Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Qupperneq 34
34 FÓLK - VIÐTAL 20. júlí 2018 Snæbjörn Ragnarsson er meðlimur í tveimur af vinsælustu hljómsveitum landsins, Skálmöld og Ljótu hálfvitunum. Að auki er hann tveggja barna faðir sem vinnur á auglýsingastofu frá klukkan 9 til 17 á milli þess sem hann sinnir rokkstjörnuhlutverkinu í hjáverkum. Snæbjörn, sem er aldrei kallaður annað en Bibbi, settist niður með Kristni H. Guðnasyni, blaðamanni DV, og ræddi æskuna, drauminn um Ólympíuleikana, hljómsveitalífið og sjálfsvígið sem hafði gríðarleg áhrif á líf hans. B ibbi er uppalinn á Laug- um í Reykjadal þar sem for- eldrar hans störfuðu báð- ir sem kennarar. „Það halda margir að ég og allt mitt fólk sé frá þessum slóðum en það er ekki rétt. Mamma er frá Reykjavík og pabbi er ofan af Skaga. Ég er bara fædd- ur á Landspítalanum,“ segir hann. Foreldrum hans bauðst að taka við kennarastörfum á Laugum á Reykjadal þegar Bibbi var eins árs gamall og þangað flutti fjölskyldan. „Það var stórkostlegt að alast upp á þessum slóðum og upplifa al- gjört frelsi. Ég er nýkomin úr ferða- lagi þar sem ég var að sýna glænýju börnunum mínum æskuslóðirnar. Ég var búinn að gleyma hvað þetta er geggjað umhverfi,“ segir Bibbi. Að hans sögn var hann fyrirmyndarbarn í alla staði. „Það er eitthvað sem ég hef alltaf fengið að heyra frá foreldrum mínum og öðrum. Að ég hafi verið ljúfur, hlýðinn og aldrei verið með neitt vesen. Ég held samt að það sé bara einhver fölnuð minning því Baldur bróðir [sem er sex árum yngri og gítarleikari Skálmaldar, innsk. blm.] var svo sturlaður,“ segir Bibbi og hlær. Hann segist hafa fengið frábært uppeldi sem þó var frekar strangt. „Það var talsvert um boð og bönn en það var aldrei nein ósanngirni falin í því. Ég er þakklátur fyrir hvernig ég var alinn upp.“ Besti vinurinn var versti óvinurinn Hann segist hafa átt afar auðvelt með nám og naut sín vel á Laugum. Það breyttist þó þegar hann flutti til Húsavíkur að loknum barna- skóla. „Þar rakst ég í raun á vegg fé- lagslega. Ég hafði alltaf verið mjög sterkur á því sviði og leitaði því strax til þeirra sem drottnuðu efst á félagslega pýramídanum. Sá hópur lagðist eiginlega á mig og hélt mér í raun markvisst niðri. Það var dag- legt bögg og stríðni, til dæmis ef það var haldið partí þá fékk ég vit- laust heimilisfang til að byrja með. Allt í einu var ég orðinn trúðurinn og upplifði reglulega mikla niður- lægingu,“ segir Bibbi. Hann segist hafa reynt að bera sig vel á þessum árum en þessi upplifun hafi tek- ið sinn toll. „Ég kveið fyrir því að fara í skólann á þessum árum og þetta hafði mikil áhrif á mig. Ég var eigin lega langt fram á unglingsár að jafna mig á þessu,“ segir Bibbi. Svo einkennilega vill til að einstaklingar sem eru nánir vinir hans í dag og jafnvel í sömu hljómsveit gengu harðast fram í þessari hegðun. „Besti vinur minn var í raun versti óvinur minn á þessum árum. Við erum samt löngu búnir að ræða þennan tíma opinskátt og hreinsa allt út,“ segir Bibbi og brosir. Ætlaði á Ólympíuleikana Auk þess að eiga létt með að læra var Bibbi á kafi í frjálsum íþróttum á sínum yngri árum og var afreksmaður á því sviði. „Ég lagði mikið á mig og ætlaði mér að gera það vel. Ég var aðallega í spretthlaupum og langstökki og þótti góður. Ég var í unglingalandsliðinu og meðal annars í hópi sem átti að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í Sydney árið 2020,“ segir Bibbi. Hann valdi þó að feta aðrar brautir en hlaupabrautina. Á nokkrum árum fjaraði undan náminu og íþróttunum. „Þetta gerðist í raun á svipuðum tíma, þegar ég er um átján ára gamall. Ég hafði glímt við ítrekuð meiðsli og í eitt skipti þegar ég átti að hvíla í enn eitt skiptið í þrjá mánuði þá ákvað ég að hætta þessu. Hnén á mér þoldu í rauninni ekki þetta álag og ég gat því ekki réttlætt að halda þessu áfram. Það var í raun mikill léttir og ég hef aldrei séð eftir því að leggja hlaupaskóna á hilluna,“ segir Bibbi. Hætti öllu og fór að reykja og drekka Eftir aðeins 18 mánaða dvöl í framhaldsskóla ákvað hann síðan að hætta í námi. „Ég var einhvern veginn búinn að fá þá flugu í höfuðið að ég gæti ekki lært. Þetta hafði alltaf verið svo auðvelt en skyndilega rakst ég á vegg og þurfti að taka upp bækurnar og byrja að leggja hart að mér. Ég var ekki tilbúinn til þess og ákvað því að „Ég var viss um að enginn mundi nenna að hlusta á þungarokk“ n Sjálfsvíg kærustunnar hafði gríðarleg áhrif n Stefndi á Ólympíuleikana í frjálsum íþróttum Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.