Fréttablaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 70
Aðalpersónan í nýrri skáldsögu Bergsveins Birgissonar, Lifandi-lífslækur, er Magnús Árelíus sem seint á 18. öld er sendur sem fulltrúi danskra yfirvalda í Stranda- sýslu til að meta ástand samfélagsins. Dönsk yfirvöld eru að íhuga hvort flytja beri alla vinnufæra Íslendinga til Danmerkur. Magnús Árelíus er inn- blásinn af anda upplýsingarinnar en kynnist annars konar raunveruleika á Ströndum. Bergsveinn, sem býr og starfar í Björgvin í Noregi, var hér á landi á dögunum. Spurður um hina nýju skáldsögu sína segir hann: „Ég hef verið að skoða upplýsingarmanninn í ljósi þess sem er að gerast í dag. Ég fór einfaldlega að hugsa: Hvar byrjaði þetta allt saman að maðurinn fór að horfa á náttúruna sem fyrirbæri sem hann gæti drottnað yfir og ráðsk- ast með að vild. Ég lít svo á að það sé upplýsingarmaðurinn sem búi að baki þeirri blindu skynsemisdýrkun og falsskynsemi sem við búum við í dag og er að smætta líf okkar allra. Rómantíkin reyndi að sporna við og minna á aðrar hliðar, en nú óttast ég mótstöðuleysið. “ Var upplýsingarmaðurinn þá ekki eins upplýstur og hann sjálfur taldi sig vera? „Upplýsingarmaðurinn kom með ný trúarbrögð. Vitanlega stendur hann á bak við mikið af framförum en þær eru nú orðnar svo miklar að þær ógna öllu lífi. Vitanlega er það hér sem hnífurinn stendur í kúnni varðandi loftslagsbreytingar, mengun og hinn óhóflega ágang á höfuðstól jarðar. Maðurinn hefur sigrað allt en um leið er hættan sú að hann tapi mennsku sinni. Þetta langaði mig til að klæða í litla sögu.“ Maður sem trúði á eigin reisn Af hverju valdirðu Strandir sem sögu- svið? „Magnús Árelíus gat farið hvert sem er, en það er visst ofbeldi í farvatninu gagnvart einmitt þessu svæði, og er sem miníatýr af því sem gerist hnatt- rænt. Hvalárvirkjun felur í sér að land- ið er gefið erlendu auðvaldi í nafni skynsemi og aukinnar framleiðslu á bitcoin sem enginn þarf. Gróðinn af rafmagnssölu endar hjá nokkrum ríkum í Kanada. Kalla mætti þetta nútímabirtingu hugarfarsins sem ég var að tala um, og sem ég held að æ fleiri sjái að er „skynsemi“ sem að lokum mun granda öllu lífi. Auk þess er ég ættaður af þessu svæði og þekki ágætlega til þar. Á þessum tíma var þetta svæði mjög einangrað og fornlegt. Ég valdi þennan stað líka vegna þess að þarna var maður sem ég hef lengi verið svag fyrir að setja á bók. Hann hefur lengi heillað mig og lifir enn í munnmælum á Ströndum. Þetta er Hallvarður Halls- son kenndur við Horn þar sem hann ólst upp. Hann var í Skjaldabjarnar- vík árið 1785 þegar Magnús Árelíus fer þarna um. Ég hef lengi velt því fyrir mér af hverju Hallvarður er þessi goð- sögn.“ Hver er ástæðan heldurðu? „Ég get ekki svarað því algjörlega en á þessum mesta niðurlægingar-, harðinda- og kúgunartíma reis hann upp og sýndi engan undirlægjuhátt gagnvart einokun og syndahjali. Hann trúði á sína eigin reisn fremur en það samfélagskerfi sem var þröngvað upp á fólk.“ Af hverju ertu upptekinn af þessari manngerð? „Þrátt fyrir allt babl um frelsi er ég hræddur um að við séum að sigla inn í alræðistíma, þar sem aðrir heimar og aðrar heimsmyndir mega sín lítils. Það á að eyða öðrum lífsháttum og annarri sýn á lífið. Mér finnst þetta alræði hafa komið eins og þjófur að nóttu. Svo erum við læst inni í kúgandi efnahagskerfi, miðstéttin er að hverfa og eftir standa elíta og restin. Það er of lítill efi eða uppreisn gegn þessu. Ætli það sé ekki uppreisnarandinn í Hall- varði sem heillar mig. Þannig mann- eskjur eru til og ég hef þá trú að þær verði alltaf til. Edward Snowden er til dæmis dæmi um mann sem hefur breytt miklu. Ég trúi á þessa mann- gerð.“ Hluti af handverkinu Bókin gerist á 18. öld, lagðirðu mikið á þig til að ná stíl og orðfæri þessa tíma? „Já, ég hef grúskað töluvert í þessum tímum þar sem miðaldahugsunin er að víkja fyrir nýju vísindahugsuninni. Mér finnst það vera hluti af handverk- inu sem ég hef alltaf lagt mikla áherslu á í mínum verkum, að taka sér góðan tíma í slíkt. Þetta var dönskuskotið og latínuskotið mál á þessum tíma og ég reyni að laða fram andblæ þessa í text- anum framan af. Ég hef samt alltaf lagt mig eftir því að skrifa fyrir venjulegt fólk, en um leið finnst mér skemmti- legt ef lesandi vill vera með mér og taka við smá brýningu. Mál og inni- hald verður aldrei aðskilið.“ Hver eru svo næstu verkefni? „Það er eitt og annað. Ég setti skáld- sögu í salt og tók aðra úr salti sem ég er að skoða. Svo er ég að vinna að fræðibók um fyrsta sagnaritara Nor- egs sögu sem var Íslendingur og er algjörlega gleymdur og hét Þormóður Torfason. Það eru fleiri verkefni í far- vatninu. Ég reyni alltaf að vera með nokkur járn í eldinum. Svo finnur maður skyndilega að verk er orðið þroskað í undirvitundinni og þá tekur maður það fram og hamrar úr því ein- hvern hlut.“ Maðurinn hefur sigrað allt Þrátt fyrir allt babl um frelsi er ég hræddur um að við séum að sigla inn í alræðistíma, segir Bergsveinn. FréttaBlaðið/anton Brink Í nýrri skáldsögu Bergsveins Birgis- sonar kynnist maður innblásinn af anda upplýs- ingarinnar raun- veruleikanum á Ströndum. Ég hef Samt alltaf lagt mig eftir þvÍ að Skrifa fyrir venjulegt fólk, en um leið finnSt mÉr Skemmtilegt ef leSandi vill vera með mÉr og taka við Smá Brýningu. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is 2 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U r52 m e n n i n G ∙ F r É T T A b L A ð i ð bækUr Svik HHH H lilja Sigurðardóttir Útgefandi: JPV Fjöldi síðna: 390 Úrsúla hefur um árabil unnið fyrir alþjóðleg hjálparsamtök og er með áfallaastreitu á háu stigi eftir að hafa bæði tekist á við ebólufaraldur og skipulag flóttamannabúða fyrir stríðshrjáða. Hún flytur heim til Íslands til að geta varið meiri tíma með fjölskyldu sinni og þegar sagan Svik hefst hefur hún þegið boð um að verða innanríkisráðherra, ekki kannski alveg það sem læknirinn fyrirskipaði en hún tekur starfinu til að hafa áhrif til góðs. Í kjölfarið fer af stað spennandi atburðarás þar sem fléttast saman nokkrar sögur þar til æsispennandi endapunkti er náð. Lilja Sigurðardóttir vex með hverri bók og hefur gott vald á bæði per- sónusköpun og að spinna spennandi söguþráð sem heldur lesandanum vel. Svik er spennusaga þar sem við fylgjum nokkrum þráðum sem allir koma saman að lokum. Sögusviðið er Reykjavík í samtímanum en sjónar- horn sögupersóna og borgin sem þær búa í eru innbyrðis ólík. Við fylgjumst með daglegu lífi útigangs- manns, ungri konu sem á erfitt með að finna fótfestu í lífinu og býr við fátækt, bílstjóra með drauma og háleit markmið um viðameira og merkingarbærara starfsheiti og svo auðvitað Úrsúlu sjálfri en í gegnum hana fáum við innsýn í daglegt líf stjórnmálamanns. Inn í fléttast svo pólitískar leikfléttur, persónulegir harmleikir og draugar fortíðar. Sögu- tíminn er aðeins tæpar þrjár vikur en mjög viðburðaríkar og spennan magnast smám saman uns hún nær hápunkti undir lokin eins og vera ber í góðri spennusögu. Hliðarsögurnar eru áhugaverðar, ástarævintýri fréttakonunnar og ungu stúlkunnar kannski aðeins of fjarri aðalsögunni en nógu áhuga- vert til að það skemmir ekki fyrir og þá er bílstjórinn einnig athyglisverð persóna sem minnir á persónu líf- varðarins í samnefndum breskum sjónvarpsþáttum um lífvörð sem fenginn er til að gæta kvenráð- herra. Úrsúla sjálf er margbrotin og mannleg, úrvinnsla hennar úr því sem hún hefur orðið vitni að og lýsingarnar á lífinu í ebólufaraldrinum og svo sprengjuregninu í samanburði við þann hversdagsleika sem hún tekst á við heima eru vel gerðar og raunsæjar án þess þó að fara dýpra í hryllinginn en hæfir í spennusögu. Sjónvarpsþættir um líf kvenna í stjórnmálum hafa notið vinsælda, sem dæmi má nefna Borg en og The Bodyguard sem áður var vísað í. Það er ekki erfitt að sjá fyrir sér sjónvarps- þáttaröð sem byggir á þessari bók enda fléttan og persónusköpunin vel til þess fallin að byggja á henni slíkt efni. Síðasta verk Lilju Sig- urðardóttur var þríleikur og það væri ánægjulegt ef Svik væri bara fyrsta bókin um þessar persónur. Brynhildur Björnsdóttir niðUrSTAðA: Vel skrifuð spennu- saga sem heldur lesandanum við efnið með vel uppbyggðri fléttu og áhugaverðum persónum. Svik í Reykjavík menning 2 3 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :5 2 F B 0 9 6 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 7 D -1 8 9 4 2 1 7 D -1 7 5 8 2 1 7 D -1 6 1 C 2 1 7 D -1 4 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.