Fréttablaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 74
Hjörleifur Hjartarson ólst upp á menning-arheimilinu Tjörn í Svarfaðardal og því er fyrsta spurning til hans: Eru allir
skáld sem koma frá Tjörn?
„Neeei, þetta er meira spurning
um að það sé möguleiki að stunda
ritstörf án þess að það sé eitthvað
upphafið. Þegar fólk í kringum mann
er að skrifa er hætta á að maður fari
að líta á það sem eðlilega vinnu.“
Þar sem söguhetjan í nýrri bók
Hjörleifs er fluga giska ég á að hann
hafi ekki setið við skrifborð þegar
hann var að yrkja um Skarphéðin
Dungal. Hvernig varð sú bók til? Var
hann bara úti í móa að skoða flug-
urnar?
„Já, það má segja. Ég held að hug-
myndin hafi kviknað í reiðtúr. Þegar
hestur skítur þá líða ekki nema
nokkrar sekúndur áður en orðið er til
heilt vistkerfi í hrossaskítnum. Dell-
an verður strax þakin gulum flugum
en það undarlega er að maður sér
þessar gulu flugur hvergi á sveimi í
grenndinni. Það er eins og þær bara
kvikni á staðnum.
Þetta varð til þess að ég fór að
velta fyrir mér þessu lífríki. Hvað
veit svona fluga um heiminn? Skyldi
hana gruna hvaðan haugurinn er
kominn? Og hvað vitum við þá,
svona agnarsmá í alheiminum?
Vitum við eitthvað meira en tað-
flugan um eðli alheimsins?
Í fyrra gaf Hjörleifur út bók um
fugla himinsins, sú var sambland
fróðleiks og skemmtunar. Þessi er
það líka. Þó ekki á sama hátt. Það er
létt yfir henni en alvaran kraumar
undir. „Sagan um Skarphéðin
Dungal er ekki beint náttúrufræði
heldur meiri heimspeki. Hún fjallar
meðal annars um hvað við erum öll
agnarsmá og höfum takmarkaða
möguleika á að gera okkur grein
fyrir heildarmyndinni. Það þarf að
minnsta kosti að hafa mikið fyrir því.
Maður verður að fljúga. „Því sá sem
láréttur liggur á grúfu sér ekki neitt
nema næstu þúfu.“ Það veit Skarp-
héðinn.“
Hjörleifur segir söguna um Skarp-
héðin Dungal hafa verið lengi í
smíðum. Mörg ár. „Ég hef verið að
hlaupa í þetta verkefni til hliðar
við ýmislegt annað. Þetta er eins og
krossgáta sem maður sökkvir sér í
öðru hvoru þegar stundir gefast. Ég
kláraði þuluna suður í Marokkó þar
sem við dvöldum yfir jól og áramót
í hitteðfyrra. Ég hef lítið lesið upp
úr bókinni nema bara fyrir konuna
mína. En þetta er eins og með fleira
sem ég hef fengist við, ég held að ég sé
að skrifa fyrir fullorðna en svo reynist
það vera barnabók. Fuglar er þó fyrir
allan aldur og þessi er sams konar.
Hún er fyrir fullorðna og börnin
þeirra.“
Eins og í fuglabókinni er það Rán
Flygenring sem á heiðurinn af mynd-
skreytingum. „Ég var svo heppinn
að kynnast henni Rán, hef átt með
henni gott samstarf og ekki síður
stelpunum í Angústúru og þeim í
Stúdíó stúdíó sem annast bókar-
hönnunina. Þau eru öll frábærlega
flink eins og sést á bókinni,“ segir
Hjörleifur sem er staddur í Reykja-
víkurakademíunni við Þórunnartún
þegar viðtalið fer fram, þó lögheimil-
ið sé að Laugasteini í Svarfaðardal þar
sem hann gefur út héraðsfréttablaðið
Norðurslóð. „Við hjónin búum fyrir
norðan til jafns við Reykjavík núna,“
segir Hjörleifur „Við erum farfuglar.“
Sá sem láréttur liggur á grúfu …
Sagan um Skarphéðin Dungal – sem setti fram nýjar kenningar um eðli alheimsins – er bók í bundnu máli
eftir Hjörleif Hjartarson, skemmtikraft og skáld. Hann segir hana skrifaða fyrir fullorðna og börn þeirra.
Hjörleifur segir hugmyndina að þulunni um Skarphéðin Dungal hafa kviknað í reiðtúr. Fréttablaðið/anton brink
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
2 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U r56 m e n n i n G ∙ F r É T T A b L A ð i ð
2
3
-1
1
-2
0
1
8
0
4
:5
2
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
7
C
-F
1
1
4
2
1
7
C
-E
F
D
8
2
1
7
C
-E
E
9
C
2
1
7
C
-E
D
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
9
6
s
_
2
2
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K