Fréttablaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 24
Fótbolti Knattspyrnumaðurinn Arnór  Smárason náði  ferli sínum á gott flug á nýjan leik þegar hann gekk til liðs við norska liðið Lille­ ström frá sænska liðinu Hammarby um mánaðamótin júlí og ágúst. Á þeim tíma var Lilleström að ganga í gegnum þjálfaraskipti, en við liðinu tók Jörgen Lennartsson sem þekkti til Arnórs eftir að hafa leikið gegn honum í Svíþjóð. „Ég hafði verið að glíma við meiðsli hjá Hammarby og var dott­ inn út úr liðinu og það hentaði mér bara vel að gera stuttan samning við Lilleström til þess að fá meiri spil­ tíma. Jörgen mundi eftir mér eftir að við mættumst fjölmörgum sinnum í Svíþjóð og hann lagði áherslu á að fá mig til liðsins. Það var þægileg til­ finning að vera kominn aftur í lið þar sem ég var í lykilhlutverki eftir erfiða tíma hjá Hammarby,“ segir Arnór í samtali við Fréttablaðið. Hann var settur í nýja stöðu. „Þarna var ég settur í hlutverk falskrar níu fyrir aftan framherja og var í nokkuð frjálsu hlutverki. Mér gekk vel persónulega og liðinu tókst að bjarga sér frá falli þannig að þetta gat bara ekki farið betur. Ég skoraði sjö mörk í 13 deildarleikjum og lagði upp nokkur mörk fyrir samherja mína og ég var bara mjög sáttur við eigin frammistöðu,“ segir hann enn fremur um tíma sinn hjá Lilleström. „Eftir tímabilið hef ég fundið fyrir þó nokkrum áhuga frá liðum á kröft­ um mínum. Það er góð tilfinning að vera kominn aftur á flug og að geta valið úr tilboðum. Ég verð samnings­ laus í desember og býst við að taka ákvörðun öðrum hvorum megin við næstu áramót um hvar ég mun spila í framhaldinu. Lilleström er búið að bjóða mér nýjan samning og svo er ég kominn með tilboð frá tveimur öðrum norskum liðum. Það eru svo einhverjar fyrirspurnir frá liðum annars staðar í Skandinavíu og einn­ ig annars staðar en í Evrópu,“ segir hann um framtíðina hjá sér.  „Nú er bara að vega og meta það sem mér býðst og taka góða ákvörðun fyrir mig. Ég þarf líka að passa upp á það að finna lið þar sem mér er ætlað stórt hlutverk. Mig langar mjög mikið að koma mér inn í landsliðshópinn á komandi ári og til þess að svo geti farið verð ég að spila reglulega og standa mig vel áfram. Ég býst við því að verða val­ inn í landsliðsverkefnið sem verður í janúar og er staðráðinn í að sýna mig og sanna þar,“ segir Skagamaðurinn enn fremur. – hó Langar að koma mér aftur í landsliðið  MMA Í nótt snýr Gunnar Nelson aftur í búrið eftir 510 daga fjarveru þar sem hann mætir hinum brasil­ íska Alex Oliveira. Bardaginn hefst um hálf fjögur í nótt að íslenskum tíma og fer fram í Scotiabank­höll­ inni í miðborg Toronto. Höllin hýsir einnig lið Toronto í NBA og NHL og búast má við tæplega tuttugu þús­ und manns. Andstæðingur Gunnars í búrinu kallar sig Kúrekann og er í 13. sæti á styrkleikalista UFC fyrir bardagann, einu sæti fyrir ofan Gunnar. Oliveira hefur unnið sex af síðustu sjö bar­ dögum sínum  á síðustu tveimur árum  og alls unnið nítján af 25 bardögum á ferlinum. Sá brasilíski er með öflug högg og hafa þrettán sigrar af nítján unnist á rothöggi. Alls hefur hann tapað fimm bar­ dögum, þar af þremur á hengingu (e. submission) en einum bardaga lauk með jafntefli. Þrátt fyrir að sautján mánuðir séu liðnir frá síðasta bardaga virtist Gunnar hinn rólegasti þegar Frétta­ blaðið fékk að slá á þráðinn til hans í Toronto. „Mér líður ofboðslega vel, undir­ búningurinn hefur gengið frábær­ lega og ég get ekki beðið eftir því að komast inn í hringinn. Ég finn það að ég er hundrað prósent tilbúinn í þetta. Ég reyni að horfa ekkert á hvað það er langt síðan ég barðist, ég einblíni frekar á það sem þarf að gera í hringnum,“ sagði Gunnar. Hann átti að berjast við Neil Magny í vor en þurfti að draga sig út vegna meiðsla.  „Það var afar svekkjandi að þurfa að hætta við bardagann í Liverpool vegna meiðsla en það er partur af þessu og eitthvað sem ég þurfti að takast á við.“ Gunnar breytti undirbúningnum fyrir þennan bardaga og lagði meiri áherslu á styrktaræfingar. „Við lögðum meiri áherslu á styrktar­ og úthaldsæfingar og ég fékk sérstakan þjálfara, Unnar Helgason, sem stýrði þeirri æfinga­ áætlun. Ég æfði bara á Íslandi í aðdraganda bardagans og undir hans handleiðslu tvisvar til þrisvar í viku og það hefur breytt heil­ miklu,“ sagði Gunnar sem virkar í toppstandi og finnur mikinn mun í endurhæfingu. „Æfingaálagið jókst með þessum nýju æfingum og fituprósentan fór eflaust eitthvað aðeins niður en ég finn mestan mun í endurhæfing­ unni. Ég gat æft meira og betur og það skilar sér vonandi í kvöld gegn Alex.“ Hann segist hafa skoðað Alex vel í aðdraganda bardagans „Við höfum skoðað hann vel og erum með eitthvað í pokahorninu til að nota gegn honum. Ég hef fylgst með honum frá því að hann kom í UFC og þekki það vel hvernig hann vill berjast,“ sagði Gunnar um Alex sem barðist síðast í september. Aðspurður sagðist hann ekki telja að það væri þeim brasilíska í hag hve stutt er síðan hann barðist síðast. „Ég held ekki, nei. Ég hef áður tekið svona langan tíma á milli bar­ daga og það truflaði mig ekki.“ Þegar það var borið undir hann hversu stór bardagi þetta væri fyrir ferilinn sagðist Gunnar alltaf horfa á næsta bardaga sem þann stærsta. „Ég lít alltaf bara á það þannig að næsti bardagi sé sá stærsti, sérstak­ lega þegar það líður svona langur tími á milli, þá skiptir það heilmiklu máli. Sigur myndi opna ýmsar dyr og það er á áætlun, ég hugsa ekkert út í möguleikann að tapa.“ Í síðasta bardaga Gunnars komst Argentínumaðurinn Santiago Ponz­ inibbio upp með að pota í augu Gunnars. Hann segist vera meðvit­ aðri um hættuna á því fyrir bardaga kvöldsins. „Þetta hefur vakið ákveðna með­ vitund hjá manni um að taka eftir þessu og láta menn ekki komast upp með slík brögð.“ kristinnpall@frettabladid.is Einblíni bara á hvað ég ætla að gera inn í hringnum í kvöld Gunnar Nelson snýr aftur inn í UFC-hringinn í nótt þegar hann mætir hinum brasilíska Alex Olivera í Tor- onto. Gunnar hefur ekkert barist í sautján mánuði en virðist vera í toppstandi og tilbúinn að takast á við brasilíska kúrekann. Hann kveðst vera meðvitaðri um það ef andstæðingar hans fara að reyna augnpot. Síðasti sigur Gunnars í UFC kom gegn hinum bandaríska Alan Jouban í mars árið 2017. NordiCPhotoS/Getty Fótbolti Grétar Rafn Steinsson, sem sinnt hefur starfi yfirmanns knatt­ spyrnumála hjá enska knattspyrnu­ félaginu Fleetwood Town síðan árið 2015, var í gær ráðinn yfirnjósnari fyrir Evrópu hjá enska úrvalsdeildar­ félaginu Everton. Grétar Rafn endurnýjar þar kynni sín við Hollendinginn Marcel Brands sem starfar sem yfirmaður knatt­ spyrnumála hjá Everton, en Brands var yfirmaður knattspyrnumála hjá hollenska félaginu AZ Alkmaar þegar Grétar var leikmaður þar á árunum 2006­2008. Hjá Everton hittir Grétar Rafn fyrir fyrrverandi samherja sinn hjá íslenska landsliðinu, Gylfa Þór Sigurðsson. Grétar Rafn hefur getið sér gott orð fyrir vinnu sína við að finna unga og efnilega leikmenn fyrir Fleetwood Town og þróa þá í átt að því að leika með aðalliði félagsins. Hann á að einblína á Evrópu í starfi sínu sem njósnari og hafa augun opin þar fyrir bæði ungum og efni­ legum leikmönnum sem og eldri aðalliðsleikmönnum sem henta vel fyrir leikmannahóp Everton. – hó Grétar Rafn ráðinn til starfa hjá Everton Fótbolti Skagamennirnir Ísak Bergmann Jóhannesson og Oliver Stefánsson hafa  gengið til liðs við sænska liðið  Norrköping frá ÍA. Ísak Bergmann er 15 ára gamall, en hann spilaði einn leik fyrir meistara­ flokk ÍA í Inkasso­deildinni í sumar. Hann  hefur leikið  sjö leiki með U­17 ára landsliði Íslands og skorað í þeim leikjum sjö mörk og sjö leiki með U­16 ára landsliðinu þar sem hann skoraði tvö mörk. Oliver sem er 16 ára gamall hefur sömuleiðis  spilað einn leik með meistaraflokki  ÍA, en það gerði hann  í Inkasso­deildinni í sumar. Hann á að baki einn leik með U­18 ára landsliði Íslands, sjö leiki með U­17 ára landsliðinu þar sem hann skoraði eitt mark og þrjá leiki með U­16 ára landsliðinu. Ísak Bergmann og Oliver eru að fylgja í fótspor Arnórs Sigurðssonar sem gekk ungur til liðs við Norrköp­ ing og fór svo til CSKA Moskvu fyrr á þessu ári. Guðmundur Þórarinsson og Alfons Sampsted eru svo á mála hjá sænska liðinu. Þá léku Skaga­ menn irn ir Garðar Gunn laugs son Þórður og og Stefán Þórðar synir með Norr köp ing. Einnig hafa Arnór Ingvi Traustason, Jón Guðni Fjóluson, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Birk ir Krist ins son, Guðmund ur Viðar Mete og Gunn ar Þór Gunn ars son leikið með sænska liðinu. – hó Tveir ungir Skagamenn til Norrköping  Arnór reyndist Lilleström afar dýrmætur á lokasprettinum. MyNd/LiLLeStröM Þetta er fjórði bardagi Gunnars gegn brasilískum andstæðingi. Hann hefur unnið tvo þeirra og tapað einum til þessa. Grétar rafn Steinsson oliver Stefánsson og Ísak Bergmann. 8 . d e s e M b e r 2 0 1 8 l A U G A r d A G U r24 s p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð sport 0 8 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 2 0 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 A F -A B F 0 2 1 A F -A A B 4 2 1 A F -A 9 7 8 2 1 A F -A 8 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 2 0 s _ 7 _ 1 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.