Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Blaðsíða 38
38 31. ágúst 2018 K lukkan 8.15 að morgni 8. nóvember 1986 var lítill ljóshærður drengur bros- andi á leið í bakaríið á Husarvej í Randers á Jótlandi. Hann var stoltur yfir að vera að fara aleinn í bakaríið í fyrsta sinn og þrammaði glaðbeittur í bláu gúmmístígvélunum sínum með hálfsítt ljóst hárið flaksandi eft- ir gangstéttinni. Hann hafði geng- ið þessa leið áður með föður sín- um og rataði því. Hann var með buddu með 100 krónum og inn- kaupaseðli sem hann átti að láta afgreiðslukonuna fá. Hann vissi ekki að í buddunni var glaðningur til hans. Á innkaupaseðilinn hafði móðir hans skrifað skilaboð til af- greiðslukonunnar um að drengur- inn mætti kaupa sér nammi fyrir 10 krónur af því að hann væri svo duglegur að fara einn í bakaríið í fyrsta sinn. Úr glugganum á íbúð fjölskyldunnar fylgdist móðir hans grannt með ferðum hans. Hún sá hann ganga eftir götunni og síðan hverfa bak við framhlið húss í átt að Garnisons vej. Þetta var í síðasta sinn sem hún sá hann á lífi. Drengurinn hét Joachim Gisle Larsson og var sex ára. Hann kom aldrei í bakaríið og vissi aldrei af glaðningnum sem hann átti að fá þar. Lögreglunni var fljótlega gert viðvart um hvarf hans. Fjölmiðl- ar fjölluðu um málið og danska þjóðin fylgdist grannt með enda er afar sjaldgæft að börn hverfi í Dan- mörku. Sérþjálfaðir leitarhundar lögreglunnar leituðu að Joachim, þyrlur voru notaðar við leitina og sjálfboðaliðar lögðu lögreglunni lið dögum saman. En Joachim var horfinn, gjörsamlega sporlaust. Það eina sem fannst var buddan með 100 krónunum og innkaupa- seðlinum. Hún fannst á Garnis- onsvej, þar sem hann hafði horfið sjónum móður sinnar. Málið var í alla staði skelfilegt og ekki hægt að setja sig í spor foreldranna. Sonur þeirra virtist hafa gufað upp og ekkert var vit- að um hvað af honum hafði orðið eða hvort hann væri á lífi. Málið hafði einnig mikil áhrif á lögreglu- mennina sem komu að rannsókn þess enda margir þeirra feður og mál sem þetta lætur engan ósnort- inn. Það er staðreynd í málum sem þessum að líkurnar á að finna barn á lífi minnka með hverri klukku- stund sem líður. Þegar klukku- stundirnar urðu að dögum án þess að Joachim fyndist voru lög- reglumennirnir sannfærðir um að hann myndi varla finnast á lífi. En enginn gafst upp og menn lögðu nótt við dag í leitinni að Joachim og vonuðu það besta. Vonin brást Þremur dögum eftir að Joachim hvarf brast vonin um að hann fyndist á lífi. Í gróðurþykkni nærri Fladbro, sem er um sex kílómetra frá heimili Joachims, fundu lög- reglumenn lík hans. Trjágrein- ar höfðu verið lagðar yfir hann. Hann var enn í bláu stígvélunum sínum. Hann hafði verið myrtur. Drepinn með hnífsstungum og höggum. Leitin að morðingjan- um hófst strax en rannsókn máls- ins tók miklu lengri tíma en nokk- ur hefði getað ímyndað sér og morðinginn var alls ekki hættur. Sérfræðingar lögreglunnar gerðu ítarlega vettvangsrannsókn á fundarstað líksins. Þeir fundu ým- islegt, þar á meðal hjólför í mjúk- ri moldinni. Þau voru eftir skell- inöðru. Við hlið hjólfaranna fundu þeir fótspor eftir stígvél Joachims. Joachim var krufinn og var niður- staða krufningarinnar að hann hefði verið drepinn með 22 hnífs- stungum. Lögreglan var jafn ein- beitt í að finna morðingja litla drengsins og hún hafði verið í að finna hann á lífi. Morðinginn skyldi ekki komast upp með þetta hryllingsverk. Ekkert benti til að Joachim hefði verið misnotað- ur kynferðislega en nokkrar vís- bendingar leiddu hugann að því hvort morðið gæti samt sem áður hafa verið af kynferðislegum toga. Í nærbuxum hans fundust leifar af þremur mismunandi plöntum sem ekki uxu á staðnum þar sem líkið fannst. Joachim hafði sem sé verið buxnalaus áður en hann var Sumarið 2008 var japanski raðmorðinginn Tsutomu Miyazaki líflátinn í fangelsi í Tókýó. Viðurnefni hans var óhugnanlegt í meira lagi, „Smástúlknamorðinginn“. Á tæplega 11 mánaða tímabili, 1988–1989, myrti Miyazaki fjórar ungar stúlkur í heimalandi sínu. Stúlkurnar voru á aldrinum 4–7 ára og vanvirti morðinginn líkin kynferðislega. Þá drakk hann blóð eins fórnarlambsins og át hluta af annarri hönd hennar. Miyazaki fæddist með vanskapaðar hendur. Fötlun hans stuðlaði kannski að því að hann einangraðist félagslega og sökk í djúpt þunglyndi. Hann varð frá- Betri Svefn SAKAMÁL Barnsmorðið sem fyllti Dani óhug MORÐINGINN VAR BARA RÉTT AÐ BYRJA n Joachim var sex ára þegar hann fór sína hinstu ferð út í bakarí n Blæti morðingjans var að fá börn til þess að pissa í buxurnar„Hún gekk niður til að sækja hana en þá fann hún að einhver var fyrir aftan hana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.