Fréttablaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 18
Þýskaland Angela Merkel, kanslari
Þýskalands, hélt í gær sína síðustu
ræðu sem formaður Kristilegra
demókrata (CDU) eftir átján ára
formannstíð. Ræðuna hélt Merkel
á landsfundi flokksins þar sem nýr
formaður verður valinn. Merkel
lætur þó ekki af störfum sem kansl-
ari fyrr en að kjörtímabilinu loknu,
árið 2021 að öllu óbreyttu. Þá mun
hún sigla upp að hlið Helmuts Kohl
sem þaulsætnasti kanslari ríkisins.
Þrjú bitust um að taka við af
Merkel. Annegret Kramp-Karren-
bauer bar sigur úr býtum. Hún fékk
45 prósent í fyrri lotu atkvæða-
greiðslunnar í gær, vann þá seinni
með 51,8 prósentum atkvæða, er rit-
ari flokksins, kölluð „Mini-Merkel“
og afar náin kanslaranum.
Næstvinsælastur var svo Fried rich
Merz, athafnamaður sem var valda-
mikill í flokknum um aldamótin en
fjarlægðist hann þegar Merkel tók
við völdum. Hann þykir íhaldssam-
ari og hægrisinnaðri en Merkel og
fékk 39,2 prósent í fyrri umferð í
gær og 48,2 prósent í þeirri síðari.
Heilbrigðisráðherrann Jens
Spahn, ein vonarstjarna CDU,
íhaldssamur, samkynhneigður og
kaþólskur, fékk tæp sextán prósent
og datt út í fyrstu umferð.
Formaðurinn fráfarandi stiklaði á
stóru í fortíð, nútíð og framtíð bæði
CDU og Þýskalands í ræðu sinni.
Hún minntist þess þegar hún tók
við flokknum árið 2000 þegar CDU
var í mikilli krísu vegna fjármögn-
unarhneykslis.
„Okkar CDU er allt annar flokkur
en sá sem ég tók við árið 2000. Og
það er gott. Við getum ekki haldið
áfram að lifa í fortíðinni heldur
þurfum við að horfa til framtíðar,“
sagði Merkel en Deutsche Welle
sagði að túlka mætti þessi ummæli
kanslarans sem skot á Fried rich
Merz.
Merkel sagði að með því að
tryggja samstöðu innan flokksins
gætu Kristilegir demókratar haldið
sæti sínu sem stærsti flokkur Þýska-
lands. Vert er að nefna að flokkurinn
mælist í mikilli lægð í könnunum og
hefur komið illa út úr ríkiskosning-
um að undanförnu.
Þá varði hún sitt umdeildasta
stefnumál innan flokksins, jákvæða
afstöðu til flóttafólks í neyð. Hún
sagði Þýskaland hafa svarað „mik-
illi mannúðarkrísu“ á réttan hátt
en viðurkenndi vissulega að málið
hefði valdið miklum illdeilum
innan flokksins.
Aukinheldur sagði hún að Þýska-
land stæði frammi fyrir mörgum erf-
iðum málum. Hún nefndi útgöngu
Bretlands úr Evrópusambandinu,
loftslagsbreytingar og almenna
samstöðu innan Evrópusambands-
ins sem dæmi.
„Þetta starf hefur fært mér
ómælda gleði. Þetta hefur verið mér
sannur heiður. Takk kærlega fyrir,“
sagði Angela Merkel svo að ræðu
lokinni undir tíu mínútna stand-
andi lófaklappi samflokksmanna
sinna. thorgnyr@frettabladid.is
Söguleg stund þegar Angela
Merkel steig úr formannsstól
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt í gær sína síðustu ræðu sem formaður Kristilegra demókrata. Hún
mun þó áfram sitja sem kanslari til loka kjörtímabils. Merkel sagði flokkinn hafa breyst mikið í átján ára
formannstíð hennar og að næsta formanns biðu erfið verkefni. Annegret Kramp-Karrenbauer tekur við.
Frakkland Gulu vestin, mótmæl-
endurnir sem hafa undanfarnar
helgar safnast saman og mótmælt
ríkisstjórn Emmanuels Macron
Frakklandsforseta, mæta aftur
til leiks í París í dag. Um síðustu
helgi breyttust mótmælin í óeirðir.
Hundruð voru handtekin, á annað
hundrað særðust og mikið eigna-
tjón varð. Þótt Macron hafi orðið við
upphaflegri kröfu Gulu vestanna, að
hætta við skattahækkun á eldsneyti,
hefur mótmælunum í dag ekki verið
aflýst. Enda snúast þau í auknum
mæli um stjórnarhætti Macrons og
ríkisstjórnarinnar eins og þeir leggja
sig.
Mikill viðbúnaður er í höfuðborg-
inni vegna mótmælanna. Edouard
Philippe forsætisráðherra greindi
frá því í gær að um 89.000 lögreglu-
þjónar yrðu kallaðir út víðs vegar
um Frakkland, þar af 8.000 í París,
og að brynvarðir bílar yrðu notaðir
í höfuðborginni. Þá hefur öryggis-
myndavélum verið komið fyrir.
Helstu kennileitum Parísar hefur
verið lokað eða þau girt af. Þá
hefur lögregla eindregið hvatt eig-
endur verslana og veitingastaða við
Champs-Elysees til þess að skella í
lás. Knattspyrnuleikjum hefur auk-
inheldur verið slegið á frest.
Christophe Castaner, innan-
ríkisráðherra Frakklands, sagði í
gær að mótmælin hefðu getið af
sér skrímsli. Hann varaði við því að
öfgafólk gæti komið sér fyrir innan
raða mótmælenda og valdið usla. „Ég
hef enga samúð með þeim sem mis-
nota örvæntingu þjóðarinnar,“ sagði
Castaner við blaðamenn. – þea
Mikill viðbúnaður fyrir mótmælin í dag
Jemen Hútar, uppreisnarhreyfingin
sem á í stríði við ríkisstjórn Abd
Rabbuh Mansur al-Hadi, forseta
Jemens, pyntar fanga sína. Þetta er
fullyrt í umfjöllun AP sem byggir á
rannsókn miðilsins í samstarfi við
Pulitzer-stofnunina.
Alls ræddi AP við 23 einstaklinga
sem sögðust annaðhvort hafa sjálfir
þurft að þola pyntingar Húta eða séð
aðra verða fyrir þeim.
Einnig var rætt við skyldmenni
pyntaðra fanga, lögmenn, aðgerða-
sinna og þrjá löggæslumenn á vegum
Hadi-stjórnarinnar sem sögðust hafa
séð merki um pyntingar.
Samtök kvenkyns skyldmenna
fanga Húta hafa á skrá rúmlega
18.000 einstaklinga sem Hútar hafa
tekið fasta. Þar af er talið að um þús-
und hafi verið pyntaðir í leynilegum
fangelsum og að 126 hið minnsta
hafi dáið vegna pyntinga Húta frá
því þeir tóku yfir höfuðborgina San’a
síðla árs 2014.
Leiðtogar Húta hafa áður neitað
því að þeir hafi beitt pyntingum.
Samkvæmt umfjöllun AP vildi eng-
inn þeirra svara fyrirspurnum mið-
ilsins.
Friðarviðræður á milli Húta og
Hadi-stjórnarinnar fóru fram í Sví-
þjóð í gær. Samkvæmt Reuters lögðu
stjórnarliðar til að alþjóðaflugvöll-
urinn í Sana, sem Hútar halda, yrði
opnaður á ný gegn því að leyfi fengist
til að skoða allar þær flugvélar sem
fara um flugvöllinn. Á fimmtudag
var samþykkt að frelsa þúsundir
fanga. Martin Griffiths, sáttasemjari
á vegum SÞ, sagði að viðræðurnar
byrjuðu vel. – þea
Hútar sakaðir um að beita fanga pyntingum
Bandaríkin Heather Nauert, upp-
lýsingafulltrúi utanríkisráðuneytis
Bandaríkjanna, verður skipuð nýr
sendiherra ríkisins hjá Samein-
uðu þjóðunum. Frá þessu greindu
bandarískir miðlar í gær. Meðal
annars Fox News, þar sem Nauert
vann áður sem fréttakona.
Bloomberg fjallaði ítarlega um
Nauert í gær og sagði um óvenjulegt
val að ræða. Hún hefði litla reynslu
af störfum fyrir hið opinbera og
utanríkismálum, var fyrst skipuð í
starf á þeim vettvangi í apríl 2017 og
þá sem upplýsingafulltrúi.
Nauert mun fylla sætið sem
Nikki Haley tilkynnti óvænt um í
október að hún ætlaði að yfirgefa.
Haley hafði gegnt stöðunni frá því
Trump tók við embætti og sagðist
ekki vera að hætta til þess að fara
sjálf í forsetaframboð gegn Trump.
Margir höfðu spáð slíku þar sem
hún studdi Trump ekki í kosninga-
baráttunni 2016. Haley sagðist taka
ákvörðunina til þess að hleypa ein-
hverjum nýjum að. – þea
Nauert tekur
við af Haley
mJanmar Dómstóll í Mjanmar
dæmdi þrjá aðgerðasinna í fang-
elsi í gær fyrir að hafa smánað her-
inn. Dómurinn þykir til marks um
harðnandi aðgerðir stjórnvalda
gegn tjáningarfrelsi og stjórnarand-
stöðu. Þremenningarnir fengu hálfs
árs fangelsisdóm.
Mótmælendurnir, Lum Zawng,
Nang Pu og Zau Jat, tóku þátt í mót-
mælum í Kachin-ríki Mjanmar í
apríl þar sem herinn hefur verið að
berjast gegn sjálfstæðisher Kachin,
samansettum úr hermönnum þjóð-
flokka svæðisins. Alls hafa um 6.000
flúið heimili sín vegna átakanna.
Doi Bu, lögmaður hinna dæmdu,
sagði samkvæmt Reuters að mót-
mælendurnir hefðu til að mynda
sagt að herinn heimilaði fólki ekki
að yfirgefa átakasvæðið og að her-
inn hótaði fólki sem væri að hugsa
um að flýja.
Evrópusambandið fordæmdi
dóminn í yfirlýsingu í gær og hvatti
stjórnvöld til þess að endurmeta
afstöðu sína. „Þessar fréttir eru
áhyggjuefni fyrir almenna borgara
í Mjanmar. Mótmæli í þágu friðar
og fólks sem situr fast á átakasvæði
ættu ekki að vera glæpur,“ sagði til
að mynda í yfirlýsingunni. – þea
Mótmælendur
fangelsaðir
Landsfundargestir risu á fætur í gær og klöppuðu fyrir Angelu Merkel, fráfarandi formanni. Nordicphotos/AFp
Koma upp myndavél til að fylgjast með Gulu vestunum. Nordicphotos/AFp
heather Nauert. Nordicphotos/AFp
hermenn húta í höfuðborginni san’a í nóvember. Nordicphotos/AFp
Þetta starf hefur fært
mér ómælda gleði.
Þetta hefur verið mér sannur
heiður. Takk kærlega fyrir
Angela Merkel, kanslari Þýskalands
8 . d e s e m B e r 2 0 1 8 l a U G a r d a G U r18 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð
0
8
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:1
4
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
A
F
-7
0
B
0
2
1
A
F
-6
F
7
4
2
1
A
F
-6
E
3
8
2
1
A
F
-6
C
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
1
2
0
s
_
7
_
1
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K