Henri og Mía á flótta undan mannræningjum! Þriðja bókin um Henri og íslenska karlalandsliðið í fótbolta eftir met- söluhöfundinn Þorgrím Þráinsson „... hélt mér svo vel vakandi að ég sofnaði ekki fyrr en ég hafði klárað hana.“ GYLFI SIGURÐSSON LANDSLIÐSMAÐUR OG EIN AF SÖGUHETJUNUM (UM HENRI OG HETJURNAR) m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 57F Ö S T U D A g U R 2 3 . n ó v e m B e R 2 0 1 8 2 3 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :5 2 F B 0 9 6 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 7 C -E 2 4 4 2 1 7 C -E 1 0 8 2 1 7 C -D F C C 2 1 7 C -D E 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.