Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Side 33
KYNNING
A.HANSEN:
Gæðastundir í einu elsta húsi
Hafnarfjarðar
Silbene Dias er frá Brasilíu en hefur búið á Íslandi í 14 ár. Hún hefur starfað
ötullega í veitingageiranum hér
og var meðal annars yfirkokkur
á 1919 Restaurant Radison
Blue auk þess að reka um tíma
veitingastaðinn Brasilíu við
Skólavörðustíg. Enn fremur var
Silbene yfirkokkur á Silica Hotel
hjá Bláa lóninu. Fyrir nokkrum
mánuðum tók Silbene við
rekstri veitingastaðarins A.
Hansen í Hafnarfirði. Þar er
hún að gera áhugaverðar
breytingar auk þess að halda í
það góða sem staðurinn hefur
boðið upp á.
„Þetta er yfir 100 ára
gamalt hús og mikilvægt að
viðhalda upprunalegu útliti
þess. En við höfum endurnýjað
salernin og breytt barnum
á efri hæðinni. Við höfum
breytt barnum á efri hæðinni
og almennt gert umhverfið
huggulegra,“ segir Silbene.
Framúrskarandi hlaðborð á
aðeins 1.700 krónur
A. Hansen er til húsa að
Vesturgötu 4 í Hafnarfirði,
í hjarta þessa fallega
miðbæjar, og húsið fellur afar
vel inn í umhverfið. Staðurinn
er opnaður kl. 12 virka daga
með hádegishlaðborði sem
stendur til 14. Hlaðborðið er
ríkulegt og fjölbreytt: „Við
erum alltaf með fimm kjötrétti
og einn fiskrétt. Bjóðum meðal
annars upp á lambakótelettur,
hrossafillet og nautkjöt. Síðan
eru það kartöflur, grænmeti
og pastaréttir,“ segir Silbene,
en þetta girnilega hlaðborð
er á afar vingjarnlegu verði,
aðeins 1.700 kr.
Steikarkvöld sem ekki
gleymast
Staðnum er síðan lokað
kl. 14 á daginn og hann
opnaður aftur kl. 18
og er opið til 22.
Hann er jafnframt
opinn um helgar
á þeim tíma. Mikil
fjölbreytni einkennir
kvöldverðarseðilinn
en segja má
að steik sé
gegnumgangandi
þema. Ein helsta
sérstaða staðarins er
hinn magnaði kjötréttur
Spethús Churrasco sem
inniheldur sex tegundir af
kjöti: lambafillet, hrossafillet,
rifjasteik, kjúkling, svínakjöt og
fína pylsu. Kjötið er grillað og
kryddað með kryddi sem gefa
því sérstaklega gott bragð.
Nautasteik, grillaður
kjúklingur, hrossasteik, steiktur
þorskur og svínarif eru einnig
vinsælir réttir á kvöldseðlinum.
Verðið er hagstætt á þessum
krásum eins og nánar má sjá
á matseðlinum á vefsíðunni
ahansen.is.
Léttari réttir eru líka
mjög áhugaverðir, til dæmis
heimagerður Hansen-borgari,
humarsamloka, grilluð
nautasamloka og margt fleira.
Að sögn Silbene er
gestahópurinn á A. Hansen
fjölbreyttur en erlendir
ferðamenn sækja staðinn í
bland við Íslendinga. Silbene
telur þó að heimafólk í
Hafnarfirði sé í meirihluta.
Sjá nánar á vefsíðunni
ahansen.is og Facebook-
síðunni A.Hansen.