Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Blaðsíða 53
FÓLK 5331. ágúst 2018 dæmis tók langan tíma að greina sjúkdóm Tuma og á meðan hann var í rannsóknum þurftu hann og Sigrún alltaf að keyra á milli Njarð- víkur og Reykjavíkur, stundum tvisvar til þrisvar í viku. „Ég vildi að hann yrði lagður inn meðan á rann- sóknunum stóð í stað þess að við þyrftum sífellt að keyra á milli með hann veikan, en það var sagt að það væri ekki pláss. Það reyndist okkur líka mjög erfitt að fá þjónustu sál- fræðinga og andlegur stuðning- ur var mjög af skornum skammti. Auk þess var Tumi ekki með neinn fastan lækni meðan á rannsóknun- um stóð því sjúklingi er ekki úthlut- aður læknir fyrr en eftir að sjúk- dómurinn hefur verið greindur.“ Ráðamenn ættu að liggja á almennum stofum þegar þeir veikjast Það gekk illa að greina sjúkdóm- inn hér á landi og þurftu Sigrún og Tumi að fara til Danmerku þar sem meinið var greint í jáeindaskanna á einum degi. Reyndist hann vera með lungnakrabba en meinið hafði breiðst út víða um líkamann. Ferðin til Danmerkur var erfið. Sjúkra- tryggingar borguðu ferðina út og uppihald, sem var jákvætt en „Tumi var svo veikur þarna að við þurftum hjólastóla og skutlur til að komast í flug og í gegnum flugstöðvarnar. Ég veit að Tumi leið kvalir þarna en hann kvartaði aldrei.“ Eftir greininguna í Danmörku hófst meðferð og Tumi fékk geisla í mjöðm. Segir Sigrún að líðan hans næstu misseri hafi oft verið með þokkalegasta móti. Hann var þó al- veg óvinnufær: „Það er full vinna að vera með krabbamein og hann hafði ekki mátt til að vinna.“ Sumarið 2016 veiktist Tumi mik- ið og upplifði Sigrún þá tregðu og þyngsli í kerfinu svo hún þurfti að vera með Tuma fárveikan á þvæl- ingi í milli sjúkrastofnana í stað þess að hann kæmist strax á áfanga- stað til að aðhlynningar: „Ég þurfti alltaf fyrst að fara með hann á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja – HSS – þar sem hann átti klárlega ekki heima. Þar var lagt mat á hvort að leggja þyrfti hann inn á Landspít- alann í Reykjavík, þó að það mætti vera ljóst frá byrjun. Einu sinni var hann með innvortis blæðingar og var þá sendur upp á HSS og ég svo send með hann heim. Hann leið næstum út af í dyrunum hér. Næsta dag þurfti ég að hringja á annan sjúkrabíl og var þá það sama: HSS – síðan Fossvogur og svo Landspít- alinn. Þá var krabbameinið búið að sá sér í skeifugörnina og honum var að blæða út. Það þurfti að setja hann í aðgerð til að stoppa blæð- inguna og reyna að hefta útbreiðslu meinsins,“ segir Sigrún um þessar hremmingar. Mannekla og plássleysi eru síð- an önnur vandamál í heilbrigð- iskerfinu sem Tumi og Sigrún urðu illilega fyrir barðinu á, ekki síst síð- ustu vikurnar sem Tumi lifði, en þá lá hann á Landspítalanum við Hr- ingbraut: „Á fimm dögum var hann fluttur á milli fimm sjúkrastofa. Einn sólarhringinn var hann á stofu með Alzheimerveikum manni sem hljóðaði stöðugt. Ég er ekki að setja út á Alzheimerveika manninn sem þurfti líka betri þjónustu. En Tumi var of veikur til að vera þvælt á milli yfirfullra sjúkrastofa og hann hefði þurft einkastofu. Ég sagði þeim það ítrekað en það var ekkert hlustað á mig. Sjötti staðurinn sem hann var fluttur á var síðan gjörgæsla og sjö- undi staðurinn líknardeild. Þegar ráðamenn veikjast þá ættu þeir að liggja á almennum stofum eins og almenningur þarf að gera, þá myndu þeir sjálfir upp- lifa hvernig ástandið er. En þannig er það ekki. Reynt er að halda því fram að engum sé mismunað en ég veit að háttsett fólk fær aðra með- ferð.“ Miklu betra heilbrigðiskerfi fyrir nokkrum áratugum Plássleysi, stundum hranalegt við- mót, skortur á sálfræðiþjónustu og stuðningi, gífurlegur kostnað- ur, þunglamalegt kerfi. Allt voru þetta vandamál sem sífellt urðu á vegi Tuma og Sigrúnar. Hún seg- ir þó að vissulega sé margt vel gert. „Það er margt starfsfólk allt af vilja gert og svo fengum við til dæmis frábæra heimahjúkrun fyrir hann. Starfsfólk í heimahjúkruninni í Reykjanesbæ er framúrskarandi og veitti okkur mikinn stuðning. En fjárskortur stendur kerfinu al- mennt fyrir þrifum. Það sagði mér einu sinni læknir að hann kærði sig ekki um hærri laun, hann hefði það fínt, hann vildi bara fá miklu fleiri lækna til starfa til að anna því vel sem þarf að gera.“ Svo vill til að Tumi þekkti af biturri reynslu muninn á heil- brigðiskerfinu hér á landi fyrr og nú. Þegar hann var 17 ára, eða í kringum 1985, greindist hann með eitlakrabbamein og lækn- aðist af því. „Tumi sagðist finna mikinn mun á því hvað haldið var miklu betur utan um hann í kerfinu þegar hann var ung- ur en í þetta seinna skipti. Hann var miklu öruggari þá og var með sama lækninn allan tímann. Hann fann sláandi mun á þessu,“ segir Sigrún. Lífið er dýrmætt og hverfult „Þrátt fyrir veikindin þá völdum við að fara út í lífið og njóta þess sem við gátum á meðan heilsan leyfði. Við fórum á EM 2016 og var það ferðalag sem aldrei verður topp- að, að sjá Ísland vinna England. Mögnuð stund,“ segir Sigrún en líf- ið með Tuma var alls ekki laust við ánægjustundir eftir að hann veikt- ist þrátt fyrir mikla erfiðleika og þjáningar. Þessa dagana minnist Sigrún þess að eitt ár er liðið frá því hún kvaddi sinn heittelskaða eigin- mann, Tuma Hafþór Helgason. Þrátt fyrir að þetta hafi verið erfitt hefur hún líka átt sínar gleðistund- ir. „Þessar dagsetningar núna í ágúst eru hins vegar erfiðar, þær kalla fram mörg erfið augnablik frá sjúkragöngu hans – og svo var þetta líka mjög erfiður dauðdagi, því miður þjáðist hann mikið,“ segir Sigrún. Sigrún á frábæra fjölskyldu og vini og hún nær oft að njóta lífsins vel þó að sorgin fylgi henni. „Yngsti sonur minn, 17 ára, hefur átt erfitt. Það er nógu erfitt að vera ungling- ur þótt maður þurfi ekki líka að tak- ast á við föðurmissi. Honum geng- ur hins vegar miklu betur núna og mun komast heill í höfn út úr þessu þó að langur vegur sér framundan.“ Eldri börn Sigrúnar hafa verið mikill stuðningur og fjölskyldan hefur öll veitt hvert öðru stuðning. Auk þess á Sigrún tvö ung barnabörn, fjögurra ára og eins árs. Sigrún segist ekki horfa til framtíðar heldur leggur áherslu á að njóta lífsins í augnablikinu: „Ég hef alltaf þurft að vera í svo miklu skipulagi enda ól ég upp fjögur börn. Síðan er bara óskap- lega mikil skipulagning ofin inn í nútímalíf. En í dag hefur allri ábyrgð verið varpað af mér. Börn- in uppkomin og Tumi hefur kvatt. Þó að ég hafi ýmsum dagleg- um skyldum að sinna þá hefur ábyrgðin minnkað á herðum mér og þá finnst mér ekki eftirsóknar- vert að reyra lífið í skipulag og framtíðarplön.“ Sigrún segist hafa lært að líf- ið er bæði hverfult og dýrmætt og hamingjan bankar ekki á dyrnar, það þarf að sækja hana: „Það þarf að fara út úr húsi og vera á meðal fólks. En umfram allt vil ég hvetja alla til að segja ástvinum í dag hvað þeim þykir vænt um þá, ekki bíða með það til morguns.“ Sönn verðmæti lífsins eru Sig- rúnu líka ofarlega í huga og söfnun á dauðum hlutum eru eitur í henn- ar beinum: „Það eru hlutir sem hafa tilfinningalegt gildi, til dæmis gift- ingarhringurinn, og þeir eru manni hjartfólgnir. En almenn forðast ég að sanka að mér hlutum, læt frekar eitthvað frá mér. Þegar ég átti fimm- tugsafmæli í fyrra harðbannaði ég fólki að gefa mér hluti í gjöf, ég vildi frekar fá upplifun. Og þær fékk ég svo sannarlega: Mér var boðið út á borða og í leikhús, sem var dásam- legt.“ Sigrún lítur vel út og er við þokkalega heilsu. Ljóst er að erf- iðleikarnir hafa ekki bugað hana. „Ég hef sterk gen og gott uppeldi úr mínum tíu systkina hópi. Ég brotna ekki auðveldlega,“ segir Sigrún að lokum. Hún er staðráðin í að njóta lífsins um leið og hún gerir sér grein fyrir því að sorgin muni fylgja henni lengi áfram. n RÁIN Hafnargata 19a Keflavík S. 421 4601 FERSK OG FALLEG ÞJÓNUSTAR ÞIG Í MAT OG DRYKK „Fólk getur ekki staðið undir kostn- aðinum óstutt. „Það var bara þannig að okkur var hjálpað. Sigrún og Tumi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.