Fréttablaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 43
Góð munnheilsa og ferskur
andardráttur með GUM
GUM tannvörurnar eru viðurkenndar af tannlæknum og ættu allir að geta fundið sér vörur sem
henta. Þær eru fyrir alla aldurshópa og einnig fyrir þá sem kljást við ýmiss konar vandamál tengd
tönnum, tannholdi og gómum. Nýlega komu tvær nýjar tannvörur frá GUM í verslanir.
Original White – hvítari tennur
GUM Original White hreinsar bletti af tönnum ásamt því að vernda bæði
tennur og tannhold og tryggja að tennurnar haldi styrk sínum. Það styrkir
einnig glerunginn og fyrirbyggir að nýir blettir myndist. Original White vör-
urnar eru án bleikiefna sem gætu skaðað náttúrulega vörn tannanna og þar
sem þær innihalda flúor, mæla tannlæknar með notkun þeirra.
Activital Sonic vibration
tannbursti – batterísdrifinn
Þessi fallegi tannbursti lítur út eins og venjulegur
bursti, nettur og þægilegur. Hann hefur það um-
fram aðra bursta að fínu burstahárin fjarlægja allt
að 50% meira af óhreinindum milli tannanna með
þægilegum titringi og þau hreinsa mun betur undir
tannholdsbrúnina án þess að valda ertingi. Þetta er
því djúp en blíð hreinsun.
Hægt er að skipta um burstahaus eftir þörfum, þægi-
legt lok fyrir ferðalögin fylgir og nú eru hleðslutæki
og snúrur úr sögunni.
Hydral – við munnþurrki
Hydral er rakagefandi og eykur
munnvatnsframleiðslu. Bæði gel og
sprey líkja eftir eiginleikum munn-
vatns, styrkja náttúrulegar varnir og
koma jafnvægi á bakteríuflóruna í
munninum. Hydral tannkrem, sem
hjálpar einnig gegn munnþurrki,
inniheldur flúor og er með góðu
mintubragði.
Acti Vital – kraftar náttúrunnar
Acti Vital tannkrem og munnskol eru sérlega frískandi og bragðgóðar vörur
sem innihalda öflug náttúruleg efni. Engifer og kamilla ásamt andoxunar-
efnunum Q10 og granateplum eru bæði styrkjandi og veita langtímavörn
fyrir tennur og tannhold. Það er flúor í Acti Vital sem er nauðsynlegt til að
veita góða vörn gegn tannsteini og tannskemmdum en það inniheldur ekki
óæskileg efni eins og SLS, paraben eða alkóhól. Acti Vital ætti því að vera
góður valkostur fyrir þá sem vilja bæði nýta krafta náttúrunnar ásamt því að
draga úr líkum á tannskemmdum.
Sensi Vital®+
gegn tannkuli
SensiVital®+ tannkrem er ný
formúla með tvöfaldri virkni.
Þetta er nýjung frá GUM sem er
sérstaklega hönnuð fyrir fólk
með tannkul en það getur einnig
dregið úr líkum á skemmdum,
rótarskemmdum og styrkt gler-
unginn.
Tannkremið ver taugar í tann-
kviku og þéttir tannbeinið en á
sama tíma er það milt og kemur í
veg fyrir ertingu og ofnæmisvið-
brögð. Það veitir hraða vörn gegn
tannkuli og þarf einungis nokkra
daga til að finna mun ef burstað
er tvisvar á dag.
Travler og Soft picks
Það þurfa allir að passa vel upp á að
þrífa vel svæðin milli tannanna og
bursta/nudda tannholdið. Travler
burstarnir eru til í mörgum stærðum,
eru með sveigjanlegu handfangi og
burstinn sjálfur er einnig sveigjan-
legur. Það má nota hvern bursta í allt
að tvær vikur og jafnvel lengur þar
sem hann er með klórhexidíni til að
tryggja hreinlæti en ávallt skal passa
upp á að skola hann vel eftir notkun
og geyma með lokinu á. Soft Picks
tannstönglarnir ættu svo að vera til
á hverju heimili, þeir eru sveigðir til
að ná vel milli aftari tannanna og
geta hreinsað tannsteininn sem þar
myndast. Þeir koma í þremur mis-
munandi stærðum; small, medium
og large.
Hali Control – gegn andremmu
Andremma getur verið ansi hvimleið og oft
erfitt að losna við. Hali
Control vinnur gegn and-
remmu og óbragði í munni
og einnig gegn bakteríunum
sem valda andremmunni.
Það er bæði til gel og munn-
skol en 10-15 ml tvisvar á
dag eftir tannburstun ætti
að geta losað fólk við eða
dregið verulega úr vanda-
málinu.
Paroex – gegn tannholdsvandamálum og bólgum
Paroex munnskol inniheldur 0,12% klórhexidín og er notað sem skammtíma-
meðferð við tannholdsvandamálum og eftir aðgerðir. Þetta er öflug bakteríu-
vörn sem er bæði sótthreinsandi og bólguhamlandi. Einnig er tanngel sem
notað er staðbundið á bólgusvæði.
Einnig er til Paroex með 0,06% klórhexidíni sem er fyrirbyggjandi og getur
unnið gegn minniháttar tannholdsbólgum og verndað tennur og tann-
hold gegn sýklum. Báðar tegundir innihalda hvorki alkóhól né SLS og hafa
frískandi og gott bragð.
NÝTT
NÝTT
FÓLK KYNNINGARBLAÐ 3 L AU G A R DAG U R 8 . D E S E M B E R 2 0 1 8
0
8
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:1
4
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
A
F
-D
D
5
0
2
1
A
F
-D
C
1
4
2
1
A
F
-D
A
D
8
2
1
A
F
-D
9
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
1
2
0
s
_
7
_
1
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K