Fréttablaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 48
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn 50% afsláttur af lántökugjaldi við fjármögnun vistvænna bíla Ekkert lántökugjald við fjármögnun rafbíla Viðskiptavinir Landsbankans greiða ekkert lántökugjald við fjármögnun rafbíla og fá 50% afslátt af lántökugjaldi við fjármögnun bíla sem skil greindir eru sem vistvænir. Nánari upplýsingar á landsbankinn.is/bilalan. Lægra lántökugjald við kaup á vistvænum bílum Alþjóða orkumálastofnunin birti nýlega áætlun sína yfir orkuþörf heimsins næsta árið og þar er gert ráð fyrir meiri notkun endurnýjanlegrar orku í framtíðinni en gert var ráð fyrir í fyrra, en þá var spáð meiri notkun en árið 2016. Stofnunin spáir því líka að eftirspurnin eftir olíu fyrir bíla nái hámarki á þarnæsta ári og falli eftir það. Fjallað var um skýrsluna á vef Bloomberg. Eftirspurnin eftir olíu fyrir bíla er ekki bara að fara að minnka vegna rafbílavæðingar, heldur hefur það líka mikil áhrif að bílar verða sífellt skilvirkari í nýtingu eldsneytis. Þetta þýðir þó ekki að eftir- spurn eftir olíu minnki heilt yfir, því framleiðsla á efnum sem eru unnin úr jarðolíu, trukkar, flug- vélar og skip munu sjá til þess að eftirspurnin haldi áfram að aukast. Eftirspurnin eftir olíu fyrir bíla hefur þegar minnkað veru- lega á ákveðnum mörkuðum og svæðum. Mjög víða eru strætis- vagnar til að mynda orðnir raf- knúnir, sem hefur haft mikið að segja. Í Evrópu er eftirspurnin líka að minnka almennt. Nýjustu tölur frá Þýskalandi sýna til dæmis að eftirspurn eftir dísilolíu hefur minnkað um 9% á fyrri helmingi þessa árs og talið er að umhverfis- vænar lagabreytingar eigi eftir að minnka hana enn frekar. Á Ítalíu hefur eftirspurn eftir bensíni líka minnkað um næstum helming síðan árið 2005. Áhrif rafbíla á þessa eftirspurn munu bara aukast á næstu árum. Notkun bíla getur breyst hratt vegna breytinga á menningu og hegðun fólks og ef fólk vill vera grænt kaupir það umhverfisvæna bíla. Þetta sést til dæmis á því að salan í Banda- ríkjunum á þessu ári á Model 3 bílnum frá Tesla er meiri en salan á ódýrustu útgáfunum af Audi, BMW og Mercedes-Benz saman- lagt. Notkun bíla getur líka breyst hratt vegna lagasetningar. Það sést til dæmis vel í Kína. Frá og með næsta janúar verða allir bílaframleiðendur í landinu að standast lágmarkskröfur varðandi raf-, tvinn- og rafhlöðuknúna bíla. Kína er stærsti bílamarkaður heims, þannig að litlar breytingar á eftirspurn þar geta haft mikil áhrif á eftirspurnina eftir olíu. Ef þessir kínversku bílar njóta velgengni utan heimalandsins gæti það svo haft enn meiri áhrif á eftirspurnina. Sum lönd og ríki ætla jafnvel að banna bensín- og dísilbíla alveg. Til dæmis ætla Spánn og kanad- íska fylkið Breska-Kólumbía að banna þá alla frá árinu 2040. Eftirspurn eftir olíu að minnka Rafbílavæðingin er að minnka eftirspurn eftir olíu fyrir bíla hraðar en búist við. Áætlað er að hún nái hámarki árið 2020 og minnki eftir það. Víða stendur jafnvel til að banna sölu bensín- og dísilbíla. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Alþjóða orkumálastofnunin spáir því að eftirspurnin eftir olíu fyrir bíla nái hámarki árið 2020 og fari svo minnkandi eftir það. NORDICPHOTOS/GETTY Rafbílar eru mikið notaðir í Kína og notkun þeirra mun að líkindum aukast vegna lagabreytinga þar í landi. Þessi mynd er frá borginni Taiyuan, sem var fyrsta borgin til að rafvæða allan leigubílaflotann. NORDICPHOTOS/GETTY 4 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . N óv E m B E R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RvISTvæN öKuTæKI 2 3 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :5 2 F B 0 9 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 7 D -3 6 3 4 2 1 7 D -3 4 F 8 2 1 7 D -3 3 B C 2 1 7 D -3 2 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.