Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2018, Blaðsíða 42
42 31. ágúst 2018 velkomnir. En nú er staðan breytt og Svíþjóðardemókratarnir eru komnir inn í hlýjuna á bæði nor- rænum og evrópskum vettvangi. Á síðasta ári stofnuðu Svíþjóðar- demókratarnir, Sannir Finnar og Danski þjóðarflokkurinn sinn eig- in hóp hjá Norðurlandaráði. Að- eins tveimur árum áður höfðu síðarnefndu flokkarnir tveir verið mjög gagnrýnir í tali um Svíþjóðar- demókratana. Á Evrópuþinginu eru báðir þingmenn Svíþjóðar- demókratanna nú komnir í hóp með norrænu systurflokkun- um sem mynda hóp með íhalds- flokkum undir forystu Breta. Áður höfðu Svíþjóðardemókratarnir verið í hópi með ítölsku Fimm- stjörnuhreyfingunni og UKIP á Bret- landi. Eftir margra ára deildur og klofning eru evrópskir flokkar, sem eru efins um stefnuna í inn- flytjendamálum og ESB, að ná saman og ef þeim tekst að halda samstöðunni eiga þeir raunhæfa möguleika á að verða stærsti hópurinn á Evrópuþinginu að kosningum loknum á næsta ári. Ef svo fer verða þeir áhrifamik- ill hópur á Evrópuþinginu, hóp- ur sem ekki verður hægt að snið- ganga. Líklegt má teljast að hægri vængurinn á Evrópuþinginu, allt frá þjóðernissinnuðum íhalds- mönnum til popúlista verði öfl- ugur á Evrópuþinginu eftir næstu kosningar. Popúlistar eru orðnir reynslumeiri en áður og vita nú að þeir geta náð betri árangri ef þeir vinna með öðrum popúlistum. Þá er spurning hvaða áhrif það mun hafa á gengi evrópskra popúlista í kosn- ingunum í maí á næsta ári að Steve Bannon, fyrrver- andi kosninga- stjóri og hug- myndafræðingur Donalds Trump, ætlar að beita sér í baráttunni fyrir flokka sem eru andsnúnir ESB. „Þetta eru fyrstu raunverulegu átök popúlisma og flokksins frá Davos,“ sagði Bannon þegar hann nefndi hina frjálslyndu, verald- lega sinnuðu elítu eftir svissneska bænum Davos þar sem World Economic Forum fundar árlega en þangað er áhrifafólki og frægu fólki boðið til umræðna. Nokkrum dögum fyrir kosn- ingarnar á Ítalíu í mars skýrði dagblaðið La Stampa frá því að Bannon væri í landinu til að fylgj- ast með kosningunum og þá sér- staklega Lega-flokknum og leið- toga hans, Matteo Salvini. Salvini er nú innanríkisráðherra á Ítalíu en kosningabarátta hans var und- ir miklum áhrifum frá Donald Trump. „Ítalir fyrst“ sagði hann og fetaði þar í fótspor Trump sem rak kosningabaráttu sína undir slagorðinu „America First“. Einnig hefur Salvini verið iðinn við að birta myndir af sér með Trump. Hann lætur fá tækifæri líða hjá til að gagnrýna ESB og stóru ESB-rík- in Þýskaland og Frakkland. Hægriflokkarnir hafa áður reynt að ná samstöðu á Evrópu- þinginu en það hefur ekki tekist vel hjá þeim. Fyrir kosningarnar 2014 sögðu Marine Le Pen og Geert Wilders að þau ætluðu að mynda „ofurhóp“ á þinginu en það tókst ekki. Tvennt hefur verið nefnt til sögunnar sem ástæða þess að þetta hefur ekki tekist. Annað er að hugmyndafræði flokkanna er ólík en sumir þeirra telja hina vera of róttæka. Hin ástæðan er að formenn flokkanna eru sterkir persónuleikar sem vilja ekki gefa þumlung eftir af áhrifum sínum og völdum. Nú eru þeir flokkar á Evrópuþinginu sem eru andsnún- ir ESB og gagnrýnir á innflytj- endastefnuna í þremur hópum á þinginu sem dregur óneitanlega úr slagkrafti þeirra og áhrifum. Íslenskir popúlistar Popúlistaflokkar hafa reynt fyrir sér á stjórnmálasviðinu hér- lendis í gegnum tíðina. Sá flokkur sem hefur náð best- um árangri var Frjálslyndi flokkurinn. Ein helstu stefnumál flokksins voru að vera á móti kvótakerfinu og að hefta straum innflytjenda til landsins. Flokkurinn átti ágætu gengi að fagna um hríð og var með þingmenn frá 1999 til 2009 en þá beið flokkurinn afhroð í kosning- um og hefur ekki verið mjög sýni- legur eftir það. Það féll vel í kramið hjá mörgum kjósendum að flokk- urinn var á móti kvótakerfinu en það hefur lengi verið þyrnir í aug- um margra og tengt við elítuna, hina ráðandi stétt efnafólks í landinu. Einnig féllu innflytjenda- málin vel í kramið hjá mörgum. Íslenska þjóðfylkingin hefur verið að rembast við framboð frá 2016 en uppskeran hefur verið heldur rýr. Flokkurinn vill endur- skoða aðildina að EES og hætta þátttöku í Schengen-samstarf- inu. Flokkurinn leggur áherslu á vernd íslenskrar þjóðmenn- ingar og fullveldi landsins. Flokk- urinn hafnar fjölmenningu, er andsnúinn innflytjendum og leggst alfarið gegn því að moskur verði reistar hér á landi. Flokk- urinn reyndi að bjóða fram í öllum kjördæmum í alþingiskosningun- um 2016 en deilur ollu því að ekkert varð úr framboði í Reykja- víkurkjördæmunum. Ekki náðist að setja saman lista í Norðaustur- kjördæmi og ekki var boðið fram í Suðvesturkjördæmi þar sem ekki náðist að fá nægilega marga meðmælendur með framboðinu. Flokkurinn fékk 0,2 prósent at- kvæða í kosningunum. Flokk- urinn ætlaði að bjóða fram í síð- ustu þingkosningum en það gekk heldur illa og neyddist hann til að draga framboð sitt til baka vegna meintrar fölsunar á undirskriftum á meðmælendalistum. Hugsanlega má segja að Fram- sóknarflokkurinn hafi daðrað við popúlisma þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var formað- ur. Þegar Icesave-samningarnir voru í hámæli og hávær umræða um þá á meðal þjóðarinnar stillti Sigmundur sér upp sem harðasti andstæðingur samninganna og málsvari almennings og nýtti sér andstöðu almennings við samn- ingana. Afstaðan var að vissu leyti popúlísk því hún beindist gegn elítum og menntafólki. Fram- sóknarflokkurinn flaut á þessari bylgju í gegnum þingkosningarn- ar 2013 og vann góðan sigur. Sig- mundur var þjóðernissinnaður í tali og ræddi meðal annars um gæði íslensks kjötmetis og hætt- una af erlendu kjöti og sagði að fólk gæti orðið fyrir persónuleika- breytingum við að borða erlent kjöt vegna sníkjudýra sem væru hugsanlega í því. Sigmundur hefur gagnrýnt fjöl- miðla harðlega og er hann þar á sama báti og Donald Trump. Ef þeim líkar ekki eitthvað sem fjöl- miðlar segja þá eru þeir sagðir snúa út úr orðum þeirra, flytja fals- fréttir eða vinna fyrir elítuna sem vill koma höggi á þá. Sigmundur neitaði að ræða við fjölmiðla ef þeir höfðu fjallað á gagnrýninn hátt um hann. Sigmundur hrökk- laðist úr embætti sem formaður Framsóknarflokksins í kjölfar hins fræga viðtals fréttamanna Sænska ríkisútvarpsins við hann þar sem hann neyddist til að svara fyr- ir Wintris-málið. Um ári síðar stofnaði hann Miðflokkinn ásamt stuðningsfólki sínu úr Fram- sóknarflokknum. Flokkurinn náði góðum árangri í þingkosningun- um 2017 og fékk fleiri atkvæði en Framsóknarflokkurinn. Kosn- ingabaráttan snerist að miklu leyti um persónu Sigmundar. Stefnu- skrá flokksins var ekki birt fyrr en nokkrum dögum fyrir kosningar en samt sem áður hlaut flokkurinn góða kosningu. Í borgarstjórnarkosningunum á þessu ári fékk Miðflokkurinn borgarfulltrúa kjörinn en Fram- sóknarflokkurinn ekki. Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þing- maður Framsóknarflokksins, var kjörin í borgarstjórn. Hún vakti töluverða athygli í kosningabar- áttunni og má auðveldlega greina popúlísk áhrif í kosningabaráttu hennar. Hún var nær alltaf mót- fallin því sem meirihlutinn hafði að segja, hún lofaði að finna 10– 15 milljarða í borgarkerfinu með því að „taka til“ og fækka stjórn- unarstöðum í borgarkerfinu. Með þessu taldi hún að hægt yrði að lækka útsvarið. Miðflokkurinn dró upp þá mynd að hann væri flokk- ur þeirra sem búa í úthverfunum. Fleiri hafa daðrað við popúl- isma í íslenskri pólitík, má þar nefna Ásmund Friðriksson, þing- mann Sjálfstæðisflokksins, sem hefur rætt um kostnaðinn sem hlýst af móttöku hælisleitenda. Hann hefur einnig varpað þeirri spurningu fram hvort bakgrunnur þeirra múslima sem búa á Íslandi hafi verið kannaður til að kanna hvort þeir hafi hlotið þjálfun hjá hryðjuverkamönnum eða barist í löndum þar sem átök eru. Framtíðin Hvort sem fólki líkar betur eða verr eru popúlistar komnir til að vera í stjórnmálum, hér á landi sem er- lendis. Kjósendur þjást af langvar- andi stjórnmálaleiða og leiða á stjórnmálamönnum sem þeim finnst hafa svikið sig ítrekað. Á meðan þessi tilfinning er til stað- ar hjá kjósendum er frjór jarðveg- ur fyrir popúlista sem spila á óá- nægju fólks og stilla sér upp sem þeim sem hafa lausnina á því sem á bjátar að mati kjósenda. Hinir hefðbundnu stjórnmála- flokkar hafa ekki náð að laga sig að nýjum tímum hvað varðar sam- skiptin við kjósendur en margir popúlistaflokkar hafa fyrir löngu áttað sig á mætti samfélagsmiðla og nota þá duglega í baráttu sinni. Popúlistaflokkarnir eru einnig miklu sveigjanlegri og ófeimn- ir við að breyta um stefnu og laga hana að þeim viðhorfum sem eru ríkjandi hverju sinni. n ERLENT LEIÐANDI Í GREIÐSLULAUSNUM Greiðslulausnir tengdar helstu afgreiðslukerfum Sjálfstandandi greiðslulausnir og handfrjálsir posar Hlíðasmára 12 201 Kópavogi verifone@verifone.is S: 544 5060 Mattias Karlsson Vigdís Hauksdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.