Fréttablaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 92
Höfundar nýju verkanna eru kórmeðlimirnir: Pétur Ben, Elín Elísabet Einarsdóttir, Ragnar Helgi Ólafsson, María Huld Markan Sigfúsdóttir, Snorri Hall- grímsson, Kjartan Hólm, Marteinn Sindri Jónsson, Baldur Hörleifsson og stjórnandi kórsins Jelena Ćirić. Kórinn Kliður heldur tónleika í Aðventkirkjunni við Ingólfsstræti á morgun, sunnudag, klukkan 17 og  frumflytur meðal annars ný íslensk kórverk. „Það verða engar Frostrósir og engir jólagestir ef undan er skilinn hinn helgi andi auðvitað,“ segir í frétta­ tilkynningu en þar kemur líka fram að auk hinna nýju verka syngi kórinn líka gamla slagara. „Við hittumst vikulega í Mengi til að syngja og æfa,“ segir Elín Elísabet Einars­ dóttir teiknari, sem er meðal kórfélaga og höfundur eins af nýju lögunum sem hann flytur á morgun. Hún segir kórinn hafa verið til í þrjú, fjögur ár. „Lengst af hefur hann gengið undir nafninu Kórus. Við erum nýbúin að breyta því,“ segir hún. Sem sagt kennitöluflakk? „Neei, þetta var nú meira skapandi ákvörðun,“ segir Elín glaðlega og upplýsir að kórinn Kliður sé skipaður tónlistarmönnum, rithöfundum, myndlistarfólki, döns­ urum og líka fólki utan listageirans, svo sem viðskiptafræðingum og bílasölum. „Við erum svo heppin að vera með nógu mörg tónskáld í okkar röðum til að geta flutt verk eftir meðlimi kórsins. Það er ekkert dagsdaglega sem verið er að syngja ný íslensk kórverk,“ bendir hún á. Elín segir Klið meðal annars hafa komið fram við opnun sýningarinnar Fáni fyrir nýja þjóð, í Hörpu 1. desember og hafa farið í söngferð til Belgíu fyrir skemmstu. Að tónleikunum í Aðventkirkjunni loknum verður tónleikagestum boðið upp á kaffi og kökur, að gömlum og góðum sið, í safnaðarheimilinu, að sögn Elínar Elísabetar. – gun Ný íslensk kórlög innan um gamla slagara Það er greinilega dálítið gaman á æfingum hjá Kliði. Mynd/Leifur WiLberg OrrasOn Okkar ástkæri sonur, bróðir, mágur og frændi, Kristbjörn Hauksson (Kiddi) sem lést á Landspítalanum laugardaginn 1. desember, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju mánudaginn 10. desember kl. 13.00. Gréta Óskarsdóttir Helga Hauksdóttir Þorsteinn Guðbjörnsson Margrét Hauksdóttir Hilmar Kristinsson Grétar, Björg, Hildur Ýr og Íris Björk Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þóra G. Helgadóttir Víkurbraut 15, Keflavík, lést á Hlévangi, hjúkrunarheimili Hrafnistu 1. desember sl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 14. desember kl. 13.00. Njáll Skarphéðinsson Hrafnhildur Njálsdóttir Björn S. Pálsson Skarphéðinn Njálsson Jónína S. Birgisdóttir Kristín Gyða Njálsdóttir Valdimar Birgisson barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Jóns Örvars Skagfjörðs Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Grundar fyrir góða umönnun. Guðfinna Alda Skagfjörð Björgvin Gylfi Snorrason Gísli Skagfjörð Karen Lilja Björgvinsdóttir Christian Parisot Guterres Eva Björk Björgvinsdóttir Anders S. R. Ødum Tao Lilja og Soul Lilja Okkar kæri Guðmundur Sigurjónsson Boðahlein 28, 210 Garðabæ, lést 13. nóvember sl. Jarðarförin hefur farið fram. Við þökkum öllum auðsýnda samúð og kærleika. Aðstandendur. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður og afa, Ólafs Arnar Ingimundarsonar Lóa Ólafsdóttir Sigurður Rúnar Magnússon Karólína Ólafsdóttir Guðbrandur Einarsson og barnabörn. Á handahlaupum yfir 100 ár Tónlistardagskrá með myndlýsingum fyrir börn í tilefni fullveldisafmælis verður í Kalda- lónssal Hörpu á morgun. Hún nefnist Nú get ég og er full af fjöri, sprelli og spaugi. Ég er að halda þarna afmælis­veislu því þetta er full­veldisviðburður,“ segir stór­leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir, oft kölluð Lolla, um  dagskrána Nú get ég. Þar er saga þjóðarinnar síðustu árin flutt í tónum, texta og með tilþrif­ um.  Lolla er þar bæði pottur og panna, hún leikur og syngur og leiðir þannig áheyrendur í gegnum efnið. Dagskráin er í Kaldalónssal Hörpu á morgun og hefst klukkan 13. Lolla segir hana hugs­ aða fyrir börn og að í henni sé farið á handahlaupum yfir síðustu hundrað ár. „Ég  syng lög sem  tengjast þessum tíma en eru þó öll glæný. Þau eru eftir hana Elínu Gunnlaugsdóttur tónskáld. Við byrjum 1918 og fikrum okkur til 2018,“ segir Lolla og bætir því við að teiknimyndir tengdar textanum birtist á veggnum fyrir aftan hana,  gerðar af Heiðu Rafnsdóttur. Það eru orðhagir menn  sem hafa samið textann. Þórarinn Eldjárn orti söngtextana og leiktextinn er eftir Karl Ágúst Úlfsson. „Svo er tónlistin leikin af  fjögurra manna bandi, sem nokkrir af okkar færustu djassspilurum skipa,“ lýsir Lolla og bætir við að Ingrid Jónsdóttir sé leikstjóri verksins. Töfrahurð,  fyritæki  sem Pamela de Sensi stofnaði 2013, stendur að dag­ skránni sem  tekur innan við klukku­ tíma, að sögn Lollu. „Þetta er fjölskyldu­ sýning fyrir krakka á grunnskólaaldri og upp úr,“ segir hún. „Ég held þetta sé dálítið grípandi efni og líka lærdóms­ ríkt.“ – gun Sýnishorn af kveðskapnum Þegar sást í lofti ljómi lýsa fram á veg allir sungu einum rómi áfram, nú get ég. Þórarinn Eldjárn nóturnar við nýju lögin eftir elínu gunn- laugs, sem Lolla ætlar að syngja. Vignir Þór stefánsson, Haukur gröndal, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Hávarður Tryggvason og Pétur grétarsson. Mynd/egiLL bJarnasOn Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og dóttir, Hrefna Hannesdóttir Hofslundi 8, Garðabæ, lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold miðvikudaginn 5. desember. Útför hennar fer fram frá Vídalínskirkju föstudaginn 14. desember kl. 13.00. Ármann Guðmundsson Hannes Ármannsson Kolbrún Lísa Hálfdánardóttir Bergný Ármannsdóttir Árni Johnsen Kristín Sigríður Skúladóttir 8 . d e s e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r d A G U r52 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð 0 8 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 2 0 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 A F -8 4 7 0 2 1 A F -8 3 3 4 2 1 A F -8 1 F 8 2 1 A F -8 0 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 2 0 s _ 7 _ 1 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.