Fréttablaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 75
Myndlistarkonan María Dalberg er
með einkasýningu í sal á efri hæð
Listasafns Reykjavíkur í Hafnar-
húsi. Sýningin ber heitið Suð og er
þriggja rása vídeóinnsetning, ásamt
prósa sem María skrifaði eftir ferð
sína til Galapagoseyja og las inn á
vídeóverkið.
„Þetta var í febrúar og það var
brjálæðislega mikill snjór daginn
sem ég kom heim, eitthvert mesta
fannfergi sem hér hefur sést í mörg
ár. Snjórinn náði upp í mitti. Og
ég sem hafði verið að ganga eftir
gylltum ströndum tveimur dögum
áður. Svo í listaverkinu fór ég að
reyna að endurskapa tilfinninguna
fyrir hitanum, sólinni og birtunni,“
segir María og bætir við: „Þess vegna
kann fólk svo vel að meta verkið. Ég
færi sólina og ylinn inn í íslenskt
haustveður!“
María lauk meistaranámi við
Listaháskólann 2016 og var tekin
inn á Moskvutvíæringinn mánuði
eftir útskrift. Í framhaldi af því segir
hún Listasafn Reykjavíkur hafa
boðið henni að sýna en þess ber að
geta að sýningartíminn er brátt á
enda. gun@frettabladid.is
Færir sólina og ylinn inn í íslenskt haustveður
María Dalberg reynir að endurskapa
gullnar strendur Galapagoseyja. Sýningin byggist á vídeómyndum og lesnum prósatexta.
Þær ánægjulegu fréttir berast frá
Miðstöð íslenskra bókmennta
að þrisvar sinnum fleiri íslenskar
bækur séu þýddar á erlend mál nú
en fyrir tíu árum. Þær virðast vera í
sókn um allan heim.
Góðir þýðendur eru auðvitað
lykilfólk þegar kemur að útbreiðslu
bóka á önnur tungumál. Eitt af
hlutverkum miðstöðvarinnar er
að veita þýðingastyrki og á þessu
ári var metfjöldi slíkra úthlutana.
Alls fengu 106 styrki til þýðinga
íslenskra verka á 31 tungumál. Til
samanburðar má geta þess að fyrir
tíu árum, árið 2008, var veittur 31
styrkur til þýðinga úr íslensku á 14
tungumál.
Tungumálin sem íslensku verkin
verða þýdd á, með stuðningi Mið-
stöðvar íslenskra bókmennta, eru
albanska, amharíska, arabíska,
armenska, aserska, búlgarska,
danska, enska, finnska, franska,
færeyska, georgíska, gríska, hebr-
eska, hollenska, ítalska, kínverska,
króatíska, lettneska, makedónska,
norska, portúgalska, pólska, rúss-
neska, spænska, sænska, tékkneska,
tyrkneska, ungverska, úkraínska og
þýska.
Skáldsagan Ör, verðlaunaverk
Auðar Övu Ólafsdóttur, hefur
þegar verið þýdd á dönsku, sænsku,
frönsku, ungversku, norsku, ensku og
ítölsku, og er væntanleg á tékknesku,
spænsku, portúgölsku, kóresku og
tyrknesku. Fyrri bækur Auðar hafa
verið þýddar á fjölda tungumála og
hún hefur eignast tryggan lesenda-
hóp um heim allan, líkt og fjöldi ann-
arra íslenskra höfunda. – gun
Íslenskar bækur í
sókn um allan heim
Hér má sjá dæmi um nýlegar
þýðingar á íslenskum bókum.
Góðir þýðendur eru
auðvitað lykilfólk
þeGar kemur að útbreiðslu
bóka á önnur tunGumál.
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–16 | www.forlagid.is
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
ÆSISPENNANDI
ÆVINTÝRI
Henri og Mía á flótta
undan mannræningjum!
Þriðja bókin um Henri og íslenska
karlalandsliðið í fótbolta eftir met-
söluhöfundinn Þorgrím Þráinsson
„... hélt mér svo vel vakandi
að ég sofnaði ekki fyrr en
ég hafði klárað hana.“
GYLFI SIGURÐSSON LANDSLIÐSMAÐUR
OG EIN AF SÖGUHETJUNUM
(UM HENRI OG HETJURNAR)
m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 57F Ö S T U D A g U R 2 3 . n ó v e m B e R 2 0 1 8
2
3
-1
1
-2
0
1
8
0
4
:5
2
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
7
C
-E
2
4
4
2
1
7
C
-E
1
0
8
2
1
7
C
-D
F
C
C
2
1
7
C
-D
E
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
9
6
s
_
2
2
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K