Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Blaðsíða 6
6 31. ágúst 2018FRÉTTIR Loftsteinninn Bennu getur rekist á jörðina O SIRIS-Rex, geimfar bandarísku geimferða- stofnunarinnar NASA, er nú í órafjarlægð frá jörðinni eftir tveggja ára ferða- lag um himingeiminn. Geimfar- inu var skotið á loft 8. september 2016. Verkefni geimfarsins er að rannsaka loftsteininn Bennu, en hann er einn af þeim loftstein- um sem vitað er að geti hugsan- lega rekist á jörðina. Braut loftsteinsins Bennu liggur framhjá jörðinni sjötta hvert ár þegar hann er á hringferð sinni um sólina. Vísindamenn telja hugsanlegt að hann lendi í árekstri við jörðina á tímabilinu frá 2175 til 2199. Hann er ekki svo stór að árekstur mundi eyða öllu lífi á jörðinni en það mun ekki fara framhjá neinum ef til þess kemur. Þann 17. ágúst tók geimfarið fyrstu myndina af loftsteininum. Hann er þó ekki mjög greinileg- ur á henni enda var geimfarið í 2,3 milljóna kílómetra fjarlægð þegar myndin var tekin. Ferða- lag geimfarsins í heildina er öllu lengra eða um 1,8 milljarðar kílómetra. Geimfarið á að gera meira en taka myndir. Áætlað er að það lendi á Bennu 3. desember næstkomandi. Þá verða tekin sýni úr loftsteininum og verða þau flutt til jarðarinnar til rann- sóknar. Einnig mun geimfarið mæla stærð Bennu, hreyfingar hans og hitastig. Bennu samanstendur af óvenjulega miklu kolefni og því er hægt að fræðast mikið um hvernig hann og sólkerfið urðu til. Geimfarið er væntanlegt aft- ur til jarðar 2023. n Breska ríkisstjórnin hyggst banna sölu á orkudrykkjum til barna og ungmenna B reska ríkisstjórnin hyggst banna sölu á orkudrykkj- um til barna og ung- menna. Á Bretlandseyjum drekka tvö af hverjum þremur börnum og unglingum á aldr- inum 10 til 17 ára orkudrykki og segir ríkisstjórnin að henni beri skylda til að grípa til aðgerða. Málið er nú í undirbúningsferli en reiknað er með að sala á orku- drykkjum verði bönnuð til barna undir 16 ára eða 18 ára aldri. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort verður ofan á. Bannið verður hluti af baráttu ríkisstjórnarinnar gegn offitu meðal barna. Það er ekki aðeins sykurinn í orkudrykkjunum sem veldur áhyggjum heldur einnig hið mikla koffínmagn. Þetta veldur ákveðnum heilsufarsvandamál- um hjá börnum og ungmennum. Má þar nefna svefnleysi, maga- verki, höfuðverki og ofvirkni af völdum koffíns. Í einni 250 milli- lítra dós af orkudrykk getur verið jafn mikið koffín og í þremur dós- um af hefðbundnum kóladrykk. Vitað er að tvö af hverjum þremur börnum á aldrinum 10 til 17 ára drekka orkudrykki og það gerir fjórðungur barna á aldrinum 6 til 9 ára. Það ýtir undir neysluna að sumar tegund- ir eru seldar á sem svarar til 50 ís- lenskra króna. Sky skýrir frá þessu. n Skelfing í SandgerðiÞetta gerist í litlu bæjarfélagi og það berst að sjálfsögðu hratt út um hverja er að ræða. Dóttir mín var reglulega í heimsókn á þessu heimili og fékk stundum að gista. Það sama hafa önnur börn gert. Ég fékk nánast taugaáfall þegar ég fékk upplýsingar um hvaða fólk væri um að ræða,“ segir móðir ungrar stúlku í Sandgerði. Hún segir að íbúar séu skelfingu lostnir vegna frétta þess efnis að par í bænum væri grunað um að hafa misnotað tvö börn kynferðislega. Hin meintu brot voru gróf og ítrekuð. Börnin tengjast parinu fjölskylduböndum. Samkvæmt fréttum RÚV hefur parið játað að hafa brotið gegn öðru barninu. Um er að ræða karlmann á sextugsaldri og konu á fertugsaldri. Þau voru handtekin þann 11. júlí og úrskurðuð í gæsluvarðhald. Konunni var sleppt eftir tveggja vikna gæsluvarðhald en karlmaðurinn er enn í haldi lögreglu. Gæsluvarðhaldsúrskurður hans var nýlega framlengdur til 18. september. Parið fluttist til Sandgerði fyrir tæpu ári ásamt börnum sínum. Lítið fór fyrir parinu en börn þess eignuðust fljótlega vini í gegnum skólastarfið. „Dóttir mín vingaðist við dóttur þeirra og fór síðan að venja komur sínar á heimili þeirra. Mér finnst einkennilegt að lögreglan hafi strax útilokað að þau hafi brotið á öðrum börnum en sínum eigin. Ég veit fyrir víst að enginn hefur haft samband við foreldra þeirra barna sem vöndu komur sínar á heimilið. Það eru rúmar sex vikur síðan þau voru handtekin og því hefði maður ætlað að barnaverndaryfirvöld eða lögregla hefðu átt að kalla vini eða vinkonur í viðtöl eða halda foreldrum upplýstum. Ég veit til þess að foreldrar hafi sjálfir farið með börn sín í viðtöl hjá fagaðilum til þess að fá úr því skorið hvort eitthvað hafi gerst. Óvissan er virkilega óþægileg,“ segir móðirin. n „Ég fékk nánast taugaáfall þegar ég fékk upplýs- ingar um hvaða fólk væri um að ræða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.