Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Blaðsíða 52
52 FÓLK 31. ágúst 2018 Þ essi tímamót eru erfið því það er ár síðan hann dó og ár síðan ég jarðaði hann. Þetta var mjög erfiður dauðdagi og ýmsar óþægilegar minningar vakna í hugskotinu þessa dagana. Við vor- um svo ein og baráttan við kerfið var erfið. En ég á svo sannarlega mína góðu daga og hef lært að lífið er hverfult og lífið er til að njóta þess – hér og nú,“ segir Sigrún Þorsteins- dóttir Holt, sem stendur á tímamót- um í dag því það er eitt ár liðið síðan hún missti manninn sinn. Með sorg í hjarta en frelsi frá ýmsum skyldum og skipulagi sem hafa njörvað nið- ur líf hennar alla ævi gengur hún núna til móts við nýja tíma. Um leið og hún heiðrar minningu mannsins síns heittelskaða kappkostar hún að njóta lífsins eins og kostur er, því fátt hefur kennt henni hvað lífið er í senn hverfult og dýrmætt en erfið reynsla undanfarinna ára. Tumi Hafþór Helgason lést í ágúst árið 2017, þá nýorðinn fimm- tugur, eftir erfið veikindi sem rekja má allt aftur til desember árið 2015. Hann var greindur með krabba- mein í lungum en það breiddist út um líkamann. Hjá Tuma og Sig- rúnu tók við þrautaganga ríflega næstu tvö og hálfa árið sem mörk- uð var þjáningum Tuma, gífur- legu álagi, erfiðum samskiptum við heilbrigðis kerfi sem Sigrún tel- ur vera meingallað, og gífurlegum kostnaði sem lagðist þungt á heim- ilið. Tíu systkina hópur Sigrún er fædd í Vesturbænum í september árið 1967 og verður því 51 árs í haust. Hún var yngst í tíu systkina hópi. Þau systkinin eru öll á lífi í dag og elsta systir Sigrúnar er 67 ára. Meðal bræðra hennar er Geir Þorsteinsson, fyrrverandi for- maður KSÍ og áður stjórnarmaður í KR. Ég spyr Sigrúnu hvort þetta hafi verið mikil KR-fjölskylda: „Pabbi var nú reyndar Valsari og Geir var fyrst settur í Val. En hann færði sig í KR og á endanum urðum við öll KR-ingar. Við bjuggum lengi við Holtsgötu en fluttum á Hagamel 48 þegar ég var unglingur og þá vor- um við komin nánast eins nálægt KR-heimilinu og hægt var. Þetta var líflegt heimili en það var samt alltaf pláss fyrir fleiri þó að við værum svona mörg. Þetta voru aðrir tímar en nú eru og maður lærði snemma að deila með öðrum.“ Sigrún kynntist Tuma ung að árum og þau voru saman ávallt upp frá því: „Við kynntumst árið 1988 þegar ég var rúmlega tvítug. Tumi er fæddur á Djúpavogi í Berufirði og við kynntumst fyrir austan. Við bjuggum fyrir austan í 26 ár, bæði á Egilsstöðum og Djúpavogi.“ Þaðan fluttu hjónin til Njarð- víkur og bjuggu þar síðustu fjögur æviár Tuma. Þau eignuðust fjögur börn, tvær stúlkur og tvo drengi. Yngsti sonur Sigrúnar er 17 ára og býr hjá henni en hin börnin eru á þrítugsaldri og eru flutt að heiman. Fjölskyldan er samhent og hefur staðið saman í sorginni eftir fráfall Tuma. Féll í yfirlið eftir ónærgætni læknisins Tumi var húsasmiður og starfaði mestan hluta starfsævinnar við það fag, fyrir utan nokkra túra á sjó. Sig- rún er félagsliði og hefur mest starf- að á öldrunarstofnunum. Veikindi Tuma hófust í desember árið 2015. „Hann hafði verið í meðferð á sjúkraþjálfunarmiðstöð vegna bak- meina. Endurhæfingarlæknir sendi hann í myndatöku hjá Hjartavernd þar sem honum batnaði ekkert í bakinu. Út úr myndatökunni kom að það væri æxli í bakinu. Þetta var rétt fyrir jól og töluvert áfall en við vorum ekki að mála skrattann á vegginn strax. Hann fór í ástungu á Borgarspítalanum 15. desember 2015, eða rétt fyrir jól. Tumi spurði lækninn hver væru næstu skref og læknirinn hreytti úr úr sér: „Þetta er bara mjög alvarlegt.“ Hann var mjög hranalegur. Þú segir ekki svona við fólk, þegar á eftir að rækta sýni og fá niðurstöður. Tuma varð svo mikið um þetta að hann féll í yfirlið þegar hann hafði gengið fram, ég þurfti að halda honum uppi. Læknirinn hélt að ég væri einhver ókunnug kona. Ég spurði hann: „Hvað sagð- irðu eiginlega við hann?“ – „Hver ert þú?“ sagði hann. – „Ég er konan hans!“ Sigrún segir að ónærgætni af þessu tagi sé of algeng í heilbrigðis- kerfinu þó að þar megi finna margt frábært starfsfólk. Mörg önnur vandamál biðu hjónanna á þessari erfiðu vegferð og fyrstu vikurnar hlóðst upp mikill kostnaður vegna rannsókna. Kostnaðarhlutdeildin fyrir áramótin hljóðaði upp á hátt í 300 þúsund krónur. Sigrún seg- ir það fráleita mýtu að heilbrigðis- þjónusta á Íslandi sé ókeypis, hún sé öðru nær mjög dýr. Fyrir utan þetta kosta mörg lyf afar mikið því þau eru ekki öll niðurgreidd. Ekki bætti úr skák að Tumi var óvinnu- fær frá því að æxlið greindist og tekjurnar því í lágmarki. „Það var bara þannig að okkur var hjálpað. Fjölskyldur okkar beggja og vinir hlupu undir bagga með kostnaðinn og þannig er það hjá mörgum sem veikjast alvarlega. Fólk getur ekki staðið undir kostn- aðinum óstutt,“ segir Sigrún og telur kostnað einstaklinga af heilbrigðis- þjónustu hafa aukist mjög á seinni tímum. „Kerfið var þannig að það var byrjað upp á nýtt um áramót. Ég þurfti að greiða rannsóknarkostn- að upp á tæpar 300.000. krónur fyrir lok ársins 2015 og svo strax í byrjun nýs árs byrjaði þetta að tikka aftur. Og þó að Tryggingastofnun endur- greiddi hluta af kostnaðinum þá voru þetta miklir peningar að leggja út. Kostnaðarhlutdeildarkerfinu hefur verið breytt til batnaðar frá því þetta var en enn þann dag í dag held ég að þeir fátækustu komi mjög illa út úr því. Við urðum einu sinni vitni að því að starfsfólk leitaði logandi ljósi að 1.650 krónum hjá einhverjum innanhúss út af bláfá- tækum öldruðum manni sem þurfti að komast í rannsókn. Það var ekki hægt að taka úr honum blóð vegna þess að hann átti enga pen- inga. Þetta þurfti Tumi fárveikur að hlusta á og þetta er afar óþægilegt.“ Fyrir utan óheyrilegan kostnað voru þungt skipulag, mannekla, plássleysi og afskiptaleysi allt vanda- mál sem Sigrún og Tumi fundu mik- ið fyrir á þessari þrautagöngu. Til „Fjölskyldur okkar beggja og vinir hlupu undir bagga með kostnaðinn og þannig er það hjá mörgum sem veikjast alvarlega. nErfiður dauðdagi eiginmannsins nSterk kona sem ætlar að njóta lífsins Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is „Lífið er hverfult og það á að njóta þess“ Sigrún varð ekkja fyrir einu ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.