Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Blaðsíða 16
16 31. ágúst 2018FRÉTTIR King 18.816 kr. á mánuði* Queen 13.693 kr. á mánuði* KING KOIL ALPINE PLUSH Hágæða Amerískt heilsurúm með millistífu fimm svæða skiptu poka gorma kerfi, mjúkur toppur og steyptir kantar, ásamt botni og fótum. Stærð King (193x203 cm) AFMÆLISVERÐ 213.459 kr. 18.816 kr.* á mánuði með kredikortaláni Fullt verð 355.765 kr. Stærð Queen (153x203 cm) AFMÆLISVERÐ 154.070 kr. 13.693 kr.* á mánuði með kredikortaláni Fullt verð 256.783 kr. *1 2 m án að a va xt al au s k re di tk or ta lá n* *. Ei nn ig h æ gt a ð gr ei ða m eð N et gí ró . N ý stjarna er að rísa innan Demókrataflokkins í Banda­ ríkjunum, hinn tæplega fer­ tugi Andrew Gillum sem býður sig fram til ríkisstjóraemb­ ættis í Flórída nú í haust. Vin­ sældir Gillum, sem ólst upp í mik­ illi fátækt, eru miklar og margir sjá framtíðarforseta í honum. Donald Trump finnst sér ógnað og hefur þegar gagnrýnt Gillum á sinn ein­ staka máta. Ólst upp í fátækt Andrew D. Gillum er aðeins 39 ára gamall en með mikla stjórnmála­ reynslu og hefur gegnt embættum í heimaborg sinni Tallahassee, höf­ uðborg Flórída­fylkis, síðan 2003. Þá, aðeins 23 ára gamall, varð hann yngsti fulltrúinn til að taka sæti í borgarstjórn. Gillum, sem er þeldökkur, ólst upp við þröngan efnahag í sjö syst­ kina hópi. Faðir hans starfaði sem byggingaverkamaður og móðirin keyrði skólabíl. Gillum var fyrstur til að útskrifast úr háskóla í sinni fjöl­ skyldu og þar kynntist hann eigin­ konu sinni, R. Jai, og eiga þau þrjú lítil börn. Strax í menntaskóla varð hann áberandi og í háskóla tók hann virkan þátt í stúdentapólitík­ inni. Eftir að hann var kjörinn í óflokksbundna borgarstjórn hefur hann barist fyrir félagslegu rétt­ læti, endurskoðun á réttarkerf­ inu, atvinnuöryggi og tæknifram­ förum í skólum og stofnunum borgarinnar. Réttindi innflytjenda og baráttan gegn almennri byssu­ eign hafa einnig verið fyrirferðar­ mikil í stefnu hans. Í hans tíð hefur ofbeldisglæpum í Tallahassee fækkað um átta prósent. Árið 2014 bauð hann sig fram sem borgar­ stjóra Tallahassee og sigraði með miklum yfirburðum, hlaut alls 76 prósent atkvæða. Óvæntur sigur Í mars í fyrra ákvað Gillum að taka af skarið og bjóða sig fram til ríkis­ stjóra Flórída fyrir Demókrataflokk­ inn og sigraði mjög óvænt þing­ manninn Gwen Graham í prófkjöri á þriðjudag. Með því varð Gillum fyrsti þeldökki frambjóðandinn til ríkisstjóra í fylkinu. Um áratuga skeið var Flórída eitt af höfuðvígjum Demókrataflokksins en sú staða hefur breyst mikið og Repúblik­ anar hafa haldið embætti ríkis­ stjóra síðan 1999. Í kosningunum, sem fram fara þann 6. nóvember næstkomandi, mun Gillum mæta Ron DeSantis, fulltrúadeildarþing­ manni Repúblikanaflokksins. Þegar hafa verið gerðar þrjár kannanir á fylgi frambjóðendanna sem sýna að mjög mjótt er á munum. Framboði Gillum hefur vaxið fiskur um hrygg og nú er að mynd­ ast mikil stemning í kringum það. Margir sjá þarna framtíðarleiðtoga, ekki aðeins Flórída heldur Banda­ ríkjanna allra og vilja sumir segja að innkoma hans á stóra sviðið minni töluvert á það þegar ungur Barack Obama gerði það árið 2005. Þremur árum síðar var hann kjörinn forseti Bandaríkjanna. „Misheppnaður sósíalisti“ að mati Trump Í nóvember verður kosið um fjölda embætta og eru ríkisstjórakosn­ ingarnar í Flórída þær sem flestir fylgjast grannt með. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur því sett sitt lóð á vogarskálarnar og uppnefnt Andrew Gillum í leiðinni. Á miðvikudagsmorgun, eftir að úrslit prófkjörs Demókrata voru ljós, kom Gillum fram í viðtölum hjá CNN og MSNBC. Þar benti hann á að fólk yrði að vera á varð­ bergi gagnvart Trump sem „feldi sig í skuggunum“ og væri með puttana í framboðinu í Flórída. En umræð­ an mætti ekki snúast um það. Gill­ um sagði: „Við verðum að tala til Flórídabúa sem hafa misst trú á hinu pólitíska ferli. Að tala aðeins um Donald Trump, og að minna fólk á hversu slæmur hann er og hversu óhæfur hann er til embætt­ is síns hjálpar fólki ekkert við að ná endum saman, hjálpar því ekkert til að hafa aðgang að heilbrigðis­ þjónustu, góðri menntun, 21. aldar samgöngum og hreinu umhverfi.“ Forsetinn svaraði honum kok­ hraustur með tísti: „Þingmaður­ inn Ron DeSantis vann ekki bara prófkjör Repúblikana auðveld­ lega heldur verður draumur fyrir hann að mæta andstæðingi sínum í nóvember … misheppnaður sósíal­ istaborgarstjóri sem heitir Andrew Gillum sem hefur leyft glæpum og öðrum vandamálum að grassera í borg sinni. Þetta er ekki það sem Flórída vill eða þarfnast.“ DeSantis sjálfur hellti síðan olíu á eldinn í anda Trump þegar hann biðlaði til kjósenda í Flórída og sagði: „Don’t monkey this up.“ Hafa margir brugðist reiðilega við því og sakað DeSantis um kynþáttahatur. Blanda af Barack Obama og Bernie Sanders Jessica Vaughn starfar fyrir Demókrataflokkinn í Tampa­borg í Flórída og er dyggur stuðnings­ maður Andrews Gillum. DV ræddi við hana um framboðið og um­ mælin. „Allir hérna í framboðinu eru himinlifandi og líka mjög þreytt­ ir. En við vitum að það er mikil vinna fyrir höndum og við erum að reyna að virkja þá sem hafa ekki verið starfandi í framboðinu en hafa sýnt vilja til þess. Við erum að skipta um fókus núna og einbeita okkur að komandi baráttu.“ Af hverju ætti Gillum að verða næsti ríkisstjóri? „Eftir að Donald Trump var kjörinn forseti var það augljóst að Bandaríkjamenn voru opnir fyrir popúlisma og þreyttir á að elíta stjórnaði þessu landi. Þeir héldu ranglega að hann væri svarið við því. Núna erum við að sjá fram­ bjóðendur á vinstri vængnum, eins og til dæmis Bernie Sanders og Andrew Gillum, sem tala máli þessa fólks. Tala fyrir mennta­ málum, heilbrigðisþjónustu og öllu því sem skiptir almenning máli. Gillum berst fyrir hagsmun­ um fólksins en ekki stórfyrirtækja og þrýstihópa. Það er nákvæmlega það sem skiptir máli.“ Kom sigur Gillum ykkur á óvart? „Að einhverju leyti, en ekki mjög. Hann stýrði kosningabar­ áttunni vel og nýtti grasrótina. Við töluðum við alla hugsanlega kjós­ endur, ekki aðeins þá sem eru með heimasíma. Einnig notuðum við tengiliði okkar úr kosningabaráttu Bernie Sanders sem studdi Gillum dyggilega.“ Hvað fannst þér um þau um- mæli Trump forseta, að Gillum væri „misheppnaður sósíalisti“? „Ummælin benda sterklega til þess að hann sé hræddur við vinsældir Gillum. Orðið sósíal­ isti hefur ekki sömu meiningu og víða annars staðar, hér er það skammaryrði og því virka ummæli Trump örvæntingarfull eins og svo mörg önnur.“ Er Gillum næsti Obama? „Hann er nokkurs konar blanda af bæði Bernie Sanders og Obama. Hann hefur persónutöfra Obama en er framsækinn eins og Sanders. Hann nær að sameina fólk sem studdi þessa tvo menn og stuðn­ ingsmenn Hillary Clinton einnig. Þess vegna berjumst við fyrir því að hann nái kjöri … alveg launa­ laust!“ segir Jessica og hlær. n Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is NÝ VONARSTJARNA DEMÓKRATA VANN ÓVÆNTAN SIGUR Í FLÓRÍDA Jessica Vaughn og eiginmaður hennar, Nilesh.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.