Fréttablaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 10
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
9
0
7
4
9
H
y
u
n
d
a
i
i2
0
a
lm
e
n
n
5
x
2
0
n
ó
v
Hyundai | Kauptúni 1 | Sími 575 1200 | www.hyundai.is
Nýr og spennandi
Hyundai i20.
Sýndu skynsemi. Veldu nýjan i20.
Við kynnum nýjan Hyundai i20 sem er enn betur útbúinn en eldri gerðir af i20. Nýr i20 er fáanlegur með sjálfvirkri
neyðarhemlun, akreinavara og sjálfvirkri hækkun og lækkun aðalljósa. Inrréttingin hefur fengið nýtt og vandaðra
yfirbragð, og í nýjum 7" snertiskjá er hægt að nýta sér fullkomnustu margmiðlunartækni á borð við Apple
CarPlayTM og Android AutoTM. Verið velkomin að reynsluaka nýjum og glæsilegum Hyundai i20.
Verð frá:
2.390.000 kr.
OPIÐ Í DAG FRÁ 12–16
Seðlabanki Íslands mun þurfa að
grípa inn í gjaldeyrismarkaðinn til
þess að sporna við veikingu krón-
unnar þegar aflandskrónur taka
að streyma úr landi. Þetta segir
forstöðumaður hagfræðideildar
Landsbankans.
Ríkisstjórnin samþykkti í gær-
morgun að leggja fram á Alþingi
frumvarp fjármála- og efnahags-
ráðherra um breytingar á lögum.
Breytingarnar fela í sér að aflands-
krónueigendur geti losað aflands-
krónueignir sínar að fullu með því
að skipta þeim í gjaldeyri á álands-
markaði eða eiga þær sem fullgildar
álandskrónur þegar um samfellt
eignarhald frá því fyrir fjármagns-
höft er að ræða.
„Þetta eru risatíðindi enda eru
aflandskrónurnar síðustu leifar
fjármálahrunsins. Það er ljóst að
þessar breytingar munu hafa nei-
kvæð áhrif á gengi krónunnar ef
Seðlabankinn gerir ekki neitt og
við sáum að krónan veiktist strax
í kjölfar þess að tilkynningin var
gefin út,“ segir Daníel Svavarsson,
forstöðumaður hagfræðideildar
Landsbankans, í samtali við Frétta-
blaðið.
Heildarumfang aflandskróna
er um 84 milljarðar króna. Seðla-
bankinn hefur gefið út að hann sé
vel í stakk búinn til að bregðast við
skammtímasveiflum á gjaldeyris-
markaði. Þar sem losunin tengist
fortíðarvanda en ekki undirliggj-
andi efnahagsaðstæðum geti verið
meira tilefni til að draga úr áhrifum
á gengi krónunnar en ella.
„Samkvæmt upplýsingunum
sem Seðlabankinn birtir kemur
fram að aflandskrónurnar eigi að
fara í gegnum gjaldeyrismarkað-
inn sem er mjög þunnur. Það þarf
ekki mikið til að hreyfa við gengi
krónunnar. Ef Seðlabankinn myndi
halda að sér höndum á meðan um
80 milljarðar af krónum streyma
inn á markaðinn til að kaupa gjald-
eyri þá er augljóst að krónan myndi
að öðru óbreyttu taka umtalsverða
dýfu. Seðlabankinn gefur í skyn að
hann muni grípa inn í markaðinn ef
miklar sveiflur verða á genginu en
lofar engu,“ segir Daníel.
Samkvæmt nýbirtum tölum
Seðlabankans veiktist raungengi
krónunnar um fjögur prósent í
nóvember og í samanburði við
sama mánuð í fyrra nam veikingin
11,9 prósentum. „Það hefði kannski
verið betra að flytja þetta frumvarp
þegar krónan var í styrkingarfasa en
ekki veikingarfasa,“ segir Daníel.
Erlendir fjárfestar
geti losað stöður
Frumvarpið felur einnig í sér breyt-
ingar sem eiga að auka sveigjanleika
á formi bindingar reiðufjár vegna
nýs innstreymis erlends gjaldeyris.
Hingað til hefur þurft að uppfylla
bindingarskyldu með því að leggja
inn á bundinn reikning hjá inn-
lánsstofnun en breytingarnar gera
mögulegt að uppfylla bindingar-
skyldu með endurhverfum við-
skiptum með innstæðubréf Seðla-
bankans.
„Það hefur verið hindrun fyrir
suma erlenda fjárfesta að koma með
fjármagn til landsins vegna bindi-
skyldunnar vegna þess að þeim er
óheimilt að fjárfesta ef þeir geta ekki
losað fjárfestinguna með skjótum
hætti,“ segir Daníel. „Nú er verið að
gefa fjárfestum tækifæri til að koma
með fjármagn til landsins án þess
að eiga kröfu á íslensku bankana
og að geta losað stöður sínar áður
en bindiskyldutíminn er að fullu
útrunninn.“
thorsteinn@frettabladid.is
Gengisfall ef Seðlabankinn
grípur ekki inn í markaðinn
Þórarinn G. Pétursson og Már Guðmundsson. Fréttablaðið/VilhElM
Nýjar tölur um rekstur norska
flugfélagsins Norwegian hafa
valdið fjárfestum vonbrigðum en
sætanýting Norwegian hefur ekki
verið lægri í meira en fjögur ár.
Bréf í norska flugfélaginu lækkuðu
um 14,7 prósent í fyrradag eftir að
tölurnar voru birtar.
Farþegum fjölgaði um 26 pró-
sent sem var undir væntingum um
34 prósenta fjölgun, að því er The
Times greinir frá. Þá dróst sætanýt-
ingin saman, sem er lykilmælikvarði
í flugbransanum, niður í 78,8 pró-
sent.
Bjorn Kos forstjóri reyndi að slá á
áhyggjur. „Nokkrar af sumarferðum
félagsins hafa verið framlengdar
fram í nóvember en það hefur haft
áhrif á sætanýtingu, sagði hann.
Tap á afleiðusamningnum um
olíu átti einnig þátt í því að auka
áhyggjur fjárfesta. Nýlegt verð-
fall á olíu mun lækka eldsneytis-
kostnaðinn sérfræðingar segja að
Norwegian myndi tapa verulega
á afleiðusamningnum sem félag-
ið keypti þegar olíuverð stóð sem
hæst. – tfh
Vonbrigði með
Norwegian
Nýtt frumvarp gerir
kleift að aflandskrónur
streymi úr landi. Ef Seðla-
bankinn grípur ekki inn
í gjaldeyrismarkaðinn
er ljóst að krónan mun
veikjast að mati hag-
fræðings hjá Lands-
bankanum. Segir að
frumvarpið hefði hentað
betur í styrkingarfasa.
tölur Norwegian valda áhyggjum.
8 . d e s e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r d A G U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð
0
8
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:1
4
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
A
F
-9
D
2
0
2
1
A
F
-9
B
E
4
2
1
A
F
-9
A
A
8
2
1
A
F
-9
9
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
2
0
s
_
7
_
1
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K