Fréttablaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 28
Hún er mjög opin og staðföst,  hún þorir að fara út fyrir „unglingakass-ann“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, móðir hinnar fimmtán ára gömlu, Elízu Gígju sem ferðaðist nýverið til Úganda á vegum Sameinuðu þjóðanna. „Við vorum uppi í sumarbústað og mamma minntist á þetta verkefni. Að það væri verið að leita að unglingi fæddum 2003 sem væri tilbúinn að fara út og taka þátt í heimildarþátta- röð um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Mér fannst þetta spenn- andi,“ segir Elíza Gígja og segist hafa ákveðið að sækja um. Hún sendi inn myndband með kynningu á sér og svo annað með frásögn frá degi í lífi sínu. Eftir það var hún boðuð í viðtal. „Ég vissi auðvitað strax að hún væri algjörlega týpa í þetta. En á sama tíma er það áskorun. Elíza Gígja er eins og flestir unglingar en hún er samt mjög sterk og tilbúin að standa með sjálfri sér,“ segir Hjördís sem segist hafa hvatt hana áfram til þess að líta á ferlið sem undirbúning undir það að fara seinna á ævinni í atvinnuviðtal.“ „Nokkrum  dögum eftir viðtalið þá fékk mamma símtal um að ég hefði verið valin. Ég fékk ekki að vita neitt. Hún sagði pabba og litlu systur minni fréttirnar. Ég fór á fót- boltaæfingu. Eftir leikinn þá var systir mín að keppa á sama velli og ég var á hliðarlínunni og horfði á hana með vinkonum mínum. Þær allar sem sátu með mér vissu þetta. Svo birtist bara Katrín Jakobsdóttir for- sætisráðherra á völlinn og tilkynnti að ég hefði verið valin til að fara til Úganda,“ segir Elíza Gígja frá. Elíza Gígja fékk myndavél og fékk það verkefni að taka upp myndskeið úr eigin lífi. „Ég var alltaf með þessa myndavél og reyndi að taka upp öll kvöld,“ segir hún. Hún og mamma hennar ferðuðust til Úganda í september. „Þetta var langt ferðalag, það tók rúma þrjátíu tíma. Við stoppuðum í París. Fórum þaðan til Úganda og enduðum í litlum bæ, Muvo,“ segir Elíza Gígja.   Elíza Gígja kynntist stelpu á svip- uðum aldri og hún sjálf. „Hún heitir Friður og við fengum að sjá hvernig lífi hún lifir og heimsóttum skólann hennar. Hún býr við mikla fátækt,“ segir Hjördís. „Það sem maður hefur áður séð á skjánum var nú bara beint fyrir framan mig. Í þetta þorp var kom- inn vatnspóstur sem hefur breytt lífi fólks. Sérstaklega stelpna. Nú tekur það ekki jafn langan tíma að sækja vatn þannig að þær komast frekar í skólann,“ segir Elíza Gígja. „Svo fórum við til Kampala, sem er höfuðborgin og þar kynntist ég annarri stelpu vel. Aðstæður hennar voru betri en Friðar en á okkar mæli- kvarða öðruvísi. Hún átti sjónvarp og rúm og allt sem hún þurfti en þetta var allt gamalt og lúið,“ segir hún. „Hennar líf var mjög frábrugðið mínu. Hún bjó á heimavist og hitti fjölskyldu sína aðeins á sunnudög- um. Hún og vinkonur hennar máttu ekki spila fótbolta í skólanum. Þær spiluðu í staðinn eins konar net- bolta. Íþrótt sem er líkari körfu- bolta,“ segir Elíza Gígja. „Símar eru líka illa séðir í skól- anum og á heimavistinni. Ef krakkar nást með síma á skólalóðinni þá er hann bara tekinn og mölvaður fyrir framan þau. Það yrði allt snarvit- laust ef það væri gert á Íslandi,“ segir hún. Út úr „unglingakassanum“ Hjördís og Elíza Gígja, fimmtán ára, sem er er ánægð með ferðalagið til Úganda. Fréttablaðið/StEFán Með ungu fólki í Kamp­ ala í Úganda. Hjördís hjálpar til við við að bera vatn í Muvo. Elíza Gígja Ómars- dóttir er fimmtán ára gömul og fór fyrr í vetur til Úganda til að varpa ljósi á heimsmarkmið Sam- einuðu þjóðanna. Hún segir að þrátt fyrir boð og bönn sé líf unglinga í Kampala í Úganda ekki mjög frábrugðið lífi íslenskra unglinga. „Þær stelpur sem ég kynntist í Kampala hittast líka, fá sér eitthvað að borða og hanga. En þær fara ekki að versla, heldur skoða og láta sig dreyma um hluti. En líf Friðar er verulega frábrugðið því sem við eigum að venjast. Hún býr við raun- verulegan skort og hefur ekki sömu tækifæri og við.“ kristjanabjorg@frettabladid.is Meira um ævintýri Elízu í Úganda á +Plús síðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er eingöngu í Fréttablaðs­appinu eða í PDF­útgáfu blaðsins sem er aðgengileg á frettabladid.is. +PlÚS Ljóðasafn Ólafs Hundrað ár eru frá fæðingu Ólafs Jóhanns Sigurðssonar. Ljóðasafn hans er komið út og allir sem unna íslenskum skáldskap þurfa að eignast það. Vésteinn Ólafs- son skrifar ítar- legan formála. Mowgli í leikstjórn Andy Serkis Ævintýrið um Mowgli í leikstjórn Andy Serkis hefur verið tekið til sýninga á Netflix. Serkis þykir einstaklega fær um að vekja til lífsins furðurverur á skjánum með aðstoð tækninnar, eins og sjá mátti í Lord of the Rings og Planet of the Apes. Grænkerakrásir Guðrúnar Sóleyjar Ótal rannsóknir sýna fram á jákvæð áhrif af neyslu græn- metis á heilsuna. Í nýrri matreiðslubók fjölmiðlakonunnar Guðrúnar Sóleyjar Gestsdóttur er ekki boðuð meinlæta- stefna eða megrun heldur byggir hún á mannúð. Þar er að finna fjölda girnilegra rétta. Við mælum sérstaklega með uppskrift að buffaló blómkálsvængjum. Ungfrú Ísland Ný skáldsaga Auðar Övu fékk nærri fullt hús í dómi gagnrýn- anda Fréttablaðsins. „Frábær skáldsaga, full af dýpt og ríkum mannskilningi. Verk sem mun lifa.“ Home Alone í Bíói Paradís Það er alveg upplagt að keyra jólastemn- inguna í gang með því að skella sér með börnunum á jóla- partísýningu á hinni sígildu gamanmynd Home Alone í Bíói Paradís í dag. Fáar myndir eru jafn vel til þess fallnar að vekja jólabarnið í hjartanu. Tvær sýningar eru í boði, klukkan 15 og 20. 8 . d e s e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r d A G U r28 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð helgin 0 8 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 2 0 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 A F -9 3 4 0 2 1 A F -9 2 0 4 2 1 A F -9 0 C 8 2 1 A F -8 F 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 2 0 s _ 7 _ 1 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.