Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Blaðsíða 9
31. ágúst 2018 FRÉTTIR 9
þekkti fólkið á næsta bæ, sem var
reyndar haugalygi. Þá keyrði hann
annað og ég sagði aftur við hann
að ég þekkti fólkið þarna á hverjum
bæ.“
Þá ákvað Helgi að keyra til Akur
eyrar aftur og tjalda á tjaldsvæðinu
þar. Ingvar ætlaði að ganga heim,
þegar Helgi bað hann um að koma
og tala við sig inni í tjaldinu.
„Ég fór inn, þá greip hann mig og
ætlaði að kyssa mig. Hann hélt mér
fast og kyssti mig beint á munninn
og ég herpti varirnar saman. Mér
fannst eins og hann hefði verið að
troða tungunni í kokið á mér, sem
mér fannst ekki eftirsóknarvert, og
ég man að ég beit mig í tunguna
og fann blóðbragðið. Ég reif mig
lausan, fór út úr tjaldinu, stoppaði
og sagði bless og hljóp heim.“
Aðspurður af hverju Ingvar fór
ekki til lögreglunnar eða sagði for
eldrum sínum frá, segir hann mál
ið ekki þess eðlis að hægt hafi verið
að fara með það til lögreglunnar, en
það hafi verið mikið áfall að upplifa
að maðurinn sem hann leit upp til
hafi ekki verið sá maður sem hann
gaf sig út fyrir að vera. „Ég sagði ekki
foreldrum mínum frá þessu, sem
voru mistök að sjálfsögðu, en ég var
bara 14 ára og það voru engar leið
beiningar um þetta, ég vissi ekki
hvað ég átti að gera. Ég sagði held
ur ekki mörgum frá þessu fyrst um
sinn.
Þetta sat alltaf í mér. En það sem
hafði mögulega gerst var að frá því
að Helgi hitti litla óframfærna strák
inn sem fór með veggjum, og þar til
hann lét loks til skarar skríða, hafði
þessi frábæri félagsskapur sem ég
var í breytt mér í aðeins ákveðn
ari strák þannig að draumafórn
arlambið var ekki alveg „drauma“
lengur, eða það hugsa ég svona eft
ir á.“
Eftir atvikið hélt Helgi áfram
heimsóknum í KFUM, en Ingvar
reyndi að forðast hann og varaði
einnig einhverja aðra stráka við
Helga. Í eitt skipti segist hann hafa
svarað Helga með skætingi, þegar
umræður komu upp um skoðan
ir hans á tónlist og trommum og
mörgum árum seinna kom í ljós að
aðrir tóku eftir að vinskapur Ingvars
og Helga var fyrir bí.
„Maður óskar engum manni að
lenda í svona“
Ingvar tekur fram að brot Helga
gagnvart honum hafi verið smærra
en gagnvart öðrum þolendum
hans, líkt og seinna kom í ljós, en
engu að síður alvarlegt: „Fimm
tugur maður grípur ekki 14 ára strák
og reynir að troða tungunni ofan í
kok á honum og káfar á honum.
Ég fór að sperra eyrum – hvort
ég heyrði af fleiri slíkum tilvikum
og ég vonaði heitt og innilega að
hann hefði ekki gert þetta oft. Mað
ur óskar engum manni að lenda í
svona.“
Það áttu hins vegar eftir að líða
mörg ár þar til Ingvar komst að því
að fórnarlömb Helga voru fleiri og
í flestum tilvikum voru brotin gegn
þeim alvarlegri, mun alvarlegri en
gegn Ingvari.
„Árið 2003 komst ég að því
að hann hafði, meðan hann var
prestur í Hrísey, borið áfengi í
mann sem ég þekki mjög vel. Hann
var þá líklega 14 ára gamall, og það
atvik gerðist áður en Helgi leitaði á
mig. Í því tilviki bauð Helgi strákn
um heim til sín, bar í hann áfengi
og bauð honum að gista og gaf það
til kynna að hann ætti að sofa í rúmi
Helga. Strákurinn drakk eitthvað
og lét sig svo hverfa, en Helgi vissi
ekki að strákurinn var löngu byrj
aður að drekka,“ segir Ingvar, sem
fékk þarna staðfestingu á að áreitni
Helga gagnvart honum sjálfum var
ekki einsdæmi. Ingvar hóf að spyrj
ast fyrir, en það skilaði engum ár
angri þrátt fyrir að hann hafi reynt
mikið og þrátt fyrir að hann hafi
heyrt einhverjar sögusagnir um að
Helgi hefði leitað á fleiri.
„Gríðarlegur léttir að frásögnum
okkar um misnotkun var trúað“
Á fimmtudagskvöldi í ágúst árið
2010 fékk Ingvar símtal frá æskuvini
sínum, Bjarna Randver Sigurvins
syni, guðfræðikennara við Háskóla
Íslands, sem á þeim tíma hafði
starfað innan kirkjunnar, meðal
annars sem aðstoðarmaður Karls
Sigurbjörnssonar biskups.
„Þarna spurði Bjarni mig út í
samtalið sem hann varð vitni að 24
árum áður, þegar ég svaraði Helga
með stælum. Hann mundi að ég
hafði verið mikið í kringum Helga
á þeim tíma, en hafði svo tekið eft
ir að ég var farinn að forðast hann
og talaði ekki eins vel um hann og
áður. Bjarni spurði mig hvort að
eitthvað hefði gerst milli mín og
Helga þarna 24 árum áður,“ segir
Ingvar. „Og ég man að ég svara: „Já
ég ætla að segja þér hvað gerðist.
Svo sagði ég honum söguna.“
Bjarni upplýsti þá Ingvar um að
til hans hefði leitað maður og sá
maður hefði orðið fyrir misnotk
un af hálfu Helga. Segir Ingvar að
Bjarni hafi í samstarfi við séra Guð
mund Karl Brynjarsson brugðist
skjótt við og var málinu komið í far
veg og strax á mánudegi eftir sím
talið við Bjarna, hafi Ingvar talað
við fagráð kirkjunnar. „Gunnar
Matthíasson, prestur hjá fagráðinu,
talaði við mig og ég talaði við hann
nokkrum sinnum, hann tók mér
gríðarlega vel og gerði það sem ég
hélt að yrði erfitt viðtal tiltölulega
auðvelt.
Maðurinn sem leitaði til Bjarna
var misnotaður af Helga áður en
mitt tilvik átti sér stað. Ég veit ekki
hversu oft Helgi misnotaði hann, en
það var oftar en einu sinni og
• Bókhald
• Afstemmingar
• Ársreikningar
BÓKHALD
• Launavinnsla
• Árshlutauppgjör
• Virðisaukaskattsskil
3 SKREF
BÓKHALDSÞJÓNUSTA
LÖGFRÆÐIRÁÐGJÖF
EIGNASKIPTAYFIRLÝSINGAR
ÞARABAKKA 3
S. 578 6800
„Ég leit upp
til hans
sem barn og
treysti
SÉRA HELGI JÁTAÐI KYN-
FERÐISBROT GEGN INGVARI
LJÓSMYND: DV/HANNA