Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Blaðsíða 19
FÓLK - VIÐTAL 1931. ágúst 2018 lifa við, sérstaklega hörundsdökkt fólk. Í Bandaríkjunum er það heldur ekki sjálfsagt mál að vera í verkalýðsfélagi líkt og hér. „Baltimore er svo sannarlega ekki leiðinleg borg, þvert á móti er hún mjög lífleg. Flestir þekkja Baltimore úr þáttunum The Wire og þeir gefa mjög raunsanna mynd af borginni. Í sumum hverfum býr aðallega hvítt fólk en svart í öðrum og mikill gæðamunur á innviðum. Ofbeldi lögreglunnar er einnig mikið vandamál í borginni,“ segir Andie. Í borg þar sem glæpatíðni er há, byssueign almenn og lögreglu­ menn óhræddir við að beita valdi sínu koma iðulega upp árekstrar og Andie fór ekki varhluta af því. Í þrígang hefur fólk beitt skotvopn­ um gegn háni. Hán segir: „Ég var aðeins tíu ára þegar það gerðist í fyrsta skiptið og meðtók ekki alvarleika málsins. Ég og vin­ ir mínir vorum að leika okkur með leikfangabyssur og einhver hringdi í lögregluna og sagði þeim að við værum vopnaðir alvöru byssum. Lögreglumaðurinn stoppaði mig og ég tók upp byssuna, þá tók hann upp sína og óð í mig. Þegar hann sá að þetta var aðeins leikfang varð hann hræddur og skammaðist sín. Síðan varð hann reiður út í mig fyrir að vera með leikfangabyss­ una, því hann hefði allt eins getað skotið mig.“ Í annað skiptið, þegar Andie var eldri, var skotið á bíl sem hán var farþegi í. Eftir að hafa komið við í verslun keyrðu hán og Jeremy, fé­ lagi háns, frá versluninni á stórum, bláum pallbíl. Jeremy svínaði þá fyrir annan bíl og farþegi þar dró upp byssu. Andie segir: „Þetta gerðist svo hratt að ég áttaði mig ekki á hvað var að ger­ ast. Við klesstum á bíl og ég heyrði byssuhljóðin: POP! POP! POP! en ég hélt að það væri ekki verið að skjóta á okkur. Jeremy sagði mér að beygja mig og þegar ég hlýddi ekki ýtti hann höfði mínu niður og beygði sig sjálfur. Hann brun­ aði áfram og keyrði yfir þrjú gatna­ mót á rauðu ljósi. Síðan stöðv­ aði hann bílinn úti í vegkanti og ég spurði hvað í fjandanum hann væri að gera. Þá sagði hann mér að farþegi í hinum bílnum hefði verið að skjóta á okkur og hæft bílinn að aftan. Á þeirri stundu fann ég fyrir miklum ótta, skalf og sá að við hefðum getað dáið. Jeremy sá þegar farþeginn setti höndina út um farþegagluggann og beindi byssu að bílnum okkar. Hann keyrði því utan í bílinn sem olli því að þeir keyrðu á annan kyrrstæðan bíl. Við ákváðum hins vegar að tilkynna ekki atvikið til lögreglunnar.“ Fékk nóg á gamlárskvöld Þriðja skiptið skeði einnig þegar Andie var á leið úr verslun. Hópur krakka stóð fyrir utan verslunina og einn þeirra, sennilega um átta ára gamall, kom upp að Andie, lyfti upp skyrtunni og sýndi háni byss­ una sem var innanklæða. Ólíkt því sem við sjáum í bíómyndum þá fara flest rán í Bandaríkjunum fram á þennan hátt. Andie var hins vegar aðeins með rúmlega einn dollara í reiðufé á sér og krakkinn varð fyrir sárum vonbrigðum. Hvenær ákvaðst þú að flytja burt? „Ég man mjög greinilega eftir þeim tímapunkti þegar ég sá að ég yrði að flytja úr borginni,“ seg­ ir Andie. „Það var á gamlárskvöld árið 1997. Í Maryland má aðeins slökkviliðið skjóta upp flugeldum en byssur eru leyfðar. Þess vegna fer fólk út á götur og skýtur upp í loftið. Ég sat í íbúðinni minni og hlustaði á skothríðina úr skamm­ byssunum og hríðskotarifflunum alls staðar í kring og hugsaði með mér: Þetta er brjálæði.“ Andie vissi hins vegar ekki hvert hán ætti að fara. Hán hafði lesið mikið um ásatrú og Ís­ lendingasögurnar og ákvað því að fara í ferðalag um Ísland. Hán fór á puttanum um landið og kynnt­ ist þá fjölskyldu frá Hafnarfirði en þá stóð ekki til að flytja til lands­ ins. Eftir að hán kom aftur heim til Baltimore skrifaðist hán á við fjöl­ skylduna og eftir að hafa endur­ skoðað líf sitt ákvað hán loks að flytja búferlum hingað árið 1999. Fékk áhuga á málefnum innflytjenda Draumur Andie var að verða rit­ höfundur og í Bandaríkjunum skrifaði hán fjölmargar smásögur í súrrealískum stíl og var undir áhrifum höfunda á borð við William H. Burroughs og Sylviu Plath. Andie sendi smásögurnar á alla þá útgefendur sem hán gat fundið en samkeppnin var ákaf­ lega hörð. Til að sjá fyrir sér starf­ aði hán meðal annars á veitinga­ stöðum og krám. Blaðamennska heillaði einnig, sérstaklega þau blöð sem hán las sem tóku ákveðna afstöðu í málum án þess þó að slá af gæðum rannsókna. „Hér á Íslandi er innflytjendum skipt upp í þrjá flokka, Norður­ landabúa, Evrópubúa og alla aðra. Þeir sem tilheyra síðastnefnda hópnum fá yfirleitt aðeins störf sem aðrir vilja ekki vinna eða geta ekki, til dæmis láglaunastörf á leik­ skólum, dvalarheimilum aldraðra eða á veitingastöðum. Fyrstu árin vann ég á Fjörukránni í Hafnar­ firði og á dvalarheimili fyrir fatlað fólk. Árið 2003 fór ég að skrifa fyr­ ir Reykjavík Grapevine sem var þá nýbyrjað að koma út.“ En Andie hefur ekki aðeins beitt sér á ritvellinum heldur hóf hán bein afskipti af íslenskum stjórn­ málum. Kveikjan að því varð eitt kvöld á Fjörukránni þegar Andie hitti tvo landa sína, annan hvít­ an og hinn svartan. Þeir spurðu Andie hvernig það væri að búa hér á landi og hán fór að telja upp alla ókostina. Hvernig það væri litið niður á hán, og að hán fengi öll erf­ iðustu og leiðinlegustu verkefnin og allar skammirnar líka. Þá kom bros á svarta ferðamanninn sem sagði: „Það er ágætt að sjá hvítan mann ganga í gegnum þetta til til­ breytingar“ og þetta opnaði augu Andie fyrir innflytjendamálum. „Ég er hvítur og á þessum tíma leit ég á mig sem karlmann. Fyrst ég fékk svona framkomu hvern­ ig ætli sé þá komið fram við kon­ ur, svart fólk, múslima og fleiri minnihlutahópa? Þá hóf ég þessa vegferð mína í að rannsaka mál­ efni innflytjenda og reyna að bæta stöðu þeirra.“ Flokkur nýrra Íslendinga viðbragð við smölun Andie vakti fyrst athygli á sviði fjölmiðlanna þegar hán stofnaði nýjan stjórnmálaflokk sem hafði málefni innflytjenda að leiðar­ ljósi, Flokk nýrra Íslendinga, árið 2006. Sá flokkur var í raun stofnað­ ur sem viðbragð við smölun Fram­ sóknarflokksins fyrir borgarstjórn­ arkosningarnar. „Vinur minn sagði mér frá því að honum hefði verið borgað fyrir að fá fólk á kjörstað og spurði mig hvort ég vildi koma. Hann var með lista með nöfnum innflytjenda og kennitölur þeirra með sér. Ég sagði já og fór með honum en við fórum ekki beint á kjörstað held­ ur fyrst á kosningamiðstöð Fram­ sóknarflokksins þar sem við þurft­ um að sitja undir ræðu um hversu frábær flokkurinn væri. Síðan var farið á kjörstað og mér fannst þetta mjög skrýtið. Áróður er bannaður á kjörstað og mér fannst vera far­ ið í kringum reglurnar. En engir aðrir flokkar, hvorki til hægri né vinstri, gagnrýndu Framsóknar­ flokkinn fyrir þetta eða gerðu neitt í þessu. Það var öllum sama,“ segir Andie og virðist enn hissa öllum þessum árum seinna. „Ég kom í viðtal á Stöð 2 og sagði frá þessu og fékk hörð viðbrögð frá Fram­ sóknarmönnum sem neituðu því að þeir væru að smala innflytjend­ um á kjörstað.“ Flokkur nýrra Íslendinga fékk strax góðar viðtökur eftir að Andie tilkynnti stofnun hans á bloggsíðu sinni. En flokkurinn varð í raun­ inni aldrei formlega til því áður en Andie náði að sækja um kennitölu fyrir flokkinn og halda fyrsta aðal­ fundinn bauðst háni að ganga til samstarfs við Vinstri græn. Sóley Tómasdóttir varaborgarfulltrúi kom að máli við Andie og bauð háni að taka þátt í að móta inn­ flytjendastefnu flokksins og þáði hán það. Vildi ekki heiðra Bobby Fischer Andie tók þriðja sætið á framboðs­ lista Vinstri grænna í Reykjavíkur­ kjördæmi norður fyrir alþing­ iskosningarnar árið 2007 og varð varaþingmaður. Í nóvember það ár kom hán inn á þing og mark­ aði það tímamót því aldrei áður hafði innflytjandi setið á Alþingi Íslendinga. Hvernig var þér tekið á Alþingi? „Það var mjög sérstakt að koma þarna inn,“ segir Andie og glott­ ir. „Ég hafði séð marga af þess­ um þingmönnum tala af heiftúð um málefni innflytjenda. En tónn margra breyttist eftir að einn slík­ ur var kominn inn í þingsalinn og þeir fóru að velja orð sín betur. Ég man sérstaklega eftir einu til­ viki þar sem Pétur Blöndal, þing­ maður Sjálfstæðisflokksins, var að ræða áhrif innflytjenda á skatt­ kerfið okkar. Hann var að tala við alla í herberginu en horfði í sífellu á mig og var að athuga hvernig ég myndi bregðast við.“ Lentir þú einhvern tímann í ill- deilum? „Já, mestu deilurnar spruttu upp vegna máls sem kom upp undir lok þingsins árið 2008. Ver­ ið var að samþykkja frumvörp í hrönnum fram á kvöld til þess að ljúka málum fyrir sumarfrí og þá sá ég að Guðni Ágústsson, þing­ maður Framsóknarflokksins, hafði lagt fram tillögu um að koma á fót skáksetri í minningu Bobbys Fischer. Allir kusu með þessu nema ég og fólk varð forviða. Ég þurfti því að stíga í pontu og segja mína meiningu, það er að Bobby Fischer hefði verið mikill gyðinga­ hatari. Andstyggilegur maður sem fagnaði hryðjuverkaárásunum þann 11. september árið 2001. Ég gat ekki samþykkt að þessi maður yrði heiðraður og stakk upp á að því að setrið yrði nefnt eftir stór­ meistaranum Friðriki Ólafssyni. Sjálfstæðismaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson steig þá í pontu og svaraði mér með mikilli hrút­ skýringu, að málið snerist ekki um pólitík, þetta snerist um skák,“ segir Andie og hlær. „Ég ákvað eftir þetta að sitja hjá í staðinn fyrir að kjósa á móti en margir voru samt illir út í mig.“ Á þessum tíma var Frjálslyndi flokkurinn á þingi og þeirra full­ trúar höfðu reynt að marka sér sérstöðu með að tala með mjög ákveðnum hætti gegn innflytjend­ um. Andie segist ekki hafa haft geð í sér til að ræða við eða vera nærri Jóni Magnússyni, Grétari Mar Jónssyni eða öðrum fulltrúum „Á þeirri stundu fann ég fyrir miklum ótta, skalf og sá að við hefðum getað dáið Fyrsti innflytjandinn á þingi verður jafnframt sá fyrsti trans og kynsegin n Ólst upp í byssuborginni Baltimore n Lenti í skotárás n „Matsalurinn á Alþingi minnti mjög á menntó“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.