Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Blaðsíða 48
48 31. águst 2018 A ntonio Lopez de Santa Anna var einn áhrifa- mesti stjórnmálamaður Mexíkó á mótunarárum landsins. Hann var einnig þekkt- ur sem herforinginn sem sigraði Davy Crockett og félaga í orrust- unni um Alamo árið 1836 en var handsamaður og tapaði Texas til Bandaríkjanna nokkru seinna. Santa Anna leit stórt á sig, svo stórt að þegar hann missti fót sinn lét hann grafa hann að her- mannasið. Missti fót í bakkelsisstríði Tveimur árum eftir orrustuna um Alamo hófst stríð milli Mexíkó og Frakklands sem fékk hið óvenju- lega nafn bakkelsisstríðið. Á upp- hafsárum sjálfstæðis Mexíkó var mikil ringulreið í landinu, skær- ur, rán og gripdeildir milli ýmissa hópa, þar á meðal innflytjenda frá Evrópu. Frakkar kröfðust þess að mexíkóska ríkið greiddi Frökkum í landinu skaðabæt- ur fyrir það tjón sem þeir máttu þola en ríkisstjórn Mexíkó hafn- aði því. Franskur bakari, herra Remontel, búsettur í Tacubaya í Mexíkó, sendi árið 1832 kvörtun til Loðvíks Filippusar konungs þess efnis að mexíkóskir her- menn hefðu rænt bakaríið hans og heimtaði bætur. Fleiri kvart- anir fylgdu í kjölfarið og árið 1838 var franski sjóherinn mættur á svæðið til að halda höfnum í sjó- kví og mexíkóski flotinn kom til varnar. Santa Anna var sestur í helgan stein þegar stríðið braust út og var á sveitabýli sínu í Xalpa þegar hann var kallaður til að verjast Frökkum við borgina Veracruz. Fékk hann þau skilaboð frá for- seta landsins að gefa ekkert eftir í orrustunni og hann stóð við það. Santa Anna barðist með mönnum sínum en lítil fallbys- sukúla hæfði hann í annan fót- legginn. Hann var færður und- ir læknishendur en sárið var svo alvarlegt að þeir þurftu að fjar- lægja fótinn. Í kjölfarið gáfust Mexíkóar upp og samþykktu að greiða Frökkum bætur. Gervifótur notaður sem hafna- boltakylfa Fótleggurinn var grafinn og smíð- aður var gervifótur úr korki fyr- ir Santa Anna. En herforingjan- um var annt um fótinn og fannst honum ekki hafa verið sýnd nægileg virðing. Fjórum árum eftir orrustuna um Veracruz lét Santa Anna grafa fótinn upp og grafa hann á ný að hermannasið. Skotið var úr fallbyssum, bæn- ir sagðar og langar ræður haldn- ar yfir rotnandi útlimnum sem geymdur var í kristalsvasa. Stórt og dýrt minnismerki var reist yfir fótinn í kirkjugarðinum í Santa Paula í Kaliforníu. Santa Anna nýtti sér fótarmis- sinn og Mexíkóar dáðust að fórn- fýsi hans. Um tíma var hann for- seti landsins. Þegar hann kom fram opinberlega tók hann af sér gervifótinn og veifaði honum fyr- ir mannfjöldann. Santa Anna lét fótarmissinn ekki stöðva sig á vígvellinum og stýrði herjum í stríðinu við Bandaríkjamenn árið 1846. Í einni orrustunni náðu banda- rískir dátar að stela fætinum og fluttu hann sigri hrósandi til Bandaríkjanna en hann er nú geymdur á safni í Springfield- borg í Bandaríkjunum. Sjálfur slapp Santa Anna naumlega, komst á hest og reið út í sólsetrið. Smíðaður var annar fótleggur og aftur náðu dátarnir honum, meira að segja úr sömu her- deild. Þeim fæti var ekki sýnd meiri virðing en svo að hann var notaður sem hafnabolta- kylfa í herdeildinni. Þriðja fætin- um náði Santa Anna að forða frá dátunum og er sá fótur til sýnis í þjóðminjasafni Mexíkó. Her- foringinn „margfætti“ lést árið 1876. n TÍMAVÉLIN ERT ÞÚ AÐ SMÍÐA PALL ? Pallinn upp á einfaldari hátt með jarðvegsskrúfum S kip James var goðsögn í blús- heiminum, einn af hinum svokölluðu Delta-blúsurum sem heilluðu fólk með gít- arstíl sínum og einlægum söng. En snilli hans var ekki metin að verð- leikum fyrr en hann fannst á spítala árið 1964 eftir að hafa verið týndur og gleymdur í áratugi. Seldi sprútt og spilaði á knæpum Nehemiah „Skip“ James var fæddur í djúpa suðrinu, í bænum Bentonia í Mississippi-fylki, árið 1902. Faðir- inn, sem var sprúttsali og gítarleik- ari, yfirgaf fjölskylduna þegar Skip var aðeins fimm ára og ólst hann því upp í sárri fátækt á plantekru. Seinna gerðist faðir hans predikari en var Skip þó aldrei faðir í raun og veru. Skip ákvað að feta sömu slóð og faðir hans og lærði að spila á gítar og orgel. Þegar hann óx úr grasi starfaði hann sem skógarhöggs- maður á daginn og spilaði á knæp- um á kvöldin. Fljótlega hætti hann að vinna löglega vinnu og seldi sprútt. Skip hafði einstaka hæfileika, bæði sem gítarleikari og söngvari, og rödd hans var há og ásækjandi. Árið 1931, þegar Skip var tæplega þrítugur, ferðaðist hann til borgar- innar Grafton í Wisconsin-fylki til þess að taka upp plötu í fyrsta skipt- ið, hjá Paramount-útgáfunni. Sum lögin spilaði hann á gítar en önnur á píanó og þarna mátti finna gim- steina á borð við „Hard Time Kill- ing Floor Blues“ og „Devil Got My Woman.“ En almenningur kveikti ekki á snilld Skip James og platan seldist mjög illa. Því ákvað hann að halda áfram að feta slóð föður síns, flutt- ist til Dallas og gerðist predikari. Hann stofnaði gospelhljómsveit og ferðaðist um Suðurríkin en gekk illa að framfleyta sér. Árið 1937 var hann kominn á framfærslu Miss i ssippi-fylkis og skömmu eftir stríðið gufaði hann upp. Hann var algerlega gleymdur maður og virtist ætla að verða lítið áberandi neðan- málsgrein í blússögunni. Hafði engu gleymt Víkur sögunni til ársins 1964 þegar blúsáhugamenn víða um Banda- ríkin voru að grafa upp sjaldgæfar plötur og áttuðu margir sig á snilldinni bak við plötu Skip frá árinu 1931. Eintökin ruku upp í verði en enginn vissi hins vegar hvað hafði orðið um hann. Þrír há- skólanemar frá Kaliforníu, John Fahey, Bill Barth og Henry Vestine, héldu til Suðurríkjanna, staðráðn- ir í að finna snillinginn en þeir vissu ekki einu sinni hvort hann var á lífi. Þeir ræddu við fólk sem hafði þekkt til hans og fundu hann loks- ins á spítala í bænum Tunica í Miss- issippi. Þá var hann 62 ára gamall, gleymdur af samfélagi sínu og skel af manni. Hann átti ekki lengur gít- ar og hafði ekki spilað í mörg, mörg ár. Nemarnir réttu honum gítar sem hann tók við og spilaði líkt og árið væri 1931. Röddin orðin aðeins hærri en snilldin enn til staðar. Þeir áttu ekki til orð og töldu að heimur- inn yrði að fá að njóta Skip James. Þeir borguðu sjúkrahúsreikninginn hans og keyrðu með hann norður til Washington-borgar þar sem hann settist að, komst í kynni við aðra blúsmenn og gat lifað af tón- listinni. Þetta sama ár kom Skip James fram á Newport-þjóðlagahátíð- inni á Rhode Island og áhorfend- ur göptu af hrifningu. Eftir það gaf hann út fjórar plötur og breska rokksveitin Cream flutti lag hans „I’m So Glad“ árið 1966. Skip var hins vegar áfram við slæma heilsu og lést árið 1969. Í dag er hans minnst sem eins áhrifamesta blús- manni allra tíma. n Snillingur sem fannst á spítala eftir áratuga gleymsku Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Lét grafa fótlegg sinn að hermannasið Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Gervifótur Santa Anna til sýnis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.