Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Blaðsíða 47
4731. águst 2018 „Það gekk ekki átakalaust að fá þátttakendur,“ sagði Ásta Sigurðar­ dóttir, skipuleggjandi keppninnar, við Morgunblaðið 12. febrúar. „Við fengum heilmikið af ábendingum, en helmingurinn var frá fólki sem var að stríða vinum og kunningj­ um.“ Þeir sem vildu komast inn fyrir alvöru sendu inn myndir og undirbúningsnefnd valdi úr um­ sóknunum. Öfugt við Íslendinginn 1957 þá komu keppendur fyrst fram í sund­ skýlum og síðan í kvöldklæðnaði. Það var síðan dómnefnd en ekki salurinn sem sá um að velja sig­ urvegara. Gígja Birgis dóttir, sem hlaut titilinn Ungfrú Ísland árið 1986, kynnti hver væri „vinsælasti kappinn“ og brutust út mikil fagn­ aðarlæti á Zebra þegar hún las upp nafn heimamannsins Hallgríms Óskarssonar, sem nú er þekkt­ ur sem lagahöfundur og hefur átt fjölda laga í Söngvakeppni Sjón­ varpsins. Meðal annarra keppenda má nefna kylfinginn og vaxtar­ ræktartröllið Ívar Hauksson. Það kom í hlut fegurðardrottn­ inganna Bryndísar Schram og Önnu Margrétar Jónsdóttur að tilkynna sigurvegarann, Arnór Diego, 18 ára Reykvíking. Arnór var áður þekktur sem fimleika­ maður, leikari, módel og break­ dansari en eftir keppnina stofnaði hann byggingafyrirtæki og seldi laxveiðileyfi. „Í keppninni sjálfri fannst mér mjög erfitt að koma fram á sund­ skýlu en restin var ekkert mál. Ég er það vanur því að koma fram að það hafði engin áhrif á mig,“ sagði Arnór eftir sigurinn. Fékk lánaðan bíl Keppnin virtist ætla að festast í sessi þegar hún var aftur haldin ári síðar á Hótel Íslandi. Þá var það Eiður Eysteinsson, átján ára Kópa­ vogsbúi, sem stóð uppi sem sigur­ vegari og fékk silfursleginn pípu­ hatt að launum. Eiður stundaði íþróttir af kappi, bæði handbolta og blak, en starfaði sem barþjónn á skemmtistaðnum Broadway. Eftir keppnina hugði hann á feril sem fyrirsæta. „Það sem réði úrslitum var hvað Eiður hefur marga góða kosti til að bera. Góðan líkama og framkomu, hann er mjög vingjarnlegur en um leið sterkur persónuleiki,“ sagði Gunnlaugur Rögnvaldsson skipu­ leggjandi. Eiður hlaut ýmiss konar verð­ laun fyrir sigurinn, til dæmis sólar­ landaferð til Benidorm, fataút­ tekt upp á fimmtíu þúsund krónur frá tískubúðinni Valentínu og Peugeot­bíl að láni í nokkra daga. Meðal annarra keppenda árið 1989 má nefna Sölva Fannar Við­ arsson, ljóðskáld, leikara og einka­ þjálfara, og fatahönnuðinn Gunn­ ar Hilmarsson. Boxerbrækur ekki nógu sexí Nokkur bið var þangað til næsta keppni var haldin en það var árið 1996 þegar Þór Jósefsson, 23 ára Reykvíkingur, var krýndur á Hót­ el Íslandi. Keppnin var þá mun metnaðarfyllri, keppendur fleiri og meira umstang og æfingar í kringum hana en áður. Ein stór breyting var á keppn­ inni frá fyrri árum því þá komu keppendurnir ekki fram á sund­ brók. Til stóð að keppendurnir kæmu fram í boxerundirfatnaði í staðinn en einnig var hætt við það þar sem slíkur klæðnaður þótti einfaldlega ekki nógu sexí. Því var ákveðið að þeir myndu frekar sýna sig berir að ofan og í fráhnepptum gallabuxum. Þór hafnaði í 4.–5. sæti í keppn­ inni Herra Evrópa þetta sama ár og fékk í kjölfarið fyrirsætusamn­ ing við franska fyrirtækið PH One. Hófst nú gullöld karlfegurðar­ keppna og var Herra Ísland haldin árlega í áratug. Meðal sigurvegara má nefna knattspyrnustjörn­ una Garðar Gunnlaugsson, verk­ fræðinginn Sverri Kára Karlsson og Björn Má Sveinbjörnsson sem einnig hlaut titilinn Herra Kropp­ ur í keppninni Mr. International í Indlandi árið 2001. Óli Geir sviptur titli Án nokkurs vafa er þekktasti kepp­ andi sögunnar sigurvegarinn frá árinu 2005, Keflvíkingurinn Ólafur Geir Jónsson. Ekki fyrir sigurinn sjálfan heldur fyrir að vera sviptur titlinum aðeins nokkrum mánuð­ um síðar fyrir óreglu og fékk hann ekki að keppa erlendis. Elín Gestsdóttir, eigandi Ungfrú Ís­ land, sem jafnframt hélt Herra Ís­ land, tók þessa ákvörðun í janúar árið 2006 eftir að hafa horft upp á „villt líferni“ Óla. Í kjölfarið fékk Jón Gunnlaugur Viggósson, sem hafnaði í öðru sæti, titilinn herra Ísland. „Þetta er bara kjaftæði og bull,“ sagði ósáttur Óli Geir eftir ákvörðunina. En Elínu fannst hann ekki hafa sýnt fyrirmyndarhegðun eftir að hann var valinn Herra Ís­ land. Óli og bróðir hans stjórnuðu sjónvarpsþættinum Splash á stöð­ inni Sirkus þar sem fyllerí og nekt komu mikið við sögu. Óli gaf út yfirlýsingu þar sem hann harmaði ákvörðunina og sagðist hafa komið hreint fram við keppnishaldarana. Elín fékk hins vegar stuðning frá fólki úr brans­ anum, til dæmis Heiðari snyrti sem sagði: „Ef Ólafur Geir fer út og bútur úr þættinum verður sýndur, þá verður það mikil hneisa.“ Árið 2007 var keppnin haldin í síðasta sinn og sigurvegarinn þá var Ágúst Örn Guðmundsson, menntaskólanemandi á Akur­ eyri. n TÍMAVÉLIN Ottó og barnabarna- barnabarnið A ð verða faðir er stór stund og sömuleið­ is að verða afi. Fáir verða langafar og nánast óheyrt er að ein­ hver verði langalangafi. Það varð hins vegar klæðsker­ inn og stórstúkumaðurinn Ottó Guðjónsson, sem bjó að Norðurbrún í Reykjavík, haustið 1983 en hann var þá 85 ára að aldri. Ottó hélt á sínu fyrsta barnabarnabarnabarni undir skírn í Dómkirkjunni, dreng sem fékk nafnið Ottó í höf­ uðið á afa sínum. Móðir Ottós yngri var Þorbjörg Rafns­ dóttir, 22 ára, amma Guðrún Stewart, 41 árs, og langamma Þorbjörg Ottósdóttir, 59 ára. Við tilefnið var tekin mynd af þessum fimm ættliðum frá Ottó til Ottós. n Helgi V. Ólafsson, Íslendingurinn 1957.Eiður Eysteinsson fékk lánaðan bíl Óli Geir var sviptur titlinum fyrir umdeildan sjónvarpsþátt. flutt aftur yfir fjörðinn til slátrun­ ar. Að Kirkjubóli var einnig komið fólk frá Flateyri sem komið hafði akandi til að taka á móti Hörpu. Afrek kýrinnar var slíkt að bændurnir á Kirkjubóli ákváðu að kaupa hana á staðnum og voru kaupin handsöluð í fjörunni. Auk þess að fá nýja eigendur og nýtt líf þá fékk hún einnig nýtt nafn í fjör­ unni, Sæunn. Sigríður sagði ekki hægt að senda hana til baka „fyrst hún vildi endilega koma til okkar. Það var ekkert að kúnni, Halldór í Neðri Breiðadal hafði bara ekki fullvirðisrétt fyrir hana. Sagðist hann reyndar hafa sagt að synd væri að slátra henni og það lítur út fyrir að hún hafi heyrt það og skilið.“ Eftir þetta vappaði Sæunn kílómetra leið að nýjum heim­ kynnum, öll hin rólegasta sem er harla óvenjulegt þegar kýr skipta um fjós. Ekki hafði henni orðið meint af sundferðinni og mjólkaði eðlilega á nýjum stað skömmu síðar. Sæunn lifði í sex ár til viðbót­ ar á Kirkjubóli, eignaðist kálfa og mjólkaði. Þegar hún var loks felld árið 1993 var hún heygð við sjáv­ arkambinn þar sem hún kom að landi og ber sá staður nú nafnið Sæunnarhaugur. Í dag er synt svokallað Sæunnarsund, frá Flat­ eyrarodda að haugnum við Val­ þjófsdal. n Kýrin Sæunn flúði slátrarann á sundi Frábært verð og falleg hönnun Kíktu á sturta.is og skoðaðu úrvalið Sturtuklefar með þaki, sporna gegn raka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.