Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Blaðsíða 24
24 FÓLK - VIÐTAL 31. ágúst 2018 í að halda mér uppi. En ég sagði honum að ég hefði alltaf unnið og borgað mína skatta og skyldur. Þá varð hann reiðari og sat við sinn keip – að ég hlyti að vera á bót- um fyrst ég væri útlendingur. Það kom næstum til handalögmála út af þessu.“ Manaði sig í pils og öllum var sama Í sumar vakti Andie athygli þegar hán tilkynnti að kynleið- réttingarferli háns væri að hefjast og hán vonaðist að hormónagjöf gæti hafist bráðum en hán verð- ur þá fyrsta transmanneskjan til að hafa setið á Alþingi. Einnig skilgreinir hán sig sem kynsegin manneskju, eða non-binary. Andie segist hafa fundið fyrir kvenleika sínum frá barnæsku en á áttunda og níunda áratugnum var þetta ekki rætt. Andie hefur ávallt litið bæði á sig sem karl og konu. Hán segir: „Að þykjast að vera karlmaður hefur valdið mér mikilli eymd í gegnum tíðina og ég þurfti að neita mér um að þessi helmingur af mér væri til. Vegna þessa fannst mér karllega hliðin af mér sífellt óþægilegri og var farin að hata hana vegna vanlíðunar minnar.“ Ræddir þú við einhvern um þetta? „Já, ég ræddi við fólk og við- brögðin voru yfirleitt á sama veg, að ég væri ekki dæmigerður karl- maður, eða kvenlegur karlmaður. Þetta hjálpaði hins vegar ekki og ég varð sífellt þreyttari á því að vera vansæll og óheiðarlegur gagnvart mínum nánustu.“ Hvernig brást fólk við þegar þú tilkynntir að kynleiðréttingarferl- ið væri hafið? „Mjög vel. Ég hef fengið fullt af hamingjuóskum í skilaboðum frá fólki og fjölskyldan hefur einnig stutt mig. Pabbi minn, sem er að nálgast sjötugt, er nú að lesa sér til um kynsegin málefni, og mér finnst það frábært. Á Hinsegin dögum fór ég í fyrsta skiptið út á meðal fólks í pilsi til að sýna mína kvenlegu hlið opinberlega. Það var reyndar nokkuð fyndin reynsla,“ segir Andie og hlær. „Ég þurfti að safna kjarki til að gera þetta og bjóst við því allra versta. Ég klæddi mig í pilsið, sokkabuxur og kven- legan topp og arkaði niður í bæ … og öllum var skítsama.“ Andie segist þó ekki hafa verið alveg laus við áreiti vegna þessa því að eftir að hán skrifaði um leiðréttingarferlið á vef Reykjavík Grapevine og Stundin gerði frétt upp úr því, skrifaði Jón Valur Jens- son, frambjóðandi Íslensku þjóð- fylkingarinnar, athugasemd við fréttina þar sem hann minntist á dóttur Andie og notaði gamla nafn háns, Paul. Andie segir slík um- mæli vissulega truflandi en kom- andi úr þessari átt séu þau í raun fyrirsjáanleg. „Ég er í raun ekki að segja neitt nýtt varðandi málefni trans- fólks. Ég er að segja það sama og til dæmis Alda Villiljós og Ugla Stefanía hafa verið að segja,“ seg- ir Andie. Hvað varðar leiðréttingarferlið sjálft þá telur Andie Íslendinga vera að fara rangt að. Ólíkt því sem gerist til dæmis í San Francisco þá þurfa umsækjendur að fara í gegn- um svokallað undirbúningsferli hjá teymi sem geðlæknirinn Óttar Guðmundsson stýrir. „Bæði transkonur og trans- menn lýsa sömu reynslu af þessu. Að þurfa að segja þessum manni hvaða nærfatnað þau nota, hvaða kynlífsstellingar þeim líkar við og fleira í þeim dúr. Í sex til átján mánuði þarf fólk að lifa eins og það kyn sem það valdi sér. Það er eitthvað verulega að þessari hugs- un því hlutir eins og hárgreiðsla, farði, fatnaður og fleira hefur ekk- ert með kyn að gera.“ Hán nefnir einnig að kynleið- réttingarferli sé sérstaklega flókið fyrir innflytjendur sem þurfi að fá nýtt kyn sitt skráð í heimalandinu áður en það er hægt að breyta því hér. Þessar hindranir gagnist eng- um. Sjálfur er Andie hins vegar mjög ánægð með að vera byrjuð á ferlinu. Ertu frjáls núna? „Mun frjálsari og mun ánægðari. En ég held enn þá niðri í mér andanum og bíð eftir bakslaginu. Viðbrögðin hafa ver- ið svo jákvæð að mér finnst þetta of gott til að vera satt. Það hlýtur einhver að reyna að gera líf mitt að pínu út af þessu.“ n Næsti kafli hefst hér Bjó ðu m up pá frít t s ölu ve rðm at LAXATUNGA 40, 270 MOSFELLSBÆ Tegund Stærð Herbergi Raðhús 203 M2 6 gimli.is / grensásvegi 13 / 108 Reykjavík / 570 4800 / gimli@gimli.is Sjávarklasinn Grandagarður 16 101 Reykjavík contact@dattacalabs.com Er fyrirtækið þitt tilbúið fyrir nýju persónuverndarlögin? Hafðu samband við okkur í gegnum DattacaLabs.com Við hjálpum þínu fyrirtæki að aðlagast nýjum reglum og mótum ný tækifæri „Matsalurinn á Alþingi minnti mjög á menntó, eins og klippt- ur út úr unglingakvikmyndinni Mean Girls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.