Fréttablaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 8
Jólabæklingur okkar er kominn út. Fjöldi glæsilegra tækja á jólaverði. Jól2018 Þurrkari WT 44E1L7DN, iQ300 Gufuþétting, enginn barki. Sérkerfi: Hraðkerfi 40 mín. og heitt 20 mín. Krumpuvörn við lok kerfis. Fullt verð: 99.900 kr. Jólaverð: 79.900 kr. Orkuflokkur Tekur mest Þvottavél WM 14N2O7DN, iQ300 Vindur upp í 1400 sn./mín. Sérkerfi eru meðal annars: Kraftþvottur 60 mín., útifatnaður, mjög stutt kerfi (15 mín.), viðkvæmt/silki, ull o.fl. Fullt verð: 99.900 kr. Jólaverð: 79.900 kr. Tekur mest Orfeus Borðlampi 18728-25 Hæð: 36 sm. Fullt verð: 9.500 kr. Jólaverð: 7.500 kr. SKILTAGERÐ Ljósakassar Ljósaskil 3D stafir Hönnun Ráðgjöf Uppsetning Sundaborg 3 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is Nýbygging í Austurhlíð 10 Reykjavík Samtök aldraðra Síðumúla 29 • 108 Reykjavík • S: 552 6410 • samtokaldradra@heimsnet.is Samtök aldraðra bsvf. mun halda kynningarfund á nýjum íbúðum fyrir félagsmenn sína að Austurhlíð 10, Reykjavik, (gamli Kennaraskólareiturinn), miðvikudaginn 12. desember kl. 14.00 á Grand Hótel. Um er að ræða 60 íbúðir í þremur húsum með lyftu í hverju húsi. íbúðir verða tveggja til þriggja herbergja, 81-120 fermetra, með þvottaherbergi innan íbúðar. Bílageymslan, sem er niðurgrafin, verður staðsett milli húsanna. Reiknað er með rúmgóðu stæði í bílageymslu fyrir hverja íbúð. Þá verða þar 60 séreignageymslur og sameiginlegur samkomusalur fyrir íbúá. Ein húsvarðaríbúð verður fyrir öll húsin. Stjórn Samtaka aldraðra bsvf. ferðaþjónusta Ef farið hefði verið að lögum og reglum við sölu ferða með íshellaskoðunarfyrirtækinu Goecco hefðu viðskiptavinir sem nú sitja uppi með stórtap slopp- ið mun betur frá rekstrarstöðvun fyrirtækisins. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu stöðvaðist rekstur ferðaþjónustufyrirtækis Jónasar Freydal fyrir um fjórum vikum. Þann 8. nóvember sendi hann við- skiptavinum bréf þar sem hann til- kynnti að Icelandic Ice Cave Guides  (Íslenskir íshellaleiðsögumenn ehf.) hefðu orðið gjaldþrota þann dag og því yrði ekkert af ferðum sem seldar voru undir vörumerkinu Goecco. Síðan þá hafa margir viðskipta- vinir kvartað undan því að fá ekkert endurgreitt og undan því að engin svör fáist frá fyrirtækinu –  sem reyndar er ekki enn búið að óska eftir gjaldþrotaskiptum fyrir. Goecco seldi tveggja og þriggja daga pakkaferðir með hótelgistingu innifalinni. Kostuðu þriggja daga ferðir 1.890 dollara fyrir tvo, eða ríflega 230 þúsund krónur. Til þess að selja ferðir sem vara meira en einn dag þarf svokallað ferðaskrif- stofuleyfi frá Ferðamálastofu. Slíkt leyfi var ekki til staðar hjá Goecco og Íslenskum íshellaleiðsögumönn- um sem höfðu hins vegar skráningu sem ferðaskipuleggjandi. Í því felst aðeins leyfi til dagsferða. Hefðu ferðir Goecco verið seldar undir merkjum fyrirtækis með ferðaskrifstofuleyfi hefði það þurft að borga tryggingar í samræmi við umsvif sín og mat á fjárhags- stöðu. Ferðamálastofa hefði verið handhafi tryggingarinnar og getað gengið í hana án dóms til að endur- greiða þeim viðskiptavinum sem ekki hefðu verið farnir af stað í ferð eða ekki getað lokið ferð. Er þar um að ræða rekstrarstöðvunar- og gjaldþrotatryggingu. Í fyrrnefndu bréfi Goecco til við- skiptavina var lögð áhersla á að fyrirtækið hefði ávallt staðið skil á sköttum og haldið orðspori sínu hreinu. Þarna vantaði þó upp á að Goecco hafi fylgt lögum og reglum og það bitnar á þeim hluta við- skiptavinanna sem ekki fá endur- greitt í gegn um aðrar tryggingar, greiðslukortafyrirtæki eða greiðslu- miðlunina PayPal sem Goecco nýtti. Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu felst eftirlit með þessum málum í því að fylgt er eftir ábendingum sem berast stofnuninni. Viðkomandi er þá sent bréf með áskorun um úrbætur, til dæmis að sækja einfaldlega um ferðaskrifstofuleyfi. Slíkt kostar ekki mikið fé en felur þó í sér nokkurn kostnað vegna trygginga og kvöð um skil á ársreikningum. Hafi ekki verið farið að ábend- ingum Ferðamálastofu hefur stofn- unin ekki haft nein tól til að knýja viðkomandi til að láta af leyfis- lausri starfsemi. Á þessu verður þó breyting um áramótin þegar ný lög taka gildi og Ferðamálastofa fær heimild til að leggja dagsektir á slík fyrirtæki. gar@frettabladid.is Seldi pakkaferðir án leyfis og trygginga Íshellaskoðunarfyrirtækið Goecco var ekki með rétta leyfið og greiddi ekki rekstrarstöðvunartryggingu til Ferðamálastofu. Fréttablaðið/anton brink Þriggja daga ferðir ís- hellaskoðunarfyrirtæk- isins Goecco voru seldar án tilskilinna leyfa og nauðsynlegra trygginga. Bitnar á viðskiptavin- unum. Lagabreytingar sem taka gildi um ára- mót gera Ferðamála- stofu loks kleift að beita þrýstingi á slík fyrirtæki með dagsektum. Þriggja daga ferðir Goecco Í þriggja daga ferð Goecco var farinn svokallaður Gullhringur og síðan ekið austur í Eldhraun og gist. Næsta dag var farið að Jökulsárlóni og í íshelli og síðan aftur gist í Eldhrauni. Þriðja daginn var farið heim aftur eftir suðurströndinni. Gisting og matur var innifalinn. 1.890 dollara kostaði þriggja daga ferð fyrir þrjá með Goecco 8 . d e s e m b e r 2 0 1 8 L a u G a r d a G u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð 0 8 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 2 0 s _ P 1 1 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 A F -A 2 1 0 2 1 A F -A 0 D 4 2 1 A F -9 F 9 8 2 1 A F -9 E 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 0 s _ 7 _ 1 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.