Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Qupperneq 4
4 20. júlí 2018FRÉTTIR H allgrímur Birkisson er þekktur hestamaður. Hann hefur um árabil verið einn öflugasti sölumaður hrossa á Suðurlandi þar sem hann hef- ur selt allt frá ungum og efni- legum hrossum upp í kynbóta- hross í fremstu röð. Þá hefur Hallgrímur haft ungar stúlkur til að aðstoða hann við tamn- ingar. Nú hefur Hallgrímur verið ákærður fyrir nauðgun, og það í annað sinn. Hallgrímur var 35 ára þegar hann var kærð- ur, árið 2005, grunaður um að nauðga 15 ára stúlku. Stúlka um tvítugt lagði nýverið fram kæru og sakaði Hallgrím um grófa nauðgun. Hefur héraðssak- sóknari ákært Hallgrím. Í sam- tali við DV kveðst Hall grímur saklaus af báðum ákærum. Fyrst ákærður í Bretlandi Hallgrímur er öllum hestamönnum kunnur eins og segir á vef Hestafrétta en hann hefur stundað hestamennsku frá barnæsku. Ungur að árum byggði hann upp hrossaræktarbú, reiðhöll og tamningastöð. Hann er með landsdómararéttindi og þrátt fyrir kæru og svo ákæru hef- ur hann ekki slegið slöku við og mætti á síðasta landsmót hesta- manna. Hallgrímur heldur úti síð- unni foli.is en hann hefur selt ótal hross bæði innanlands og utan. Hefur Hallgrímur verið fastagestur á síðum blaða og tímarita í tengsl- um við hestamennskuna. Þá hefur Hallgrímur vegna starfsins einnig ferðast út fyrir landsteinana. Það var þá sem Hallgrímur var fyrst ákærður fyrir nauðgun. Í frétt DV árið 2005 sagði: „Hallgrímur er ákærður fyrir að nauðga 15 ára breskri stelpu í bæn- um Hookwood í Bretlandi. Þetta á að hafa gerst þann 31. maí á þessu ári. Hallgrímur er giftur maður og á eitt barn með konu sinni. Hann býr á Íslandi en er með annan fót- inn í Hookwood, þar sem nauðg- unin á að hafa átt sér stað.“ Hallgrími var sleppt gegn tryggingu. Verjandi Hallgríms var lögmaður að nafni David For- syth. Sagði hann að Hallgrímur viðurkenndi að hafa stundað kyn- líf með stúlkunni en ekki vitað að hún væri 15 ára gömul. Einnig hélt hann fram að stúlkan hefði sam- þykkt að fara með honum í rúm- ið. Stúlkan hélt hins vegar fram að um nauðgun hefði verið að ræða. Í DV á þessum tíma kom aldrei fram hvort Hallgrímur hefði hlotið dóm vegna málsins. Í samtali við DV öllum þessum árum síðar kveðst hann hafa verið sýknaður. Grunaður um hrottalega nauðgun á Íslandi Héraðssaksóknari hefur nú ákært Hallgrím fyrir nauðgun sem á að hafa átt sér stað í febrúar 2017, en stúlkan sem málið varðar var starfs- maður Hallgríms. Er Hallgrími gef- ið að sök að hafa beitt ungu konuna ofbeldi og nauðgað henni. Hann er sakaður um að hafa komið aftan að stúlkunni, slegið að hana í rassinn og káfað á kynfærum hennar innan klæða. Þá er Hallgrímur sakaður um að hafa girt niður um hana, hent henni niður á fjóra fætur, snúið henni á bakið og svo nauðgað henni. Sam- kvæmt ákæru reyndi unga konan að stöðva hann, bæði með að grátbiðja hann að hætta, með því að segja nei og berjast gegn meintu ofbeldi Hall- gríms. Í ákæru kemur fram að kon- an hafi hlotið marbletti og eymsli á kynfærum vegna árásarinnar sem hann er grunaður um að hafa beitt hana. DV reyndi ítrekað að ná tali af Hallgrími og þegar loks náðist í hann var hann tregur til að tjá sig um málið. „Ég er saklaus af því, það er al- veg á tæru.“ Þú varst til umfjöll- unar í DV fyrir margt löngu út af öðru máli þar sem þú varst sak- aður um að nauðga 15 ára stúlku í Bretlandi? Hvernig fór það mál? „Ég var algjörlega saklaus af því máli og sýknaður af þeirri kæru.“ Aðspurður hvort hann vildi tjá sig frekar um hið meinta hrotta- lega ofbeldi sem hann er sakaður um, sagði Hallgrímur að hann vildi það „helst ekki.“ Hann ætti lítil börn og vildi helst fá niður- stöðu í málið áður en hann tjáði sig frekar við fjölmiðla. Héraðsaksóknari telur fram- burð hinnar ungu konu trúverð- ugan og gaf eins og áður segir út ákæru á hendur Hallgrími. Má búast við að málið verði tekið fyrir í september. n Það er staðreynd að … Fílar eru einu skepnurnar sem geta ekki hoppað. Jarðhnetur eru ekki hnetur, heldur baunir. Bragðlaukar fiðrilda eru á fótum þeirra. Ekta perlur leysast upp þegar þær eru settar í edik. Maður þjáist af dentrofóbíu ef manni er illa við að vera nálægt trjám eða er dauðhræddur við þau. Gylfaflöt 6 - 8 LOKUM 20. JÚLÍ HLÖKKUM TIL AÐ TAKA Á MÓTI YKKUR 14. ÁGÚST AÐ GYLFAFLÖT 6-8 VEGNA FLUTNINGA LANDSÞEKKTUR HESTA- MAÐUR ÁKÆRÐUR FYRIR NAUÐGUN Í ANNAÐ SINN n Hallgrímur fyrst ákærður í Bretlandi n Öllum hestamönnum kunnur n Stúlkan ung og starfsmaður hans „Ég er saklaus Hjálmar Friðriksson Kristjón Kormákur Guðjónsson hjalmar@dv.is / kristjon@dv.is Hallgrímur er landsþekktur hestamaður sem hefur stundað íþróttina frá barnæsku. Hallgrímur var á forsíðu DV haustið 2005. Kvaðst hann saklaus en sagðist hafa stundað kynlíf með stúlkunni en sagðist ek ki hafa vitað hversu gömul hún væri. Hver er hann n Hann er fæddur 9. desember 1984. n Veturinn 2016 var hann tilnefndur til þrennra Edduverð- launa. n Haustið 2017 hlaut hann titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur fyrir afrek á sviði menntamála. n Hann elskar risaeðlur. n Hann á von á sínu fyrsta barni í ágúst. SVAR: ÆVAR ÞÓR BENEDIKTSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.