Fréttablaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 18
Jafnréttismál „Ég fjalla um ábyrgð karla í breyttum heimi og hvet þá til að endurskoða viðhorf sín til fem- ínisma,“ segir Magnús Orri Schram sem situr í stjórn UN Women. Hann hefur flutt fræðslufyrirlestra um jafnréttismál, Metoo-byltinguna og aðstöðumun karla og kvenna í samfélaginu. „Fyrsta erindið hélt ég fyrir rúmu ári hjá Síldarvinnslunni í Neskaup- stað,“ segir Magnús. Starfsmenn fyr- irtækisins tóku niður nektardagatöl á vinnusvæði sínu eftir fræðslufyrir- lesturinn. „Síðan þá hef ég farið í um þrjá- tíu fyrirtæki, haldið erindi á íbúa- fundum og því um líkt.“ Magnús segist fá góð viðbrögð frá körlum sem hann ræðir við. „Ég er karlmaður að veita innsýn í jafn- réttismál. Þegar miðaldra karl í for- réttindastöðu talar, þá fær hann allt önnur viðbrögð en þegar kona talar um sama efni,“ segir Magnús Orri og segist telja mikilvægt að setja karl- menn betur inn í stöðu kvenna. Fá þá til að skilja betur veruleika þeirra út frá þeirra sjónarhóli. Um hvað snýst Metoo-byltingin í þínum huga? „Metoo-byltingin snýst um það að konur setja jafnréttismálin á dag- skrá og lýsa því yfir að þær ætli ekki að búa við þennan veruleika lengur. Við höfum eftirlátið stelpunum að tala um þessi mál hingað til. En nú er kominn tími til að við stígum inn í umræðuna,“ segir Magnús Orri. Hann segir umræðuna oft erfiða og tilfinningaþrungna. „Við heyrum í hverri Metoo-sögunni á eftir ann- arri af körlum sem eru gerendur. Margir karlmenn fara í vörn og hugsa með sér: Nú, já, við erum allir vondir? En ég minni þá á að það eru hlutfallslega fáir karlar sem hegða sér svona gagnvart konum. En við erum hins vegar allir sekir um að taka þátt í karllægri menningu. Það sem skiptir máli er að horfa fram á veginn og gera betur. Og vera með- vitaðir um það að í dag þá búum við í öðrum veruleika, þar sem ríkja önnur gildi og annar húmor,“ segir hann og segir mjög algengt að karlar bregðist við með því að segjast vera jafnréttissinnar. „Algengasta varnarviðbragðið er: Ég er jafnréttissinni. Ég á dætur. Og þá að Ísland sé framarlega í jafnrétt- isbaráttu á heimsvísu. En þá fer ég bara í gegnum þetta hægt og rólega. Hvernig það eru gerðar allt aðrar kröfur til karla en kvenna. Og undir- strika að við karlar verðum að gerast femínistar. Það er ekki nóg að vera jafn- réttissinni. Ég eyði mesta púðrinu í að fá karla til að skilja að það er ekki bara hægt að segja við konur: Komið bara, sækið um störfin. Því mælikvarðinn sem við höfum alist upp við er skakkur. Við leggjum upp úr gildum sem horfa frekar til styrk- leika stráka en stelpna. Við metum karllæga eiginleika frekar til verð- leika,“ segir Magnús Orri sem styðst við ýmsar staðreyndir máli sínu til stuðnings. „Ég nefni ýmis dæmi til að auka skilninginn. Til dæmis úr bíó- myndum, þar sem 80-90% þeirra eru skrifaðar og er leikstýrt af körl- um og snúast um veruleika þeirra. Konur eru oft hlutgerðar í sínum hlutverkum og í samtölum í kvik- myndum er umtalsefnið oft karlar. Við erum að ala börnin okkar upp í þessum veruleika og þess vegna er það ekki afsökun að segjast vera jafnréttissinni og þú eigir dætur. Þú verður að gerast femínisti ef þú vilt í alvöru stuðla að breytingum fyrir þær.“ kristjana@frettabladid.is Við karlar verðum að gerast femínistar Magnús Orri Schram talar við karla um femínisma. Fréttablaðið/SteFán Magnús Orri Schram hefur haldið fræðslu­ erindi í meira en þrjátíu fyrirtækjum um femín­ isma. „Það er ekki nóg að vera jafnréttissinni,“ leggur hann áherslu á. 80-90% þeirra eru skrifaðar og er leikstýrt af körlum og snúast um veruleika þeirra. Konur eru oft hlutgerðar í sínum hlutverkum og í samtölum í kvikmyndum er umtalsefnið oft karlar. Við erum að ala börnin okkar upp í þessum veruleika og þess vegna er það ekki afsökun að segjast vera jafnréttissinni og þú eigir dætur. HANN HORFIR, SKYNJAR OG BREGST VIÐ EyeSight öryggiskerfið er eitt það fullkomnasta sem völ er á. Það tengir saman tvær myndavélar sem staðsettar eru innan við framrúðuna. Myndavélarnar senda litmyndir í þrívídd til tölvu sem kennt hefur verið að bera kennsl á lögun hluta, greina hraða og fjarlægðir með næstum sömu nákvæmni og mannsaugað býr yfir. EyeSight kerfið gerir einnig greinarmun á gangandi vegfarendum, reiðhjólum, mótorhjólum og bílum auk þess að skynja hemlaljós svo eitthvað sé nefnt. Subaru Outback Premium, sjálfskiptur. Verð frá: 5.890.000 kr. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 E N N E M M / S ÍA / N M 9 0 7 1 5 S u b a ru O u t b a c k 5 x 2 0 n ó vNÝR OG GLÆSILEGUR SUBARU OUTBACK 2 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 f Ö s t U D a G U r16 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 3 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :5 2 F B 0 9 6 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 7 C -E 7 3 4 2 1 7 C -E 5 F 8 2 1 7 C -E 4 B C 2 1 7 C -E 3 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.