Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Qupperneq 46
46 20. júlí 2018 Tímavélin Gamla auglýsinginVísir 17. júní 1918 Þriggja flokka stálílát 60 L Græna tunnanTroðslugrind á hjólum ERTU AÐ FLOKKA EÐA PLOKKA ? Farðu inn á www.igf.is og komdu flokkunarmálunum í lag „Sól tér sortna, sígur fold í mar, hverfa af himni heiðar stjörnur. geisar eimi við aldurnara leikur hár hiti við himin sjálfan.“ Þessari heimsendalýsingu úr Völuspá hefur kannski skotið upp í huga einhverra þegar eldgos, sem kennt er við Skaftárelda, hófst í júní 1873. Eftir mikla jarðskjálfta- hrinu hófst eldgosið þann 8. júní og stóð fram í febrúar 1784. Þetta er eitt mesta gos Íslandssögunn- ar og raunar sögu mannkyns og hafði mikil áhrif á land og þjóð og móðuharðindin svokölluðu, sem fylgdu gosinu, stráfelldu lands- menn en þau eru líklegast mestu harðindi sem hafa dunið yfir þjóð- ina frá upphafi byggðar. Um 600 ferkílómetrar lands fóru undir hraun í gosinu. En getur verið að Skaftáreldar hafi haft áhrif langt út fyrir landsteinana? Vitað er að þeir höfðu áhrif á veðurfar og þar af leiðandi uppskeru víða um heim. En hvað með þróun vestrænna þjóðfélaga, komu Skaftáreldar þar við sögu? Aska, flúorsambönd og brennisteinsagnir bárust meðal annars til Noregs, Hollands, Bret- landseyja, Frakklands, Þýska- lands, Ítalíu, Spánar, Norður- Ameríku og jafnvel Egyptalands. Askan og brennisteinsagnirnar mynduðu þoku sem hafði mik- il áhrif. Skip urðu að liggja í höfn því sjófarendur sáu ekki nægi- lega langt frá sér og því var lítið sem ekkert hægt að stunda fisk- veiðar hér við land. Uppskera brast vegna öskufalls og óvenju- lega heits sumars. Skepnur drápust unnvörpum vegna flúor- eitrunar og skorts á æti. Þessu fylgdi hungursneyð hér á landi frá 1783 til 1786. Vetur voru harð- ir og sumur köld og vætusöm. Ekki bætti úr skák að bólusótt barst til landsins haustið 1785. Þegar mannfjöldatölur eru skoð- aðar sést að um mitt ár 1783 voru landsmenn 48.810 en þremur árum síðar voru þeir 38.973. Þeim hafði sem sagt fækkað um 10.000 á þremur árum eða um fimmtung. Ýmislegt er að finna um þetta í samtímaheimildum, til dæmis skrifaði Benjamin Franklin, S éra Jón Steingrímsson er frægur í íslenskri sögu sem eldklerkurinn. Þegar Skaftár eldar stóðu sem hæst þótti samtímamönnum hans augljóst að hann hefði stöðvað hraunflaum að kirkjunni á Klaustri með prédikun sinni eða eldmessu eins og því er lýst í heimildum og það hafi bjargað kirkjunni. Þá eru lýsingar Jóns á eldunum, og síð- an móðuharðindunum í kjölfarið, einstæðar. Jón orti líka kvæði um hörmungar og kallaði Angurvöku. Af eiðum að oss sendi eld, sem hingað vendi, fjórtán bæi upp brenndi og blómleg undirlendi, ákaft áfram renndi, eftir skildi hraun og sker. Herrann Jesús hjálpi mér. Býsn sú biðja kenndi og betur Guði hlýða. Sendi oss drottinn sigurinn fríða. Rauð varð sólin sæla, sands féll yfir pæla, brennisteins vatn og bræla, bliknaði fold og dæla, skepnur veina og væla, villtar dóu þar og hér. Herrann Jesús hjálpi mér, Soddan sorgargæla sáran jók oss kvíða. Sendi oss drottinn sigurinn fríða. Bifuðust björg og grundir, brenndust skógalundir, glossuðu glumra fundir, gjörvalt skalf þá undir, þrumaði í þessar mundir, það voru stórar ógnaner. Herrann Jesús hjálpi mér. Ó, hvað um þær stundir aumleg varð hún Síða! Sendi oss drottinn sigurinn fríða. Um sumarið sjaldan sáum sól fyrir mökkum háum, með ódaun ofurþráum, askan sat á stráum, frá sagt varla fáum, hvað fjölguðu ýmsar mannrauner. Herrann Jesús hjálpi mér. Eldurinn aurnum gráum yfir oss gerði hýða. Sendi oss drottinn sigurinn fríða. Sumarið sjaldan sáum Sumarið sjaldan sáum Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is Skaftáreldar 1783–1784 Voru þeir örlagavaldur í þróun vestrænna samfélaga? n Móðuharðindin fylgdu gosinu, landsmenn stráféllu n Höfðu áhrif á veðurfar og uppskeru víða um heim n Kröftugir stormar og haglél í Evrópu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.