Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Síða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2018, Síða 49
LÍFSSTÍLL 4920. júlí 2018 n Samhugur og samstaða er styrkur í sorginni n Minningarsjóður: „Ég á bara eitt líf“ n „Við verðum að læra að lifa með sorginni, hvernig sem við gerum það“ HÁLF TAFLA SKILDI MILLI LÍFS OG DAUÐA EINARS DARRA Ekkert gaf til kynna að Einar væri að misnota lyfseðilsskyld lyf Aðspurð segja þau að ekkert hafi gefið til kynna að Einar væri væri að misnota lyfseðilsskyld lyf, hvað þá jafn mikið og síð- ustu tvær vikurnar í lífi hans, líkt og síðar kom í ljós. Hann var að klára annað ár í Fjölbraut á Akra- nesi og stundaði vinnu. „Það er allt öðruvísi neyslumynstur í dag, hann kom heim og það sást ekkert á honum, það var engin breyting á hegðun hans, krakkar eru farin að stjórna neyslunni þannig að lítið ber á henni heima,“ segir Óskar. „Einar var að vinna til klukkan ellefu kvöldið áður en hann dó. Það er mikil- vægt að foreldrar geri sér grein fyrir að misnotkun á þessum lyfjum getur farið undir radarinn. Við viljum vinna forvarnarstarfið á faglegum nótum og erum með gott fólk með okkur, við höfum sjálf hvorki reynslu né þekkingu á slíkri vinnu,“ segir Óskar. „Einar var litli bróðir minn, þroskaður miðað við aldur og besti vinur minn þrátt fyrir aldursmuninn. Hann fór í rækt- ina daglega, hafði alltaf tíma fyrir vinina, alltaf tíma fyrir fjöl- skylduna,“ segir Aníta. „Vikuna áður en hann dó var ég mikið heima og við horfðum mikið á myndir saman. Það var allt mjög eðlilegt, hann talaði við okkur, hann var mjög opinn. Hann var haldinn heilsukvíða og mjög opinn um það, hann talaði bara endalaust, maður sá ekk- ert breytast.“ Þau segja bæði að þegar þau hugsi til baka þá sé ekkert sem gaf til kynna hvenær hann byrjaði að neyta lyfjanna. „Hann var tekinn fyrr á árinu á bíl og þá mældist kókaín í blóði hans. Eftir það var hann undir eftirliti hjá Báru, móður hans, teknar þvagprufur og slíkt og ekkert kom þar fram. Mér skilst að það sé ekki hægt að greina töflurnar í slíkum þvagprufum, þannig að hann fór í gegnum þær allar,“ segir Óskar. „Eins og kem- ur fram í símanum hans þá virð- ist misnotkunin á þessum efnum hafa aukist síðustu tvær vikurnar í lífi hans og hann talar um frá- hvarfseinkenni sem eru víst mjög öflug,“ bætir Óskar við. „Ég var mikið með honum þessar tvær vikur og get ekki sagt að ég hafi séð neitt á honum. Hann var mikið með okkur, var í prófum í skólanum, gekk mjög vel og var að vinna þannig að þetta var mikið áfall,“ segir Aníta. „Þetta er líka forvitni, það er mikið talað um þessi lyf í tón- listinni sem krakkar hlusta á. Kannski er ég ekki svona forvitin, en hann heyrði eitthvert lag sem fjallaði um lyf og þurfti þá að vita allt um lyfið, síðan hefur forvitn- in náð tökum á honum og hann ákveðið að prófa,“ segir Aníta. „Hann var sjálfur í tónlist og var að semja tónlist og texta sem fjalla um þessi lyf. Maður var grandalaus um það og hélt að þetta myndi eldast af honum,“ segir Óskar. „Ég spurði hann hvort hann væri að syngja um sannleikann, hvort hann hugs- aði svona í alvöru, en hann neit- aði því, sagði að þetta væri í tísku og bara eitthvað sem strákar væru að syngja um í dag. Þetta er forvitni, fikt, fíkn. Við vitum ekki hvort hann hefði náð að snúa við blaðinu, hann fékk aldrei tæki- færi til þess,“ segir Aníta. Óskar segir það mestu ógnina við neyslu lyfjanna að ungmenn- in nái aldrei að leita sér hjálpar, þar sem ein tafla sé oft nóg til að skilja milli lífs og dauða. „Þetta var hálf oxy-tafla sem hann tók kvöldið sem hann dó,“ segir Aníta. Gleðidagur breyttist í einni svipan í sorgardag Einar Darri bjó ásamt móður sinni og yngri bróður í Melasveit í Hvalfirði. Daginn sem hann lést var Aníta Rún að útskrifast sem stúdent. „Um það leyti sem hann var að deyja inni í herbergi vor- um við hin að fara að taka okkur til. Þetta gerðist um morguninn hugsa ég, hann dó bara í svefni, það tók enginn eftir neinu fyrr en átti að vekja hann,“ segir Aníta. „Ég var að koma upp eftir með móðurömmuna, um hádegisbilið,“ segir Óskar. Þegar þau beygðu inn í Melahverfið mættu þau sjúkrabílnum. „En við vitum ekkert hvað var í gangi fyrr en við komum að fyrir utan heimilið og sáum lögreglubílana. Ég fór á eftir sjúkrabílnum upp á Akranes og þegar ég kom þang- að var læknir búinn að úrskurða hann látinn. Það sem átti að vera gleðidagur breyttist í sorgardag.“ Einar var vinmargur og segja feðginin að andlát hans hafi verið reiðarslag fyrir alla og eitt- hvað sem enginn bjóst við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.