Fréttablaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 30
Tónskáldið og BAFTA-v e r ð l a u n a h a f i n n Ólafur Arnalds hefur verið á ferð og flugi um heiminn undan-farið að kynna nýju
plötuna sína re:member. Hann mun
enda viðburðaríkt ár hér heima
með tónleikum í Eldborg í Hörpu
þann 18. desember. Nýja platan
er óður til sköpunargleðinnar og
þeirrar tilfinningar sem listamenn
fá þegar þeir skapa og ákveðið
ástand myndast, flæði.
Við Ólafur tyllum okkur í hlýjum
húsakynnum Iðnó við tjörnina á
köldum en björtum laugardegi.
Hann er við það að hefja nýtt
ferðalag hinum megin á hnöttinn,
til Ástralíu.
„Sköpunargleði er orð sem er
ekki til í enskri málfræði. Ég fór að
skoða þetta betur þegar ég var að
glíma við ritstíflu, áður en ég náði
að sætta mig við hana,“ segir Ólafur.
Hann líkir ritstíflu við að klífa fjall.
„Stíflan er bara ferli. Hún er leiðin
að því sem þú vilt gera. Þetta er eins
og að klífa hæð eða fjall. Maður þarf
bara að komast upp á toppinn til að
hafa yfirsýn. Því hærra sem fjallið
er því betra útsýni færðu. Mér líður
oft eins og ritstíflan sé frábær og
því stífari sem hún er því betri hug-
mynd fæ ég á endanum. Hugmyndir
koma úr öllu í kringum mig. Lífs-
reynslu, upplifunum, umhverfinu,
ýmsum tilfinningum sem ég finn.
Heilinn er svo virkur, maður er
alltaf að uppgötva eitthvað nýtt.
Ég kvarta ekki undan ritstíflunni
lengur, ég vinn mig í gegnum hana.“
Áður en að platan re:member
varð til var Ólafur fastur í tvo til
þrjá mánuði. Hann uppgötvaði,
eftir að hafa kynnt sér kenningar
um taugaheilavísindi, ástand sem
kallast flæði.
„Þetta er tilfinningin sem maður
fær þegar maður er að vinna í ein-
hverju og gleymir alveg tímanum,
óháð því hvað maður er að gera.
Þú getur verið að skrifa inn í Excel,
skapa list eða vinna eitthvert verk-
efni sem þú sekkur algjörlega inn í
og allt í einu eru liðnir fjórir klukku-
tímar. Maður gleymir sér alveg.
Þetta kallast flæði, eða „flow state“.
Ég las bók eftir vísindamanninn
Mihaly Csikszentmihalyi sem upp-
götvaði þetta fyrir rúmum 40 árum.
Þetta varð svo hugmyndafræðin að
baki plötunnar.“
Praktískt að tónlistin sé glaðleg
Ólafur hefur undanfarin misseri
unnið að ýmsum verkefnum og má
þar nefna tónlist fyrir sjónvarps-
þáttaraðirnar Broadchurch, Philip
K. Dick’s Electric Dreams, plötu
undir nafninu Island Songs og einn-
ig með rafsveitinni Kiasmos.
„Ég vann mikið með Kiasmos
sem er teknóband. Við ferðuðumst
um allan heim og spiluðum á fjölda
tónleika. Það var eitthvað svo nýtt
fyrir mér að vera uppi á sviði og
sjá fólk dansa,“ segir Ólafur sem
hefur iðulega samið undir for-
merkjum nýklassíkur. Ólafur hefur
unnið með ljúfan og örlítið melan-
kólískan píanóleik ásamt mörgum
fallegum hljóðfærum á borð við
Stratus. Stratus er sérsmíðaður
píanóhugbúnaður sem Ólafur og
Halldór Eldjárn hönnuðu í sam-
einingu og gerir Ólafi kleift að spila
á þrjú píanó í einu. Hugbúnaðurinn
nemur hvað Ólafur spilar og sendir
skilaboð í tvö sjálfspilandi píanó
sem spila með honum, oft á vegu
sem koma höfundunum sjálfum
á óvart. Stratus notaði Ólafur sem
innblástur fyrir nýju plötuna og það
fylgir honum sömuleiðis á tónleika-
ferðalaginu.
„Ég tók það með mér í veganesti
eftir Kiasmos að vera uppi á sviði
og sjá bros og fólk að hreyfa sig og
dansa. Mér fannst það gefa mér eitt-
hvað og það gerði mig glaðan. Mig
langaði því með þessari nýju plötu
að fá meiri gleði inn í tónlistina og
allt sem er á plötunni snýr að því. Ég
vildi að það skini í gegn að mér þótti
gaman að gera lögin, sama þótt það
sé sorglegt lag, glaðlegt lag eða eitt-
hvert annað lag,“ segir Ólafur.
„Ég fór að hugsa um afleiðingarn-
ar af því sem maður setur á plötu.
Þegar maður er búinn að gefa út
plötu, þá er það ekki bara búið og
maður getur farið að gera eitthvað
annað. Tónleikar taka við og maður
þarf að fara að spila tónlistina af
plötunni á kannski 200 tónleikum.
Ég er því fastur með efnið sem ég
set á plötuna. Ef ég vil vera glaður
þessi 200 kvöld þá er fínt að hafa
tónlist sem er glaðleg. Það er svo-
lítið praktískt.“
Þörfin að semja kom snemma
Ólafur fann fyrir þörf til að semja
tónlist nánast um leið og hann
snerti hljóðfæri í fyrsta sinn. Hann
var sendur í tónlistarskóla þegar
hann var fimm ára gamall. „Það var
þannig að ég vildi aldrei láta segja
mér hvað ég ætti að gera, ég vildi
frekar semja. Það var eitthvað mjög
frumstætt í mér. En á þeim tíma
kunni ég örfá grip á gítar og svipað á
píanó. Ég man bara að ég vildi aldr-
ei spila eftir nótunum, ég vildi alltaf
prófa eitthvað nýtt,“ segir Ólafur.
Hann segir að sólóverkefnið
sitt, að vinna með píanóstrengi,
hafi byrjað þegar hann var 15 ára
gamall. „Þessi klassíski stíll. Ég
fór að uppgötva kvikmyndatón-
list og mig langaði alltaf að verða
kvikmyndatónskáld. En það vildi
enginn ráða 16 ára ungling í bíó-
myndirnar sínar,“ segir Ólafur og
hlær. „Ég fór því að semja tónlist og
setja hana á netið. Ég varð því ekki
kvikmyndatónskáld heldur fór að
gefa út plötur. Ég fór ekki að gera
tónlist í kvikmyndir fyrr en eftir
að fólk var búið að uppgötva mig í
gegnum það að gera plötur og það
var bara nauðsynlegt. Ég ætlaði í
raun aldrei að gera það sem ég er
að gera núna. Það var alveg óvart.“
Það getur verið skemmtilegt hvert
lífið leiðir mann. Nýklassík með
popptónlistarívafi er mikil nýjung
og ekki algengt að tónskáld sem
semja fyrir sinfóníuhljómsveitir
hafi ótal fylgjendur á Instagram og
fylli tónleikahallir með stórri ljósa-
sýningu og blikkandi stróbljósum.
„Í klassískri tónlist ertu bara tón-
skáld og sinfóníuhljómsveit flytur
verkið þitt, þú ert ekki einu sinni á
staðnum á meðan,“ segir Ólafur og
hlær. „Mér finnst gaman að ég hafi
dottið inn á þessa braut bara alveg
óvart. Því ég var kannski að reyna
að vera eitthvað annað, reyna að
vera eins og hinir. En það bara tókst
ekki.“
Er það ekki ákveðinn léttir, að
fatta það að maður þurfi ekki að
vera eins og aðrir og geti farið eftir
eigin innsæi og verið maður sjálfur?
„Jú, en ég fæ kannski ekki þá til-
finningu. Maður heldur alltaf
Vill hafa áhrif á
heiminn með tónlistinni
Eitt fremsta tónskáld Íslands, Ólafur Arnalds, hefur gefið út nýja plötu, re:member. Hann
hefur farið sigurför um heiminn með tónlist sína og meðal annars unnið til BAFTA-verð-
launa. Hann segir að tónlistin færi fólk saman og myndi tengingar, óháð samtölum.
„Stíflan er bara ferli. Hún er leiðin að því sem þú vilt gera. Þetta er eins og að klífa hæð eða fjall. Maður þarf bara að komast upp á toppinn til að hafa yfirsýn.,“ segir Ólafur. Fréttablaðið/Ernir
Gunnþórunn
Jónsdóttir
gunnthorunn@frettabladid.is
↣
ÞAð vAr ÞAnnig Að ég
vildi Aldrei látA segjA
mér hvAð ég ætti Að
gerA, ég vildi frekAr
semjA. ÞAð vAr eitt-
hvAð mjög frumstætt
í mér.
8 . d e s e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r d A G U r30 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
0
8
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:1
4
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
A
F
-7
F
8
0
2
1
A
F
-7
E
4
4
2
1
A
F
-7
D
0
8
2
1
A
F
-7
B
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
1
2
0
s
_
7
_
1
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K