Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Blaðsíða 46
46 31. águst 2018 Tímavélin Gamla auglýsinginVísir 28. júlí 1911 Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Við erum flutt á Malarhöfða 2 110 Reykjavík, 2. hæð Fataviðgerðir & fatabreytingar K eppnin Ungfrú Ísland hefur verið háð sleitulaust síðan árið 1955 og íslenskar feg­ urðardrottningar náð eftir­ tektarverðum árangri á alþjóða­ vísu. Ekki er hægt að segja það sama um karlpeninginn því feg­ urðarsamkeppnir karla hafa verið slitróttar og hent að þeim grín í gegnum árin. Ofan á það varð mik­ ill skandall þegar Óli Geir Jónsson, herra Ísland árið 2005, var sviptur titlinum fyrir ólifnað. Keppnin á sér merkilega sögu en hefur nú ekki verið haldin í meira en áratug. Dregnir sundur og saman í háði Árið 1957 efndi slysavarnafélagið Ingólfur til fyrstu fegurðar­ samkeppni karla hér á landi og bar hún heitið Íslendingurinn 1957. Keppnin var haldin að erlendri fyr­ irmynd og ágóðinn nýttur til styðja við starfsemi félagsins. Keppnin var haldin sunnudaginn 8. september í hráslagalegu veðri. Engu að síð­ ur var mætingin góð, um þrjú þús­ und manns, því auk stæltra folanna voru ýmis önnur skemmtiatriði á boðstólum, til dæmis dans á Tivoli­ pallinum og flugvél sem varpaði gjafapökkum yfir mannfjöldann. Það var leikarinn Flosi Ólafsson sem fékk það hlutverk að safna pilt­ um í keppnina og hlutu þeir fimm­ tán hundruð krónur fyrir og Flosi þúsund krónur á hvern haus. Í verð­ laun voru flugferð til Lundúna og vikudvöl þar til að taka þátt í keppn­ inni herra heimur. Önnur verð­ laun voru vönduð föt frá Últíma og þriðju verðlaun vetrarfrakki. Tíu ungir karlmenn, víða af landinu, tóku þátt í keppninni og í fyrstu umferð gengu þeir fram á pall í jakkafötum. Af þeim voru þrír valdir áfram í aðra umferð af áhorf­ endum til að koma fram á sund­ brók. Reigðu þeir sig og teygðu og hnykluðu vöðvana fyrir áhorfend­ ur. Eftir það var kosið um loka­ niðurstöðu. Þeir þrír menn sem kepptu til úrslita voru Haukur Claessen, Þor­ steinn Löve og tvítugur Reykvík­ ingur, Helgi Viðar Ólafsson, sem bar sigur úr býtum. Helgi var vel að sigrinum kominn enda hafði hann iðkað Atlasæfingar og „feng­ ið stælta vöðva og íturlegan vöxt“ eins og segir í Fálkanum 13. sept­ ember það ár. Bjartur var hann yfir­ litum eins og „norrænir menn eigi að vera útlits.“ Auk þess var hann bindindismaður á áfengi. Ekki fór neinum sögum af frammistöðu Helga í heimskeppn­ inni, enda var hann aðeins 156 sentimetrar á hæð, en hann nýtti sér frægðina hér heima og aug­ lýsti líkamsræktarbók með hinu svokallaða Atlaskerfi. Sagði hann Atlaskerfið meginorsök þess að hann hefði unnið keppnina og hlot­ ið nafnbótina Íslendingurinn 1957. Ekki voru allir sáttir við þessa út­ komu því fimm þýskar stúlkur mót­ mæltu nafnbótinni. Þær töldu að Björn Pálsson sjúkraflugmaður ætti skilið að bera titilinn Íslendingur­ inn 1957 fyrir sína ósérhlífni og dugnað. En Björn var þá tæplega fimmtugur að aldri og hefði tæpleg­ ast átt möguleika í Helga hvað varð­ ar útlit. Einn þátttakandi ræddi við Vísi rúmum tuttugu árum eftir keppn­ ina og var lítið stoltur af, svo lítið að hann vildi ekki láta nafns síns getið. Sagði hann: „Okkur fannst þetta mesta grín og auk þess vel borgað og slógum til og ókum rakleitt í Tivoligarð. En þegar á hólminn kom og við sáum allan mannfjöldann runnu á okk­ ur tvær grímur og sumir vildu hætta við allt saman“ og „Við sem höfðum litið á þetta sem grín, rétt eins og fólk kemur fram í skemmtiþáttum í dag fyrir greiðslu, máttum sæta því lengi á eftir, að vera dregnir sundur og saman í háði fyrir að hafa tekið þátt í þessu og virtist almenningur aldrei efast um að við hefðum tek­ ið þátt í þessari keppni af einskærri hrifningu á eigin útliti.“ Erfitt í sundskýlu Ekkert varð af keppninni Ís­ lendingurinn 1958 og landinn mátti bíða í þrjátíu ár eftir annarri slíkri keppni. Árið 1988 var keppn­ in Herra Ísland loksins haldin á Akureyri en að henni stóðu út­ varpsstöðin Hljóðbylgjan, sól­ baðsstofan Stjörnusól og veitinga­ húsið Zebra þar sem keppnin var haldin. MISHEPPNUÐ SAGA HERRA ÍSLANDS „Dregnir sundur og saman í háði fyrir að hafa tekið þátt Á rið 1987 var viðburða­ ríkt á Íslandi. Þá var Haf­ skipsmálið í algleymingi, Kringlan var opnuð og Hemmi Gunn birtist á skjánum með þáttinn Á tali. En fréttin sem stal senunni og bræddi hjörtu Ís­ lendinga var um kúna Hörpu sem slapp við öxi slátrarans og synti sér til lífs yfir tveggja kílómetra leið. Eftir afrekið hóf Harpa nýtt líf á nýjum stað og undir nýju nafni. Skynjaði hvað var í vændum Innarlega í Önundarfirði á Vest­ fjörðum stendur bærinn Neðri Breiðadalur, þar sem bændur halda bæði kýr og sauðfé. Árið 1987 voru settar reglur um gripa­ kvóta og var Halldóri Mikaels­ syni, bónda á Neðri Breiðadal, gert að fækka gripum sínum. Kýr­ in Harpa var því valin til að fara til slátrarans. Þann 13. október þetta ár átti að slátra Hörpu á Flateyri, en þegar hún var leidd að sláturhús­ inu virtist hún skynja hvað væri í vændum og sleit sig lausa. Að því loknu tók hún á rás í átt til hafs, beið ekki boðanna og synti út á fjörðinn. „Þótt maður viti auðvitað aldrei hvað svona skepnur hugsa er engu líkara en hún hafi skilið hvað til stóð,“ sagði Halldór bóndi við Morgunblaðið 15. október. „Hún hefur alltaf verið afskaplega gæf og gott að umgangast hana og því ólíkt henni að slíta sig svona lausa, eins og hún gerði þarna við sláturhúsdyrnar.“ Önundarfjörður er ekki lítill og 2,5 kílómetrar frá Flateyri yfir í Valþjófsdal. Þangað synti Harpa, á móti straumi, og var um klukku­ stund á leiðinni. Björgunarsveit­ armenn fóru út á bát til að fylgja henni síðasta spölinn og þegar hún kom að landi, við bæinn Kirkjuból II, blés hún varla úr nös og átti greinilega nægt þrek eftir. Keypt í fjörunni og lifði í sex ár til viðbótar Guðmundur Steinar Björg­ mundsson og Sigríður Magnús­ dóttir, bændur á Kirkjubóli, voru látin vita að kýrin væri væntan­ leg hinum megin í firðinum en töldu þau ekki líklegt að hún myndi lifa sundferðina af. Þegar þau sáu kúna koma að landi gátu þau ekki hugsað sér að hún yrði Kýrin Sæunn flúði slátrarann á sundi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.