Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Blaðsíða 50
50 31. águst 2018 Þ ann 5. mars 1946 flutti Win- ston Churchill, forsætis- ráðherra Stóra-Bretlands, eina frægustu og mikilvæg- ustu ræðu sína. Þetta gerði hann í Fulton í Missouri í Bandaríkjun- um. Ekki má draga úr vægi margra ræðna sem Churchill flutti á stjórn- málaferli sínum en hann leiddi Breta í gegnum síðari heimsstyrj- öldina og var óþreytandi við að stappa stálinu í þjóðina og hvetja hana til dáða. Þegar hann flutti ræðuna í Fulton var hann ekki lengur ráðherra. Ræðunni hefur verið líkt við frægar ræður þekktra manna, ræður sem mörkuðu tíma- mót. Henni hefur til dæmis verið líkt við ræðu Martins Luthers King „I Have a Dream“ 1963 en sú ræða hafði mikil áhrif á baráttu blökk- umanna fyrir eðlilegum mann- réttindum í Bandaríkjunum. Segja má að ræða Churchill hafi markað upphaf kalda stríðsins þrátt fyrir að fræjum þess hafi ver- ið sáð nokkru áður og þau hafi verið að spíra misserin á undan. Ræðan endurspeglaði þann nýja veruleika sem Bandaríkin og vest- ræn lýðræðisríki stóðu nú frammi fyrir og spáði fyrir um hvernig ætti að heyja hið nýja „kalda stríð“ án þess að til þriðju heimsstyrjaldar- innar kæmi. Churchill hafði átt í erfiðleikum með að fá bandarísk stjórnvöld til að líta fram á veg- inn og átta sig á hugsanlegum erf- iðleikum í samskiptum við Sovét- ríkin eftir síðari heimsstyrjöldina. Skömmu fyrir Yaltafundinn í febrúar 1945, þar sem Churchill fundaði með Stalín og Roose- velt (leiðtogum Sovétríkjanna og Bandaríkjanna) sagði hann við Roosevelt: „Núna held ég að endirinn á þessu stríði geti vel orðið meiri vonbrigði en endir síðasta stríðs.“ Þegar Churchill hélt til Banda- ríkjanna 1946 óttaðist hann einna mest að vestræn lýðræðisríki gerðu sömu mistökin aftur, mis- tökin sem höfðu nærri gengið af þeim dauðum áratug áður. Í bók- inni The Gathering Storm, sem var fyrsta bókin af sex í ritröð Churchill um síðari heimsstyrjöldina, skrif- aði hann að vestræn lýðræðisríki þyrftu aðeins að hegða sér aft- ur á sama, vel meinandi háttinn gagnvart þeim vandamálum sem steðjuðu að til að hrinda þriðju alheimsátökunum af stað en þau myndi jafnvel enginn lifa af. Harry Truman Bandaríkja- forseti greip fljótlega til aðgerða gegn Sovétríkjunum að stríðinu loknu en ekki var enn ljóst hvort Bandaríkin ætluðu að taka sér stöðu leiðtoga hins frjálsa heims eða taka saman höndum við ríki Vestur-Evrópu í varnarbanda- lagi gegn Sovétríkjunum. Enn var óljóst hvað Sovétmenn ætl- uðu sér í Íran og Austur-Evrópu. Kommúnistar áttu möguleika á að komast í ríkisstjórnir í Frakk- landi, Ítalíu og á Spáni. Bandarík- in voru að afvopnast eftir sigur- inn yfir Japönum sex mánuðum áður og horfðu fram á veg- inn og hlökkuðu til friðartíma. Churchill vissi vel að varnaðar- orð hans myndu varpa skugga á þetta allt. Ræða Churchill lagði grunninn að NATO og áætlunum Vesturlanda til að verjast ágangi Sovétríkjanna. Hugtakið járn- tjaldið, Iron Curtain, lýsti harð- stjórn Sovétríkjanna sem teygði sig yfir Austur-Evrópu. Almenn- ingur kynntist hugtakinu í ræðu Churchill en hann hafði áður notað það í símskeyti til Truman í maí árinu áður, rétt eftir að Þjóðverjar gáfust upp fyrir herj- um Bandamanna. „Ég er ákaflega áhyggjufullur yfir stöðunni í Evrópu. Það er ver- ið að draga járntjald fyrir framlínu þeirra,“ skrifaði hann um sovésku herina sem voru að taka sér varan- lega stöðu í Austur-Evrópu. Fann kannski ekki hugtakið „járntjaldið“ upp Churchill hefur oft verið sagður hafa fundið hugtakið „járntjaldið“ upp en það er kannski ákveðin kaldhæðni að hann hefur hugs- anlega sótt það í smiðju Schwerin von Krosigk sem var utanríkisráð- herra Þýskalands á síðustu dögum stríðsins. Í útvarpsávarpi nokkrum dögum fyrir uppgjöf Þjóðverja sagði Krosigk: „Í austri er járn- tjaldið en á bak við það, hulið aug- um umheimsins, er eyðileggingar- starfið í fullum gangi og heldur stöðugt áfram fram á við.“ En óháð því hvaðan hugtakið kom þá hafði Churchill lengi haft áhyggjur af að ástand sem þetta gæti komið upp. Árið 1970, fimm árum eftir andlát Churchill, rifjaði Harold Macmillan, forsætisráð- herra upp samtal sem hann átti við Churchill snemma árs 1942 þegar þeir voru í matarboði hjá Eisenhower, yfirmanni herja Bandamanna í Alsír á þeim tíma. Macmillan sagði að á þessum tíma „vorum við að tapa stríðinu en nú voru Bandaríkin komin til sögunnar og Churchill hafði kom- ist að þeirri niðurstöðu að ein- ræðisstjórn nasista yrði sigruð en alræðisstjórn kommúnista myndi taka stöðu þeirra sem ógn við Evrópu og heiminn.“ Ræðan Eftir að Harry Truman Banda- ríkjaforseti hafði kynnt Churchill steig hann í pontu í Westminster- háskólanum í Scoffing í Fulton í Missouri sem var heimaríki Truman. Í upphafi sagði Churchill að hann vildi gera það alveg ljóst að hann væri ekki í opinberum erindagjörðum og talaði aðeins á eigin vegum. Því næst ræddi hann um að verkefni heimsbyggðar- innar væri að koma í veg fyrir enn eitt alheimsstríðið og sagði að Sameinuðu þjóðirnar ættu að gegna mikilvægu hlutverki í því, sem og Bandaríkin og Bretland. Því næst bætti hann í og fór að lýsa Evrópu eftir stríð og sagði að skuggi hefði fallið á sviðið í kjölfar sigurs Bandamanna. „Frá Stettin við Eystrasalt til Trieste við Adríahaf hefur járn- tjald lagst yfir álfuna. Aftan við þá línu eru allar höfuðborgir og gömlu ríki Mið- og Austu-Evrópu: Varsjá, Berlín, Prag, Vín, Belgrad, Búdapest og Sofia. Allar þessar frægu borgir og íbúar eru nú á því sem ég verð að kalla áhrifasvæði Sovétríkjanna …“ Ræðan vakti mikinn titring ráðamanna í Washington og Lundúnum og víðar. Hún vakti heimsathygli og járntjaldið var komið til að vera næstu ára- tugina. n TÍMAVÉLIN geirsgötu 8 / s. 553 1500 Sumartilboð Sægreifans Humarsúpa, brauð & ískaldur gull á 2.000 kr Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is FRÆGASTA OG EIN MIKILVÆGASTA RÆÐA WINSTONS CHURCHILL Járntjaldið verður til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.